Bjarni Ben fattar samtök afneitara

Samtök afneitara (SA) bera formlega nafnið Samtök atvinnulífsins. Þar í forystu er Vilhjálmur Egilsson sem fékk hlutverk sitt frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugi og Hannes Smárasyni í FL ,,ég-áða-máða". Vilhjálmur og samtök afneitara lærðu nákvæmlega ekkert af hruninu. Áherslan er öll á að sópa glæpaverkum og spillingu útrásarinnar undir teppið til að geta haldið áfram að svíkja og pretta á daginn og grilla á kvöldin.

Vilhjálmur var ásamt aðkeyptu vinnuafli Steingríms J. fjármálaráðherra helsti talsmaður þess að Ísland tæki á sig skuldaklafa Icesave. Þjóðin hafnaði ,,glæsilegum" samningi í þjóðaratkvæði í vetur.

Formenn Sjálfstæðisflokksins hafa löngum verið hallir undir atvinnurekendur. Bjarni Benediktsson virðist skynja að samtök afneitara er ekki sniðugur félagsskapur fyrir stjórnmálaflokk. Bjarni tók af öll tvímæli um að fylgisspekt afneitarana við Icesave væri ófyrirgefanleg.

Sjálfstæðisflokkurinn á sér viðreisnar von ef hann gerir upp við útrásarpakkið af einurð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Vilhjálmur fékk hlutverk sitt ekki síður frá Ríkisvaldinu sem hefur skattlagt minni fyrirtæki fyrir Vilhjálm.

Einar Guðjónsson, 9.12.2010 kl. 11:09

2 identicon

Eitt af þeim valdatækjum, sem leikur SA hvað léttast í höndum er ráðandi staða þeirra í stjórnum lífeyrissjóðanna. Þrátt fyrir tap og fáránlega meðferð fjármuna (bendi á fjárfestingu þeirra í Vestia, þ.m.t. Húsasmiðjunni) er verulegt fé enn í sjóðunum. SA eru nú á fullu í að tæma sjóðina með því að flytja fé þeirra undir heitinu "fjárfestingar" yfir í alls kyns ævintýramennsku gæludýra íhaldsins.

Serafina (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband