Icesave tortímir orðspori

Samtök atvinnulífsins, hagfræðingar eins og Þórólfur Matthíasson og fleiri eru með orðspor sitt í hættu vegna Icesave, - auk ríkisstjórnarinnar, vitanlega. Allir þessir aðilar máluðu skrattann á veggin og töldu að Íslandi yrði hornkerling í samfélagi þjóðanna ef ekki yrðu drápsklyfjar Icesave-samkomulagsins lagðir á almenning.

Þjóðin sagði nei í allsherjaratkvæðagreiðslu við Icesave-frumvarpi ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. fyrr á árinu.

Þjóðin hafði rétt fyrir sér - en vit og dómgreind hjá mörgum bilaði illilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil benda theim á sem lesa thetta blogg ad hafa í huga eftirfarandi:

Samfelld stjórn Sjálfstaedisflokks og Framsóknarflokks í 18 ár í umbodi flestra kjósenda skapadi thad vonleysisástand sem nú er á Íslandi.

Med thví ad:

KOMA Á KVÓTAGLAEPAKERFINU

ÁBYRGDARLAUST EINKAVINAVAEDA BANKA ALMENNINGS

Einungis graedgi og alger sérhagsmunagaesla rédi för.  Kjósendur thessara tveggja flokka geta thakkad sér fyrir thau vandraedi sem thjódin á nú vid ad etja.

Reyna ad hugsa svolítid...hausinn er ekki bara fyrir grillhattinn (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:20

2 identicon

Frjálst framsal aflaheimilda var lögfest árið 1990. Þá sátu m.a. í ríkisstjórn Íslands hinir alkunnu gleðigjafar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu. Með því er ekki verið að segja að hann beri ekki ábyrgð á málinu, því það gerði hann. En höfum hugfast að það gerðu fleiri, m.a. þingmenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, forverar Samfylkingarinnar og VG.

Baldur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:08

3 identicon

Fyrir illa lesna brandarakarlinn hér að ofan er gott að vita hvernig sagan er áður en spunatrúðar Samfylkingar/Alþýðuflokks/Alþýðubandalags/Vinstri grænna hafa farið höndum um hana.:

1979 - Verðtryggingin lögfest – stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks = Samfylkingar og Alþýðubandalags = Vinstri græn.

1990 - Kvótakerfið verður til í núverandi mynd í stjórnartíð Framsóknarflokks, Alþýðuflokks = Samfylking, Alþýðubandalags = Vinstri grænna og Borgaraflokks.

1991-1995 - Upphaf einkavæðingar.  Viðeyjarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks = Samfylkingarinnar.

2007-2008 - Útrásin og hrunið – stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

2008 - Neyðarlögin – stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

2008 - Endurreisn og síðari einkavæðing bankanna – stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

2010 – Útrýmingarherferðin gegn heimilunum – stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:14

4 identicon

Hér er viðtal við hinn virta fræðimann Þórólf Matthíasson um Icesave. Það er spurning um hvað er eftir af orðspori hans?

http://www.youtube.com/watch?v=KTcw4RsL4FU

Baldur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband