Skattar og Sjálfstæðisflokkurinn

Viðbrögðin við hækkun útsvars á Seltjarnarnesi sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn telur lága skatta eitt helsta trompið á hendi sinni. Flokkurinn vann sigur á Seltjarnarnesi í síðustu kosningum og hefur raunar aldrei annað stjórnmálaafl komið við sögu meirihluta í bæjarfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn. Af því leiðir að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu telur samþykkt Seltirninga fordæmisgefandi.

Sjálfstæðisflokkurinn veður í villu og svíma ef forystan hefur gefið sér að skattar verði stóra kosningamál næstu kosninga. Skattar skipa máli en þeir eru einfaldlega of margir sem vita of mikið um óráðssíu undanfarinna ára til að hægt verði að reka kosningabaráttu á grunni skattaprósentu.

Ríkustu Íslendingarnir missa sig iðulega í skattaumræðu enda einatt það fólk sem hefur minnstan greiðsluvilja til samneyslunnar. Millistéttin, aftur á móti, er ekki sérlega uppnæm fyrir skattaumræðu. Millistéttin vill hafa hlutina i lagi og veit að til þess þarf að borga skatta, prósenta til eða frá er ekki lífsspursmál.

Í síðustu kosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn millistéttinni. Flokkurinn vinnur hinn breiða fjölda ekki tilbaka með tilboði um lægri skatta.


mbl.is Mótmæla útsvarshækkun á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða rugl er þetta, ertu að segja að það sé í lagi að hækka skatta? Er það líka í lagi í fyrirmyndarsamfélagi eins og á Seltjarnarnesi af því að bæjarstýran þorir ekki að takast á við verkefnið og hegða sér eins og konur gera alltaf og þora ekki að segja upp fólkið á skrifstofunni sinni!

SIgG (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband