Stjórnlagaþing drepur persónukjör

Kosningar til stjórnlagaþings voru persónukjör. Stjórnmálaflokkar og samtök voru víðs fjarri og þeir einstaklingar sem voru í framboði meira og minna áttu sviðið. Eftir hrun töldu margir að persónukjör ætti að koma í stað listakosninga í þingkosningum. Reynslan af kosningum til stjórnlagaþings sýnir að persónukjör er með verulegum annmörkum og ekki til þess fallið að glæða áhuga almennings.

Misheppnað stjórnlagaþing verður líklega upphafið að endurreisn stjórnmálaflokkanna, sem er svolítið fyndið í ljósi þess að hugmyndin með stjórnlagaþingi var að fara framhjá skipulögðu stjórnmálastarfi.

Mest og best er þó vitanlega að fikt við stjórnarskránna er slegið út af borðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er ekki sammála. Ef persónukjör verður innleitt, þá verður það samhliða flokkskerfinu eins og tíðkast á Norðurlöndum, þ.e. fólk geur kosið í þingkosningum flokk, frambjóðanda á flokkslista eða frambjóðanda utan flokka. Þetta síðastnefnda yrði þá nýmæli. Persónukjör kæmi ekki í staðinn fyri flokkskerfið nema algjör breyting yrði þar á, sem ekki væri nein slæm hugmynd.

Frambjóðendur innan flokka eða 10 - 12 frambjóðendur utan flokka væri auðveldara fyrir hinn almenna kjósanda at tengjast heldur en rúmlega 500 meira eða minna óþekktum frambjóðendum til stjórnlagaþingsins. Í öðru lagi er ekki hægt að bera saman persónukjör til stjórnlagaþings sem margir efast um hvað varðar raunveruleg völd eða tilgang, og svo kosningar til Alþingis sem er æðsta löggjafarvald landsins.

Ef stjórnlagaþingið stuðlar að því að næstu eða þarnæstu alþingiskosningar leyfi persónukjör, þá munu flestir fagna því og eftir að reynsla verður komin á það, þá verður ekki aftur snúið. Persónukjör munu þýða það, að kjósendur fá talsvert meiri áhrif á það hvaða frambjóðendur komast á þing og hverjir ekki en þeir hafa nú í dag. þess vegna spái ég því að ef af þessu verður, þá verði kosningaþátttaka (í alþingiskosningum) mun meiri í framtíðinni.

Vendetta, 29.11.2010 kl. 14:36

2 identicon

Sem fyrr er Davíð áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar.  Hún náði að rústa kosningunni enn meir fyrirfram þegar spuni um að Davíð og náhirðin væri að dreifa einhverjum lista með þeim þóknanlegum frambjóðendum, um leið og var fullyrt að hann hafi nýtt sér Morgunblaðið til þess að vinna gegn kosningunni.  Pólitískir lúserar og bloggrónar Samfylkingarinnar eins og Mörður Árna, Gísli Baldvins, Helgi Jóhann Hauksson, Helga Vala Helgadóttir, Guðbjörn Guðbjörnsson og Stefán Benediktsson froðufella yfir skipbroti ellilífeyrisþegans Jóhönnu og flokksins og pönkast á samfylkingarfræðimanninum Gunnari Helga Kristinssyni stjórnmálafræðiprófessor, sem einungis er að segja sannleikann eins og stærsti hluti þjóðarinnar sér hann að keisaraynjan aldna er berrössuð sem fyrr.  Núna er þessi tryggi vinur orðin "persona non grada" eftir allt sem hann hefur gert fyrir þessu aumu stjórnmálamistök.  

Listabeturvitarnir gættu sig ekki á að ef listi Davíðs og félaga hafi verið til, þá hefði hann verið enn betra vopn fyrir andstæðinga þeirra til að hvetja hatursmenn til að svara með að mæta á kjörstað og gæta þess að kjósa ekki viðkomandi aðila.  Davíð og félagar eru jú ekki beint "inn" hjá vinstrielítunni þessi misserin, sem fara á límingunum í hvert sinn sem hann stimplar sig inn í vinnuna.  Samt fullyrða sömu að engin lesi Morgunblaðið.  Leitaði að þessum magnaða lista og fann þá nokkra en enga samhljóða svo ég var litlu nær.  Sá sem var einn að hægrisinnaðastur var Andrésar Magnússonar blaðamanns og mikil íhalds og hann var afskaplega blandaður hvað pólitískar meiningar frambjóðendana varðaði.  Hann er svona.:



  • 2193 - Eiríkur Bergmann.
  • 2325 - Vilhjálmur Þorsteinsson.
  • 2358 - Þorsteinn Arnalds.
  • 2853 - Þorkell Helgason.
  • 3183 - Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson.
  • 3304 - Hjörtur Hjartarson.
  • 4063 - Garðar Ingvarsson.
  • 4426 - Margrét Dóra Ragnarsdóttir.
  • 4954 - Stefán Pálsson.
  • 5372 - Þorvaldur Hrafn Yngvason.
  • 5614 - Frosti Sigurjónsson.
  • 6186 - Ólafur Torfi Yngvason
  • 6736 - Árni Björnsson.
  • 7264 - Valgarður Guðjónsson.
  • 7418 - Vilhjálmur Andri Kjartansson.
  • 7649 - Skafti Harðarson.
  • 7682 - Magnea J. Matthíasdóttir.
  • 7726 - Elías Pétursson.
  • 7759 - Elías Blöndal Guðjónsson.
  • 8386 - Guðjón Ingvi Stefánsson.
  • 8749 - Inga Lind Karlsdóttir.
  • 8947 - Patricia Anna Þormar.
  • 9035 - Brynjólfur Sveinn Ívarsson.
  • 9563 - Pawel Bartoszek.
  • 9904 - Elías Halldór Ágústsson.
 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Páll, stjórnlagaþing hefur ekkert gert af sér ennþá, þannig að við vitum ekki hvaða áhrif það hefur haft. Hitt er alveg öruggt, að ekki mun duga sama kosningafyrirkomulag, ef fara á út í persónugjör.

Marinó G. Njálsson, 29.11.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Persónukjör,er margvíslegum toga.Þá ég við að fólk vill kjósa menn(konur) bæði utan og innan flokka.

T.d.tel ég margir vilja styðja þingmenn,og þá í öllum  flokkum.

Undirbúningurinn af þessum kosningum hefur verið gagnrýndur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.11.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband