Bankarnir eru vettvangur spillingar

Í útrásinni lærðust vinnubrögð í fjármálastofnunum sem eru meira í ætt við mafíustarfsemi en heilbrigða viðskiptahætti. Mafían hyglar sínum á kostnað almannahagsmuna. Endurreistu bankarnir fóru ekki í gegnum endurhæfingu og létu ekki nema að litlu leyti af ósóma útrásarviðskipta.

Dæmin um að bankar hygli innvígðum eru staðfest og óvefengjanleg; Ólafur Ólafsson fékk að halda Samskipum; Jón Ásgeir fær fyrirgreiðslu hjá Arion og Landsbankanum strax eftir hrun til að halda sínum félögunum og stjórnar enn fjölmiðlaveldi í skjóli Landsbankans.

Ríkisstjórnin ber sinn hluta ábyrgðarinnar þar sem hún lagði ekki línurnar fyrir endurreisn fjármálakerfisins heldur lét bankaliðið vera sjálfala þótt sannanlega veitti ekki af endurhæfingu.


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Það er akkurat það sem gerðist,bankarnir sluppu einhvernvegin út úr eldinum og með lánasafn landsmanna í rassvasanum og innheimta nú eins og fjandinn væri á eftir þeim enda var um hálfgerðann lottóvinning fyrir þá að fá lánasöfnin "gratis". Enn er spurt: Hvernig var staðið að endurreisn nýju bankana?

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 26.11.2010 kl. 08:10

2 identicon

Flott hjá Sigríði í mbl gein. Ég myndi orða þetta aðeins öðruvísi og kalla þá helvítis drullusokka, en það er til ráð við þessum spillingar dansi bankanna.  Flott leið sem myndi líka leiða til kyrkingu skítseiða eins og Jakobs Valgeirs og hans kunpána.

Sú er er Cantona leiðin 7 des n.k. þar með er vandamálið leist án nokkura átaka og þrefs. Magnað video klipp með esnkum texta, þetta getur ekki annað en virkað..... lítið á tekur bara ca 2 mín

Hér er link kill the bank: http://www.youtube.com/watch?v=n9BiOUJYPsI

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 08:38

3 identicon

Eitt af okkar mestu vandamálum er að það má ekki segja hlutina eins og þeir eru, allir í rósamáli og rétttrúnaði... sem mun bara skila okkur beint í ræsið.

Ef menn eru ómenni, þá á að segja það, ef menn eru glæpamenn, þá á að segja það...
Aldrei að skafa utan af sannleikanum og sveipa með púðum.

doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: corvus corax

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á alla mína aðdáun fyrir orðbragðið sem er reyndar mjög vægt til orða tekið að mínu mati. Það þýðir ekkert að rjúka upp til handa og fóta út af því að Sigríður kallar mennina verðskulduðum nöfnum. Hins vegar er löngu tímabært að rjúka upp með látum út af þessum fáránlegu fyrirgreiðslum og niðurfellingum milljarðaskulda á meðan sauðsvartum pöpullinn lepur dauðann úr skel. Húrra fyrir Sigríði Ingibjörgu og væri betur ef fleiri á hennar vettvangi þyrðu að kalla hlutina eða menn sínum réttu nöfnum. Mundi leggja til að Sigríður fengi fálkaorðuna ef ekki væri búið að eyðileggja það skraut með því að hengja það á annan hvern drullusokk í landinu.

corvus corax, 26.11.2010 kl. 10:36

5 identicon

Er ekki augljóst að núna þarf Jóhanna að fara að huga að kattasmöluninni heima hjá sér...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 00:50

6 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Vandamálið við "Cantona" leiðina er skipting bankainnstæðna. Mig minnir að hér á Íslandi eigi 8% landsmanna 70% af innstæðum einstaklinga (sem NB ríkisstjórn GHH bjargaði án þess að fá samþykki Alþingis á kostnað almennings). Eru þessir einstaklingar að fara að taka út peningana sína? Nægir að 10%-12% innstæðueigenda taki út sitt til þess að hafa áhrif á bankana?

 www.umbot.org 

Egill Helgi Lárusson, 27.11.2010 kl. 02:27

7 identicon

Þessi kona er annað hvort í vitlausum flokki eða algjör hræsnari. Samfylkingin hefur alltaf verið helsta málpípa auðmanna gegn almenningi hér á landi. Óforskammanleg heðgun Ingibjargar Sólrúnar gleymist seint...nú hafa þeir fært út kvíjarnar og Herra Öskur fer hamförum að reyna að selja okkur hæstbjóðanda í skuldaþrældóm...

x$ (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband