Björgvin G. og landbúnaðurinn

Botnlaus heimska hlýtur að vera dimmrödduð. Björgvin G. Sigurðsson er ekki fyrr búinn að lýsa sig fávita en að hann ætlar sér þá fordild að segja íslenskum bændum hvað þeim sé fyrir bestu í Evrópumálum. Alþjóð er kunnugt að íslenskir bændur hafa ígrundað og rætt til þaula hvað aðild Íslands að Evrópusambandinu felur í sér og hafnað þeim kosti. Björgvin G. skrifar í Pressuna

Þá er ég sannfærður um að samkeppnishæfni íslenska landbúnaðarins er gróflega vanmetin, bæði af forsvarsmönnum greinarinnar sjálfrar og í öllu almennu mati á stöðu hans.

Björgvin G., sá mikli hugsuður Samfylkingarinnar, fékk embætti viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde - hrunstjórninni. Haustið 2007 skipulagði Björgvin G. áróðursherferð í útlöndum til stuðnings íslenska bankakerfinu sem hann sagði reist á traustum grunni. Sumarið 2008 var Björgvin G. kallaður á fund breska fjármálaráðherrans og sagt að íslensku bankarnir væru byggðir á sandi og stefndu lóðbeint í gjaldþrot. Hvað gerði viðskiptaráðherra, Björgvin G.? Jú, hann fór á tónleika með Sex Pistols.

Hvort eigum við að leggja trúnað á Björgvin G. eða íslenskan landbúnað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Smá spé,Björgvin Gé,hefur hvorki vit á fé,né fé,þótt úr sveit sé.

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2010 kl. 23:44

2 identicon

Enn er það níð um einhvern, sem Páll Vilhjálmsson notar alla sína skólagöngu og reynslu til að bera út !

Auðvitað á launum hjá kvóteigendum og eigendafélagi bænda  !

JR (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 00:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JR, viltu ekki bara biðja hann Pál um að setja þessa stöðluðu athugasemd þína inn fyrir þig, þannig að hún sé bara klár við hverja færslu?  Það sparar þér að vakta bloggið.  Ég er viss um að Páll er til í að létta undir með þér í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2010 kl. 02:53

4 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Jón Steinar, er þá ekki rétt að hafa þitt svar með?

Guðjón Sigurbjartsson, 26.11.2010 kl. 06:39

5 identicon

Góðan dag

Held kannski að það sé rétt ágiskun hjá honum að landbúnaður hér gæti verið nær ýmsum evrópskum svæðum en nú er, ef allt væri gert til að lækka verð. Aftur á móti er smæðin slík hérna að jafnvel aðeins 10-20% innflutningur á hefðbundinni framleiðslu inná markaðinn mundi gera það sem eftir stæði mun dýrara en nú er og vera mikið högg. Það væri draumur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíku og geta flutt út á móti en það virðist ganga hægt þó ekki sé það með öllu vonlaust. Hins vegar dettur mér ekki í hug að okkur farnist betur í ESB ráðstjórninni. Það mun ekki gera bændur eða aðra landsmenn ríkari eða hamingjusamari (nema etv nokkra ríkisstarfsmenn sem þurfa ekki á afkomu atvinnulífs að halda til að fá launin sín. kv Elvar Eyvindsson, bóndi

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 07:03

6 identicon

Í lok árs 2003 kom út skýrlsa á vegum utanríkisráðuneytis sem heitir ;Staða íslensks landbúnaðar í alþjóðlegu umhverfi. margt hefur breyst síðan þá bæði hér á landi, hjá ESB og hjá Heimsviðskiptastofnunni.(WTO). En hverjar voru niðurstöður skýrslunnar?Tilvísun:"

Ef Íslendingar ganga í ESB verður búvörumarkaður hér á landi hluti af innri markaði

ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Þessu munu fylgja verulegar lækkanir á verði

til framleiðenda hérlendis. Reynsla Finna bendir einnig til nokkurrar verðlækkunar til

neytenda. Hver áhrifin á framleiðslu búvara verða ræðst annars vegar af því hve

miklar þessar verðlækkanir verða og hins vegar hvort auknum styrkjum verður beint

til landbúnaðarframleiðslu og hvernig þeir dreifast milli framleiðenda.

Miðað við núverandi aðstæður má gera ráð fyrir að framleiðsla á mjólkurvörum muni

minnka nokkuð við inngöngu Íslands í ESB og kjúklinga- og svínakjötsframleiðsla

hlutfallslega enn meira. Ætla má að samdráttur verði einnig í framleiðslu og sölu

kinda- og nautakjöts. Þetta veltur þó m.a. á reglum um sjúkdómavarnir og innflutning

á hráu kjöti. Auk þessara greina hefur verið bent á að samdráttur verði í garðyrkju við

inngöngu í ESB.

Til skamms tíma skipti framleiðslumagn miklu varðandi möguleika til að fá styrki

samkvæmt CAP en við nýlega endurskoðun landbúnaðarstefnunnar minnkar slík

tenging verulega. Reyndar er framleiðslumagn, sem grunnur stuðningsaðgerða, einnig

samningsatriði í aðildarsamningum að ESB."

Önnur tilvísun:"

Aðild að ESB færir landbúnaðinum aðstoð sem flokkast einkum á þennan hátt:

* Framleiðslutengdir styrkir samkvæmt sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, og

fjármagnar ESB þá að fullu. Eftir endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB dregur mjög

 

úr framleiðslutengdum styrkjum en í staðinn koma styrkir ótengdir framleiðslu, sem

þó byggjast á sögulegri viðmiðun.

* Stuðningur við byggðaþróun, samfélög og atvinnusköpun á landsbyggðinni,

svonefndir „grænir“ styrkir. Þessi stuðningur beinist ekki aðeins að landbúnaði, heldur

fremur að búháttabreytingum, framleiðniaukandi verkefnum og annarri atvinnusköpun

á landsbyggðinni.

* Umhverfisstyrkir samkvæmt skilyrðum ESB, en t.d. í Finnlandi fjármagnar ESB

um 55% þeirra.

* Styrkir til harðbýlla svæða (LFA). Í Finnlandi greiðir ESB um 30% þeirra; þess má

vænta að allt Ísland verði flokkað sem harðbýlt svæði.

* Heimildir til norðurslóðaaðstoðar (Nordic aid) líkt og Finnar og Svíar hafa en eins

og þeir verða Íslendingar sjálfir að kosta þessa aðstoð. Semja verður sérstaklega um

þetta, umfang og ráðstöfun." Og í lokin :"

Miðað við óbreytt stuðningskerfi hér á landi verður að telja að staða íslensks

landbúnaðar væri verri innan ESB en utan þess. Ekki er þó hægt að útiloka að einhver

sóknartækifæri og betri útflutningsmarkaðir geti skapast fyrir íslenskan landbúnað

innan Evrópusambandsins.

Flest bendir til þess að Íslendingar haldi meira sjálfræði til mótunar eigin

landbúnaðarstefnu utan ESB en innan þess. Þessa ályktun má m.a. draga af

niðurstöðum nýrrar skýrslu frá hagfræðideild rannsóknastofnunar landbúnaðarins í

Noregi (NILF). Eftir sem áður verða Íslendingar að fylgja nýjum stefnuákvörðunum

WTO. Innan ESB kynni þó að vera að Íslendingar gætu notfært sér hluta af

heildarsvigrúmi sambandsins til tiltekinna stuðningsaðgerða við landbúnað."

Í skýrslunni er farið yfir fjölmörg svið og nefna má:1) áhrif stækkunar ESB og samningar við Möltu og Kýpur. 2)WTO og íslenskur landbúnaður. 3)Staða finnsks landbúnaðar  eftir inngöngu er lýst ítarlega.4)Mögulegar greiðslur til Íslands úr CAP.(mat endurskoðunarskrifstofu)5) Áhrif ESB aðildar á einstakar greinar.

Svo mörg voru þau orð. Kveðja.

ps. Páll álítur Björgvin ekki trúverðugan og nefnir nokkur dæmi því til stuðnins, s.s. tónlistarsmekk Björgvins. Það er auðvitað rétt að hagsmunasamtök bænda( eins og t.d LíÚ) eru á móti inngöngu í ESB. Ég mun (vonandi) taka þetta fyrir seinna.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 07:48

7 identicon

Fátt bannar okkur að gera alskyns ráðstafanir í innflutningi á landbúnaðarafurðum, lifandi dýrum, eða hvað sem er þó við séum ekki í ESB. Tel lítt spennandi að hanga þar á dyraþröskuldum með betlistaf í hendi og vænti þess ekki að einhverjir útlendingar viti betur en við hvað kemur okkur best. Sýnist reyndar að þeir hafi flestir nóg með sig.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:03

8 identicon

Guðjón Sigurbjartsson, með númerið sem hann vonar að menn kjósi og sást ekki fyrr en það kom til, er þá hugsanlega mannvitsbrekkan JR, stolt pólitíska ruslahaugsins afgangskrata og landsölumanna, eða ef til vill bara vinur hans?

Það er með ólíkindum að bloggrónarnir Hrafn (ríkisstarfsmaður sem er ekki er að sinna starfi sínu) og JR skuli fá að drulla yfir höfundinn og gesti með þessum hörmungar rökleysum sem þeim er einum lagið. Annar heldur víst út síðu sem engin heimsækir nema þá af slysni, sem gerir það að verkum að hann þarf að halda til eins og sníkjudýr á annarra til að láta dauft ljósið skína í von um að einhver lesi, en þó yfirleitt um eitthvað sem ekki er til umfjöllunar á hverjum tíma og kemur þá strax fram í fyrst línu. Núna þykist hann getað vitnað í hagstæða skýrslu væntanlega vitandi að tugir annarra segja allt aðra sögu.   En auðvitað skiptir sannleikurinn landsölumanna ekki nokkru máli.  Sturtuvarslan í Brussel bíður.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 17:46

9 identicon

Trúverðugheit Björgvins má örugglega draga í efa og það á afar mörgum sviðum.  Einn helsti hruntrúðurinn, og auðvitað kallar það á vörn ríkisstafsmannsins.  Björgvin réði sér sem aðstoðarmann 8 mánuðum fyrir hrun, hægri hönd  Jóns Ásgeirs, Hjálmar Blöndal, en auðróninn lánaði hann í verkefnið.  Ekki hefur skemmt fyrir að hagsmunir hans hafa örugglega farið vel saman með ráðningu aðstoðarmannsins, og ekki hefur málið versnað að hann hafði fjárfest í ráðherranum, eins og forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra núverandi ríkisstjórnar.  Hápunktur samstarfs Björgvins og hrunkóngsins Jóns Ásgeirs varð með Glitnis næturfundinum fræga þar sem auðróninn hraunaði yfir ráðherrann.  Ráðning aðstoðarmannsins Baugsmenntaða passaði fínt við dagsetningu bankakrísufunds ríkisstjórnarinnar 8 mánuðum fyrir hrun.

Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra afþakkar sjaldan athygli fjölmiðla. Hann eyddi degi með Jóni Ársæli á sama tíma og atvinnugreinin sem undir hann heyrir hrundi til grunna. Björgvin lokaði heimasíðu sinni í október eftir hrun þótt hún hafi verið uppfærð reglulega, ólíkt síðum margra annarra þingmanna. Verið er að endurskoða og breyta vefsvæðinu bjorgvin.is, sagði lengi á síðunni, en ekkert núna. Kallinn hefur augljóslega ekki getað leyst verkefnið.

Áður en síðunni var lokað mátti finna þar eftirfarandi vísdóm ráðherrans dagsettan 5. september 2008.:

"Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.

Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.

Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.

Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra.

Samskonar gagnrýni skýtur upp kollinum á nú í kjölfar þeirrar lausafjárkreppu sem kennd er við undirmálslán. Hún er þó ekki einskorðuð við íslenska banka, þar sem vandinn er alþjóðlegur.

Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horni síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í "grátkórinn".

Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k. tveir íslenskir bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafi sókn inn á markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbankinn hefur áður gert í Bretlandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum, sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslensku bankakerfið sé mjög stöndugt.

Í ofanálag eru innlán Finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leiti til sem finnskar reglur þar að lútandi veita betri réttindi en íslenkar myndu bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einhverjir bankar kæmust í lausafjárskort.

Því er rétt að halda því til haga sem rétt er þegar reynt er að kasta rýrð á fjármálastofnanir okkar þegar kreppir að.

Til að fara yfir stöðuna og til að efla samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um fjárfestingar erlendis mun Viðskiptaráðuneytið kalla til fundar með Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráðs í janúar. Ætlunin er að skapa varanlegan vettvang fyrir slíkt samstarf og verður janúarfundurinn fyrsta skrefið í þá átt."

 Ætli þurfi eitthvað meira til að sýna fram á hversu glöggur og trúverðugur Björgvin G. er á það sem hann er að halda fram hvort er um að ræða hagsmuni bænda eða þjóðarinnar. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 18:20

10 identicon

Guðmundur 2, hver sem þú ert. Mér hefur verið bent á það að þú ert vel þekktur í athugasemdum bloggsíðanna. Þér hefur marg oft verið bent á að hætta ofsafengnum öfgaskrifum sem sárafáir endst til að lesa. Skrifin benda til mikillar vanstillingar og þér hefur einnig verið bent á að leita þér viðeigandi aðstoðar. Þetta er í síðasta skipti sem ég beini orðum mínum til þín.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 22:41

11 identicon

Hrafn, - hver sem þú í andskotanum ert annað Baugsfylkingarsnati og segist hreykinn vera opinber starfsmaður sem misnotar aðstöðu þína í vinnutímanum með að halda úti bloggsíðu á annarra manna athugasemdarkerfi, ættir að skammast sín og fara í vinnu hjá Samfylkingunni í stað þess að svíkjast um láta mig og aðra borga fyrir bullið sem frá þér fer. 

Gott að vita að ég er á skrá glæpamannafélaginu Baugsfylkingunni, dauðalistanum svokallaða, þá eins og Páll og margir aðrir sem hafa leikið þau óþverrasamtök föðurlandssvikara grátt og ekki síst eigandann  illræmda Jón Ásgeir Jóhannesson. 

Mannvitsbrekkan þú segir og stafsetningarvillurnar eru þínar.:

"Mér hefur verið bent á það að þú ert vel þekktur í athugasemdum bloggsíðanna. Þér hefur marg oft verið bent á að hætta ofsafengnum öfgaskrifum sem sárafáir endst til að lesa. Skrifin benda til mikillar vanstillingar og þér hefur einnig verið bent á að leita þér viðeigandi aðstoðar."

 Áhugavert að þú hefur aðra fyrir heimskunni og væntanlega stafsetningavillunum sem þú heldur á lofti.  Leggðu endilega fram heimildir sem sýna og sanna eitthvað af þessum fullyrðingum eigi sér stað, ella geturðu hundur heitið.  Td. rannsókn sem sýnir að "sárafáir" lesi það sem ég skrifa (væri áhugavert að sjá mælingu yfir þig líka), sem og hvar og hvenær einhver hafi farið fram á við mig að ég "hætti ofsafengnum öfgaskrifum", sem og "vanstillinguna" og ekki síst "aðstoðarleitina"..?  Voru það þá ekki örugglega Samfylkingarsnatar og pólitískir lúserar eins og þú... sem þú hefur þetta eftir, því varla lýgur sturtuvörður..??   Haldið þið líka út mælingum og könnunum um lestur bloggara og athugasemdagesti þeirra..??  Eitthvað sem stóri bróðir í Brussel skipar ykkur að gera...???    (O: 

Mér hefur ekki verið bent á það að þú ert vel þekktur í athugasemdum bloggsíðanna, enda býst ég við að það sem þú pesterar hér er nánast full vinna, og ekki er ég í einhverju hagsmunasamfélagi flokksspammara eins og þú sem getað haldið úti upplýsingarkerfi.  Aftur á móti hef ég margoft bent þér á að hætta ofsafengnum öfga- og ekki síst einstaklega heimskulegum skítkastsskrifum þínum.  Skrifin benda til mikillar vanstillingar og hef ég einnig bent á að leita þér viðeigandi aðstoðar.  Hvet þig að halda þér á þinni grátbroslegu bloggsíðu sem mælist sannanlega með enga lesningu, og engin hætta á að ég nenni að fara þangað inn til að hrauna yfir þig eins og þú gerir hér.  Á meðan þú ert á vakt 24/7 til að drulla þá sem eru á þessari síðu fyrir flokkinn og ESB og þann sem heldur henni úti, ætla ég að gera athugasemdir, sér í lagi ef skrifin eru stunduð í vinnutíma eins og alltaf, sem almenningur þarf að borga þér fyrir.  81% þjóðarinnar sér ekkert í því að ganga í ESB, svo það er lágmark að þú sækir launagreiðslur fyrir lygavelluskrifin til þeirra sem þú ruglar fyrir.  Innkomur þínar hafa ekkert með rökræður að gera, heldur augljós dagsskipunin er að reyna að pestera hana með eilífu spamm rugli og lygum (sem þú augljóslega skilur manna minnst hvað þýðir enda oftast algerlega ótengt efni bloggsins) til þess eins að reyna að eyðileggja eðlilega umræðuna hættulegu gegn ESB og Baugsflokknum. Mér er fullkomlega óskiljanlegt að þér skuli ekki verið hent út með rassfíflinu þínu JR, á nákvæmlega sama hátt og allir Samfylkingarbloggarar gera við þá fyrir það eitt að vera kurteisilega ósammála með skoðanir, og hefur ekkert með sóðaskapinn sem bloggóværu eins og þér fylgir.  Sjaldnast kemstu í boltann vegna hversu upptekinn þú ert að fara í manninn, og þar eiga öll eðlileg mörk að liggja. 

Endilega upplýstu mig hvert þú sækir þér aðstoðar, svo að ég geri ekki jafn alvarleg mistök, að telja mig hafa eitthvað að segja þegar flestir hafa vit á því að steinþegja, um hluti sem þeir hafa ekki hunds vit á.  Því miður gerir bloggróninn þú sem pesterar annarra manna blogg það ekki. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband