Baráttan um svartsýnina

Hagsmunasamtök heimilanna vilja allsherjarlækkun á skuldum einstaklinga /heimila upp á 15 til 20 prósent. Slík aðgerð fæli í sér ríkisvæðingu heimilanna. Fjármunir sem færu í niðurgreiðsluna kæmu frá skattgreiðendum. Aðeins lítill hluti þeirra sem fengi niðurgreiðslu þyrfti á henni að halda.

Til að réttlæta málflutning sinn mála Hagsmunasamtökin stöðuna eins svarta og mögulegt er. Kannanir Seðlabanka og Hagstofu sýna hlutfall heimila í vanskilum á bilinu 10 - 20 prósent. 

Óráð er að grípa til alsherjaaðgerða til að laga stöðu fimmtungs heimila landsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Óráð er að grípa til alsherjaaðgerða til að laga stöðu fimmtungs heimila landsins." Ertu að tala um neyðarlögin?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 17:14

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Páll, vilji þinn til að snúa út úr hefur náð nýjum hæðum hér.  Í fyrsta lagi hlytur þú að átta þig á því að ég er ekki Hagsmunasamtök heimilanna og í öðru lagi tala tölur Hagstofunnar sínu máli.  Staða heimilanna er verri en jafnvel svartsýnustu tölur HH gerðu ráð fyrir.  Í fyrri málflutningi hef ég bent á að stór hluti þjóðarinnar á ekki fyrir óvæntum útgjöldum og nú staðfestir Hagstofan það.  HH sagði líka að a.m.k. 42% ætti erfitt með að ná endum saman, en Hagstofan segir að talan sé nálægt 50%.  Hættu nú að kenna öðrum um þegar þú vilt ekki viðurkenna staðreyndir.

Marinó G. Njálsson, 19.11.2010 kl. 17:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þótt við undanskiljum hrunið sjálft, þá hefur okkar ágæta vinstri stjórn verið dugleg við að hækka kostnaðarliði sem hafa áhrif á vísitöluna og hefur þar með enn aukið á skuldabyrði heimilanna.

Ríkiskassinn hefur að vísu ekki notið þeirra hækkana eins og vænst var - en lánveitandinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.

Kolbrún Hilmars, 19.11.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig væri að Seðlabankinn lagaði gengið og lækkaði verð á neysluvöru í landinu. Gengið er hvort sem er bara tala sem hann býr til. Verður þá ekki léttar fyrir fæti með skuldirnar? Það verða gjaldeyrishöft hér árum saman og ekkert frelsi undir hinni rauðu krumlu er lögst yfir þjóðina.

Okkur varðar ekkert um aflandsgengi eða jöklabréf hvort sem dollarinn er á hundrað eða áttatíu meðan við borgum ekki neitt né semjum.

Eru kommarnir búnir að gleyma bátagjaldeyrinum gamla. Það er hægast að hafa mörg gengi í gangi ef viljinn er til.Það er hægt að falsa allt, ljúga öllu ef maður bara vill.Við kunnum þetta allt utanað hinir gömlu.

Halldór Jónsson, 19.11.2010 kl. 20:55

5 identicon

"Aðeins lítill hluti þeirra sem fengi niðurgreiðslu þyrfti á henni að halda".

Þú segir nokkuð, húsnæðislán fólks hafa hækkað um milljónir og fólk hefur þurft að horfa upp á ævisparnaðinn brenna upp...

en fólk þarf svosem ekkert á því að halda að þetta sé LEIÐRÉTT.. neinei..

Hér hafa átt sér stað alvarlegir efnahagsglæpir. Bankarnir voru rændir með hörmulegum afleiðingum fyrir íslenska þjóð og þá sem urðu sekir um þá hræðilegu synd að taka sér lán fyirr þaki yfir höfuð fjölskyldu sinnar, og eigendur þessara banka og stjórnendur eru í rannsókn af sérstökum saksóknara.

að þurfa á því að halda að leiðrétt verður eignaupptaka fólks... ja það eru skiptar skoðanir á þvi´félagi.

Einar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband