Ofbeldi, stjórnarskrárbrot og umboðsleysi

Umsókn samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu var keyrð í gegnum alþingi í júlí 2009 með hótunum um embættismissi og stjórnarslitum. Þingsályktunin var samþykkt naumlega og þau skötuhjú Össur og Jóhanna Sig. brutu stjórnarskrána þegar þau báru ályktunina ekki undir forseta Íslands.

Ógild umsókn er orðin að umboðslausu aðlögunarferli í höndum ríkisstjórnarhluta Samfylkingarinnar.

Er ekki nóg komið?


mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má líka nefna að það var tekið til í röðum flokkanna fyrir atkvæðagreiðsluna og mönnu með valta sannfæringu skutlað í frí á meðan trúfastari varamenn voru kallaðir inn í staðinn, svona rétt á meðan þetta var keyrt í gegn.

Verðugt að líta til baka þar. Silðeysi en löglegt? Nei, ég held ekki. Þetta eru kallað öðru nafni, sem ekki má nefna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

A. Þingmönnum, sem ekki voru á flokkslínu SF voru sendir í frí og sauðtryggir varamenn teknir inn, til að tryggja Já-atkvæði. (Raunar var VG knúið til sömu hrókeringa)

B. Ráðherrum og þingmönnum var hótað embættismissi og bannfæringu einhverskonar.

C. Sf hótar stólgírugum VG forkólfum stjórnarslitum og gott ef stjórnarsáttmálinn var ekki brotinn þar og svikinn líka.

D. Látið hjá líða að láta forseta skrifa undir gerninginn eins og skylt er, sem eitt og sér ógildir hann.

Valdarán Adolfs 1933?  Nei, Jóhanna Sigurðardóttir 2009.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 19:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við fáum að kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ágæt grein um þetta.  Þú hefur líklega lesið þetta enda er málshefjandi með einhverjar athugasemdir í fyrri pistlum um málið.

Ég sá imprað á þessu á bloggi Gunnars Rögnvaldssonar  fyrir nokkru síðan í athugasemakerfinu og undrast það hversu fattarinn er langur hjá fólki.

Raunar er ég enn meira undrandi á þeim, sem sitja í stjórnarandstöðu og upplifðu þennan fasisma frá fyrstu hendi á sínum tíma, auk okkar í beinni útsendingu.  Kúpp í beinni, ef svo má segja.  Hvað var það sem spunameistararnir gerðu til að beina sjónum frá þessu?  Hmmm? Rannsóknarskýrslan? Ég man það ekki alveg.

Hér er um framtíð fullveldisins að ræða og þetta sofnar bara útaf sí svona. Ekkert gerist hjá stjórnarandstöðunni, jafnvel þegar sýnt er að forseendur samþykktarinnar voru upplognar líka. Sú firra að hér væri um einhverskonar "könnunarviðræður" að ræða þegar um nánnast óafturkræftaðildar og aðlögunnarferli var að ræða.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 20:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þruma og Sleggja: Þjóðaratkvæði verða ekki bindandi heldur leiðbeinandi og það hefur Samfylkingin marg oft ítrekað í þessu sambandi.  Það verður svo ekki hætt að kjósa um þetta fyrr en "rétt" svar fæst, eins og í öllum öðrum aðildarþjóðum.

Þetta á ekki einu sinni að fara fyrir atkvæði vegna þessa formgalla, þótt ekki væri annað. Það er forsetinn einn sem getur vísað þessu undir mat þjóðarinnar, en þar sem hann hefur ekki komið að þessu, er búið að taka fyrir það ferli. Í frumvarpi Jóhönnu um þjóðaratkvæði er einmitt gert ráð fyrir að krækja fram hjá þessu með að setja ákvörðunina í hendur alþingis.  Valdníðslan er á mörgum plönum og spiluð eftir forskrift frá sambandinu.

 Þ.e. hvernig hægt er að sniðganga stjórnarskrá og lýðræði. Það þarf náttúrlega tiltekt í löggjöfinni og um það snúast frumvörp SF um þessi efni.

ERGO: Það þarf ekki að vísa þessu fyrir þjóðaratkvæði af því að þetta var endanleg umsók og viðurkenning á einstefnuaðildarferli. Það er búið að samþykkja aðild hér og það franmhjá fordetanum. Þetta þarf ekki að fara inn á borð hjá honum núna.  Ertu að kveikja á þessu?  Þessu var komið framhjá honum og er nú úr hans höndum og úr höndum þjóðarinnar þar með.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 20:14

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo minna á þessa vitfirringu Evrópukirkjunnar í tengslum við stjórnlagaþing.  Þar hafa samtökin Sterkara Ísland fyllt raðir frambjóðenda og er mér fyrirmunað að sjá hvað er verið að pæla með því. Kemur sú vinna evrópusambandinu við?  Er þetta fólk orðið vitfirrt eða er það með eitthvað agenda sponsorað af sambandinu?

Afsakið samsæristóninn, en ég tel mig hafa fulla ástæðu til að bíta í vör hér. Prófið bara að fara yfir kandídatana þarna og fletta þeim upp á google.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 20:27

7 identicon

Páll ég legg til að þú byrtir nöfn þeirra er sögðu Já á þinginu.Við þurfum að vita hvaða fólk þetta er.Að sjálfsögðu man maður eftir mörgum,en betra væri að sjá þetta á prenti.

Númi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 20:28

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Núma og þetta með flokksræðið er ekki lýðræði og því ber okkur að hnekkja þessu nú þegar ef ekki með góðu þá með illu!

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 20:31

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

já:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

nei:

Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman

greiðir ekki atkvæði:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir

Páll Vilhjálmsson, 11.11.2010 kl. 20:31

10 identicon

Páll Vilhjálmsson, haltu frekar áfram að ljúga að fólki eins og þér einum er lagið, vegna ESB mála !!!

Segðu okkur frá hver er að borga þér fyrir þessar lygar ?

Kvótakóngar og eigendafélag bænda ?

JR (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 20:38

11 identicon

Fínt að fá þennan nafnalista,svo er önnur spurning.Hverjir voru kallaðir inn fyrir aðra inná þing í þessari ESB-atkvæðagreiðslu.?

Númi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 20:44

12 identicon

Palli er ekki einn í heiminum. Nei, hann á nokkra jábræður seem ýmist skrifa undir nafni eða ekki. Ein spurning hlýtur að vakna. Umræður um aðildarumsóknina voru langar og strangar. Fjölmargir þingmenn stjórnaranstöðunnar spurðu utanríkisráðherra um atriði sem snerta aðildarumsóknina. Ráðherrann svaraði þeim og umræður urðu miklar. Um allt þetta má lesa á vef utanríkisráðuneytisins. En hvergi er minnst á þátt forsetans eða stjórnarskrárbrot. Enginn minnist á eða spyr um nýjustu uppgötvun framkvæmdastjórans, hans Palla. Palli er ekki löglærður maður meir að segja Vigdís Hauksdóttir veit mikið um lögfræði miðað við Palla. Aldrei hefur verið rætt um stjórnarskrárbrot á Alþingi. Nei, það gerir bara Palli sem er ekki einn í heiminum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 21:39

13 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Samfylkingin ætlar bara sér með góðu eða illu að komast inn í þetta bæli..hvernig sem menn tauta og raula..skal spillingin fara inn..hún (Samspillingin) hefur þetta mál á dagskrá..og varla annað..og hún ætlar að sýna þjóðinni hver ræður..en það er Samfylkingin sem er að sækja um aðildina..ekki Íslenska þjóðin.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.11.2010 kl. 21:53

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JR og Hrafn: Eigið þið einhver innlegg í umræðuna utan ad hominem athugasemda?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 21:56

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samfylkingin er að vinna gegn lýðræðinu það er orðið ljóst og Össur er löngu komin úr sambandi við almenning í þessu landi!

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 22:19

16 identicon

Hrafn.  Og hvers vegna ætti einhver að taka mark á "starfsmanni" eins og þér sem ert settur til höfuðs Páli til að trölla síðuna með slíku rugli að hálfa væri mikið meira en nóg..???  Afar kunnugleg vinnubrögð Samfylkingarspunatrúðana sem náði hámarki í Baugsvörninni á sínum tíma.  Geðveikisaðdróttanirnar eru næstar í leiðbeiningabæklingum.  Spunatrúðarnir fara að sinni einstöku rökræðusnilld í manninn og þykjast ekki hafa hugmynd um að þetta er boltaleikur.  Enda nenna fæstir að svar slíkum brekkum, eins og gefur að skilja. 

Ef eitthvað hefur selt mér að Evrópusambandsinngangan er eins heimsk og hún framast geta verið, er að lesa eitthvað af innleggjum þínum og blogglúðrasveitar Samfylkingarinnar sem áður gekk á göflunum að reyna að selja þjóðinni aðgöngumiðann í ESB með Icesave.  Með 1.8% árangrinum heimsfræga, sem er háðuglegasta afgreiðsla sem nokkur flokkur og stjórnvöld hafa fengið frá nokkurri þjóð.  Það vill svo til að fyrir venjulegt fólk er texti laganna afar skýr og vonlaust að misskilja, og hittir ykkur svo yndislega í endann, og væri tær snilld ef hægt væri að koma í veg fyrir meiri sóðaskap á jafn einföldu atriði.  Að það er hugsanlega einhver aðrir jafn heimskir lögmenn og þá stjórnvalda er stórkostleg rök, og komast örugglega á topp 10 listann.  En ljóskastari eins og þú veist mikið betur og væntanlega að það er alger óþarfi að fara að lögum og reglum frekar en eigandi Samfylkingarinnar Jón Ásgeir og auðrónahyskið.  Ef að hefðin hefur verið sú að sniðganga Stjórnarskránna eftir hentugleika,... þá vill svo til að "Nýja Ísland" var upphafið af nýjum og siðlegum vinnubrögðum.  Guð gefi að það verði nákvæmlega á þessu máli sem verður reynt á lögin og umgengnina við þau. 

Þó allir hinir fari yfir á rauðu ljósi, þá þýðir það ekki að þér leyfist það.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:48

17 identicon


Sleggjan...os.frv. 

Við fengum líka að kjósa um Icesave samninginn.... Eða var það ekki... ?????

 Kosningarniðurstaðan þá var jafn andskoti bindandi og sú sem stendur þjóðinni til boða eftir að öllum ESB milljörðunum hefur verið eytt í áframhaldandi lygar snákaolíusölumanna Evrópusambandsins.

  Einhverra hluta vegna þorði Samfylkingin ekki að samþykkja lagafrumvarp varðandi það að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði bindandi, heldur að aðeins að um skoðanakönnun yrði að ræða, sem þau þurfa ekki að taka nokkuð mark á frekar en Stjórnarskránni.  Sama gerðu Bretar og Hollendingar í Icesave samningnum glæsilega.  Stjórnvöld skrifuðu uppá að þjóðirnar tvær þurfa ekki að virða neinar dómsniðurstöður nema að þær eru þeim í hag.  Samfylkingin skrifaði upp á þann opna víxil vegna þess að hann er aðgöngumiðinn dýri í Evrópusambandið. 

Og hverju skyldi nú sæta að Samfylkingin treystir ekki þjóðinni til að eiga seinasta orðið og hindraði að lagafrumvarp þess eðlis næði fram að ganga, frekar en þegar hún felldi tillögu um að þjóðin yrði spurð fyrst um hvort hún hefði áhuga á að fara í könnunarviðræðurnar upplognu sem reynist vera ósamþykkt aðlögunarferli..???  Hverju veldur að Samfylkingin hefur tekið sér einhliða rétt að ætla að hafa vit fyrir þjóðinni með að bjóða henni að taka þátt í skoðanakönnun sem hefur úrslit sem hefur ekki neina lagalega þýðingu..????   Eftir að ESB farsinn hófst, hrapaði virðing þjóðarinnar á Alþingi úr tveggja stafa tölu niður í 9%.  Og hefur aldrei mælst minni.  Ekki einu sinni hrunsþingið.  Heil 9% þjóðarinnar ber traust til þessa aðila að taka ákvörðun fyrir þjóðina, sem má síðan deila í með 2.  Og líkurnar á að meirihlutavilji þjóðarinnar verði til þess að ákveða um inngöngu í ESB ef Samfylkingin er við völd, -  er .......??????

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:53

18 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=cAhiP2__B2U&feature=player_embedded#!

SOS (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:51

19 identicon

K (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 10:54

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur.

Þó að þjóðaratkvæðisgreiðslan er ekki bindnandi þá hafa þingmenn XS gefið það út að þeir munu virða vilja þjóðarinnar. Svo var það Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð í vegi breytingar í sambandi við að gera þjóðaratvkæðsigreiðslu bindandi. Ekki XS.

Við erum að kanna hvað er í boði. Þ.e við fáum samninginn til að kjósa um. Þóo að við þurufm að bæta stjórnsýsluna þangað til er bara gott mál. Enda fékk íslenska stjórnsýsla falleingkun í skýrslu rannsóknarnefnd alþingins.

Svo var XS ekki að blekkja einn né neinn. Ef þú ert þingmaður og ert með meira en hálfa milljón á mánuði. Og þú átt að greiða atkvæði um ESB. Þá er það minnsta sem þú getur gert er að kanna það hvað felst í aðildarumsókn. Ekki fara að væla einsog smákrakki og kenna XS um allt.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 13:08

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og treystu mér það er ekki ESB að kenna að Alþingi er ekki með neitt traust. Það er Alþingismönnunum sjálfum að kenna. Þeir haga sér allir einsog smákrakkar. Bæði stjórn og stjórarandstaðan.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband