Semur ESB fyrir hönd Íslands?

Strandríkin fjögur í Norður-Atlantshafi, Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur standa frammi fyrir því verkefni að skilgreina nánar, innan gildandi alþjóðaréttar, hvernig skuli fara með umráðaréttinn á hafsvæðinu sem löndin liggja að. Löndin fjögur standa öll utan Evrópusambandsins.

Þótt Ísland ákvæði að ganga í Evrópusambandið myndi verkefnið ekki breytast. Það sem myndi hins vegar breytast væri að Ísland hefði ekki sjálfstæða aðkomu að málinu. Framkvæmdastjórnin í Brussel og utanríkisþjónusta ESB myndi semja fyrir hönd Íslands, alveg eins og embættismennirnir á meginlandinu koma fram fyrir hönd írskra og skoskra sjómanna í makríldeilunni við Íslendinga og Færeyinga.

Framsal á samningsrétti í hafréttarmálum er framsal á fullveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og þá yrði samið með hagsmuni Evrópusambandsins í heild í huga (lesist stóru ríkjanna innan sambandsins) en ekki Íslands sérstaklega eins og væri ef við hefðum sjálfstæða aðkomu að málinu eins staðan er nú.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.11.2010 kl. 10:20

2 identicon

Þar með yrði Ísland búr í eldhúsi evrópu, þangað yrðu aðföngin sótt til nota fyrir hina.

Nýfundnaland fékk að finna fyrir þessu þegar það var innlimað inn í ríkjasamband Kanada. Í dag eru auðlindir Nýfundnalands í höndum Kanada manna og ekkert stoppar við á efnahagsreikningi Nýfundnalendinga. Afleiðingin er að ekkert fjármagn er til að standa að atvinnusköpun og framleiðslu og landið er orðin hnignandi útnára sveit í ríkjasambandi Kanada.

Njáll (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:48

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það yrði stórslys ef þetta yrði raunin. Ég vil því að við drögum öll samskipti við ESB til baka og þar á ég við EES samninginn líka. Við erum eyríki og hvernig datt mönnum þessi vitleysa í hug upphaflega. Matvæli eru og verða allta auðseljanleg. Það vissu bónusfeðgar.

Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 11:05

4 identicon

Já auðvitað eigum við ekki að láta aðra sjá um okkar sjálfstæðismál. Og sammála því að best væri að segja upp samningnum um EES, hann hefur verið allt of dýru verði keyptur nú þegar.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Tillaga til fundar.

Strandríkjaráðstefna Heimsýnar haldin 5.nóv.á Grand Hotel skorar á ríkisstjórnir Grænlands,Íslands,Noregs og Færeyja,að mynda sameiginlega,ráð til að verja landfræðilegan rétt ríkjanna til yfirráða á N-Atlantshafs-svæðinu.

Þar sem að þú Páll Vilhjálmsson ert einn að þeim,sem standa að ráðstefnunni,vil ég að þú leggir tillögu þessa til fundarins.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.11.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband