Lýðræði í ESB er upp á punt

Evrópuþingið er skipað 736 þingmönnum sem ýmist funda í Brussel eða Strassborg í Frakklandi með tilheyrandi bruðli og kostnaði. Ísland fengi fimm þingmenn eða 0,7 prósent áhrif á þinginu.

Í Evrópu nenna fæstir að kjósa til Evrópuþingsins. Árið 1979 var fyrst kosið til þingsins og var kosningaþátttaka rúm 60 prósent. Í fyrra var síðast kosið og var kosningaþátttaka 43 prósent.

Hallærislegast við Evrópusambandsþingið er þó að þingmenn þar mega ekki leggja fram lagafrumvörp. Einkaréttur á framlagningu lagafrumvarpa er í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Og þá stjórn hefur enginn kosið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

19,64 prósent kosningaþátttaka var í Slóvakíu. Þetta hlýtur að teljast kraftaverk lýðræðisins, Páll minn.

En líklega vita Slóvakar að þetta er bara skrípaleikur. Þeir þekkja svona eins flokks lýðræðiskerfi að innan frá því að þeir voru undir Sovétríkjunum. Går den så går den!  

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Við gætum ýmislegt  kennt þeim t.d. að bruðla því þar erum við í sérflokki. Svo gætum við hjálpað þeim að eyðileggja stjórnsýsluna og við gætum kennt þeim spillingu. Þannig að ég er þér sammála, við eigum erindi þangað inn þó að ''evrópuþingið '' sé ''hallærislegt''. Kannski gæti Katrín Jakobsdóttir orðið kommissar nú eða Halldór okkar Ásgrímsson.

Einar Guðjónsson, 28.10.2010 kl. 22:04

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einar, nei Evrópusambandið er okkur miklu fremri þegar kemur að spillingu. Það tekst t.d. ekki öllum að klúðra málum þannig að fá ekki bókhaldið sitt samþykkt af endurskoðendum í 14 ár samfellt og gera ekkert í því að laga það. Reyndar er staðan svo slök hjá sambandinu að stofnun þess sem á að berjast gegn spillingu hefur verið sökuð um spillingu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.10.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þarna gætu þau Ingibjörg Sólrún og Össur fengið gott starf og Þorgerður Katrín gæti flotið með þeim. Þá eru enn tvö sæti laus fyrir einhverja góða og trausta vini þeirra.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.10.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hjörtur ef rétt reynist ( sem ég trúi nú ekki ) þá þurfa þeir okkur líka því hér erum við með endurskoðendur á '' heimsmælikvarða''.

Einar Guðjónsson, 29.10.2010 kl. 01:12

6 identicon

Hér eru nokkrar fyrirsagnir og formáli úr langri grein um "ágæti" spillingarinnar innan Evrópusambandsins.:

http://www.democracymovementsurrey.co.uk/dyk_waste.html

+ EU Corruption and Waste

+ EU Spending is Riddled with Corruption

Matthew Elliott and Dr Lee Rotherham recently unearthed a staggering £101 billion of government misspending in the UK - all paid for the taxpayer – in The Bumper Book of Government Waste 2008. Building on their previous research, a new paper for Global Vision investigates one of the major culprits behind the growing mountain of waste – the European Union. In a highly bureaucratic culture open to abuse, fraud and corruption, Elliott and Rotherham found that:

+ 1 Million Euros a day stolen from EU

According to the German magazine Der Speigel, fraud committed in Brussels amounts to 1 million euros per day. There are currently 400 investigative procedures pending against EU officials. The Commission claims that corruption is no more widespread in Brussels than anywhere else, but the budget expert for the German CDU in the European Parliament, Inge Grassle, describes this view as "laughable". The magazine quotes UK MEP Daniel Hannan as saying "If the European Commission were a company, all the commissioners would be in prison". All Commissions since 1999 (when Jaques Santer's team all resigned over corruption) have promised to fight corrupton, and all have failed. The present anti-corruption commissioner, Siim Kallas, was himself embroiled in a major financial scandal in the 1990's (at least he has practical experience). Even the Commission admits that 320 euros have been stolen - nearly 1 million per day. The true figure is probably much higher - see below.

( European Journal, Oct 07; Der Speigel 27.8.07)

+ EU fails to have its accounts signed off for the 14th consecutive year – Might not be signed off before 2020

+ EU Commission Forced to Resign

+ Cost of Just One EU Directive

+ Fraud in the Common Agricultural Policy

+ EU Waste

+ Fraud and Waste in Foreign Aid

+ Fraudsters steal £2million a day

+ Marta Andreasen - whistle-blower

+ Something Rotten.......?

+ If they don't Steal it, they Waste it- a moving story

+ EU Cash melts away after Cold War

+ Completely Bulgared

+ Why do we keep pouring money into this corrupt and wasteful EU? If we leave, they could go on stealing and wasting their own money, but not ours.

We will Leave the European Union - when we see it for what it is.

 ------

Skylduáhorf fyrir bæði ESB sinna og andstæðinga.:

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 01:44

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir og sérstaklega með Sigurði en þetta er bara vettvangur pólitíkusa en þeir munu hafa glæsta framtíð á svona þingi. Þeir þura ekkert að gera annað en að opna paytjekkin og engar áhyggjur. Þetta verða laun fyrir að svíkja Ísland inn í ESB. Glæst framtíð. 

Valdimar Samúelsson, 29.10.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband