Derringur í gerviheimi

CCP er fyrirtæki sem selur aðgang að gerviheimi tölvuleikja. Forsvarsmenn CCP tala gjarnan um þann heim sem venjulegt fólk hrærist í sem kjötheima. Í gerviheimi CCP er hægt að búa til nýjan gjaldmiðil, öðlast eilífa æsku og fleira gott í þykjustunni. Íslenskt hugvit og íslenskri fjármunir bjuggu til CCP.

Þegar forstjóri CCP segist hafa lagt niður krónuna því hún þvælist bara fyrir og talar niðrandi um neyðarráðstafanir gjaldeyrishafta ruglar hann saman kjötheimum og gerviheimi.

Í kjötheimum er ekki hægt að láta forritara breyta leikreglunum, bara af því að tölvumerði finnst það sniðugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú tilhneigingu til að taka mark á þessum manni.

Hann rekur fyrirtæki. Það geri ég ekki og ég held ekki höfundur færslunnar.

Mér finnast ábendingar hans merkilegar.

Hvers vegna vilja Íslendingar aldrei hlusta á ábendingar þeirra sem ef til vill hafa eitthvert vit á umfjöllunarefni sínu?

Væri ekki betur komið fyrir þessari dapurlegu þjóð ef það hefði verið gert?

karl (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Bankarnir voru undir stjórn fagmanna sem kunnu rekstur eins og framkvæmdastjóri CCP, er það ekki rétt munað?

Páll Vilhjálmsson, 27.10.2010 kl. 10:41

3 identicon

Bankarnir voru afhentir glæpamönnum.

Sé enga ástæðu til að líkja þeim lýð við þennan framkvæmdastjóra sem ég tek fram að ég þekki ekki neitt.

Karl (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:10

4 identicon

Nei, þetta er ekki rétt munað Páll. Er minnið farið að gefa sig?

Bankarnir voru undir stjórn vanhæfra mann, en ekki fagmanna. Og vinir þínir Sjallarnir bera ábyrgð á því.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 12:58

5 identicon

Páll minn, þú ert ótrúlega ómerkilegur og lágkúrulegur. Hér er maður sem rekur fyrirtæki á aljóðlegum markaði að tjá sig um gjaldeyrismál. Hann bendir á augljósa vankanta þess að notast við örmynt sem sveiflast eins og jójó miðað við aðrar myntir. Þetta hafa aðrir séð. nefna má Vinnslustöðina í Eyjum sem er sjávarútvegsfyrirtæki eins og þú veist kannski. Hvert er nú svar Páls okkar? Jú , hann bendir á að að tölvuleikir séu gerviheimur!!! Hverju hefði hann svarað forstjórum Vinnslustöðvarinnar? Kannski, vörur ykkar eru dauður fiskur!!Færeysk króna og dönsk króna eru beintengd evrunni. Hvað myndi Páll segja?Danir hafa fórnað sjálfstæði sínu á altari skriffinna í Brussel.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:47

6 identicon

Sennilega er það mjög sniðugt að vera gera lítið úr þessu fyrirtæki og sýna fólkinu sem þar vinnur lítilsvirðingu.  En hafðu hugfast að þessir "tölvumerðir" eru að skapa störf og verðmæti.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:27

7 identicon

Hrafn Skarphéðinsson. 

Spurning.:  Hvers vegna eru þá Færeyingar og Grænlendingar ekki í ESB, ef dýrðin er slík og Danirnir geta kvittað upp á það, og hvers vegna eru Norðmenn heldur ekki innan ESB...???

Svar.:  Þeir hafa nákvæmlega sömu hagsmuni að verja og við.

Öllum málsmetandi sérfræðingum ber saman að taka upp evruna tekur okkur einhver 20 - 30 ár og það gerð Jóhanna og Samfylkingin líka áður en "Alþingi" var þvingað að samþykkja að "kíkja í pakkann."

Samkvæmt nýrri könnun gerð í öllum ESB löndum segist meirihluti íbúa þeirra vera óánægðir með veruna innan ESB og hún er ekki að hinu góða, sem og að evran er ekki að hinu góða fyrir þau og þjóðina.  Hverju veldur að Evrópuhrafnar og snillingar gerðir út af aumum Össuri sem er langt kominn með að klára sitt pólitíska sjálfsmorð, ESB og Samfylkingunni, vilja ekkert um þessar ótrúlegu staðreyndir ræða, og hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar að vera svo miklir hálfvitar að stökkva björgunarbeltislausir ofan í hálfsokkinn ESB björgunarbátinn...??? 

Fólk er ekki fífl, enda segist aðeins Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB.  Aðeins 19%....  og það er örugglega Dabba vonda að kenna (þakka)... (O: 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:44

8 identicon

Gjaldmiðillinn í gerviheimum CCP heitir enn „ISK“ en ekki „EUR“.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband