Trúnaður á milli kjósenda og flokka

Í siðuðu stjórnmálasamfélagi verða kjósendur að treysta því að stefna stjórnmálaflokks haldi eftir kosningar, að flokkur snúist ekki í 180 gráður um leið og hann kemst í tæri við völdin. Svigrúm sem stjórnmálaflokkar hafa til að mynda samsteypustjórnir og miðla málum sín á milli er hluti af hinu lýðræðislega ferli. Grundvallarmál stjórnmálaflokks geta ekki verið hluti af þeirri málmiðlun.

Flokkar sem fara fram með annað hvort eða mál mega vita að nái þeir ekki meirihlutafylgi verið þeir að gefa málið eftir. Samfylkingin fór fram með aðild að Evrópusambandinu í kosningunum 1999, 2003 og aftur 2007. Í hvert sinn sló flokkurinn málið af strax í kosningabaráttunni þar sem engar líkur voru á meirihlutasamstöðu.

Eftir kosningarnar 2009 bilaði trúnaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við kjósendur sína. Forysta Vg féllst á afarkosti Samfylkingar um að veita stuðning þingsályktun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Forysta Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs þarf að laga bilunina frá vorinu 2009 áður en það verður um seinan. 


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband