Þjóðaratkvæði um aðlögun að ESB og Vigdís

Vigdís Hauksdóttir hafði frumkvæði að þingsályktunartillögu um að aðlögunarferlið að ESB sem samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar stendur fyrir verði borið undir þjóðaratkvæði. Tillagan gerði ráð fyrir að gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar samhliða kosningum til stjórnlagaþings í lok nóvember.

Nýsamþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslur gera ráð fyrir þrír mánuðir hið minnsta skuli líða frá því að alþingi samþykkir að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Vigdís viðurkenndi mistökin þegar henni var bent á þau.

Tillaga Vigdísar og sexmenningana sem eru með henni er jafngóð þótt dagsetningar séu færðar til. Þjóðaratkvæði um aðlögunarferlið í janúarlok eða febrúar er hið besta mál.

Þjóðaratkvæði um aðildarferlið er sáttaboð sem sérstaklega er beint til Samfylkingar og Vinstri grænna. Það væri óráð fyrir stjórnarflokkana að hafna boðinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson .

Ef þú átt hlut að máli þá er málið vonlaust !

Svona hefur það verið og verður áfram !

Segðu okkur hver tengsl þín eru við eigendafélag bænda og kvótaeigendur ?

JR (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Björn Birgisson

Það hefur komið fram í könnunum að meirihluti Íslendinga vill að viðræðum við ESB verði haldið áfram og að þeim loknum fái þjóðin að kjósa um aðild eða ekki aðild. Nú hafa 7 þingmenn, undir forustu Vigdísar Hauksdóttur, lagt fram sýndartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um að viðræðunum verði hætt. Kosið skuli um það samhliða kosningum til Stjórnlagaþings.

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, fór mikinn á Rás 2 seinnipartinn, en þar var hún að reyna að verja sig og sína samflutningsmenn í þessu eina hallærislegasta máli þingsögunnar. Þetta gleymdist sagði hún og hún sagðist ekki hafa munað eftir því að þriggja mánaða frestur verður að vera frá því að þingsályktunartillaga er samþykkt, þangað til að hægt er að greiða þjóðaratkvæði um hana.

Bara gleymdist! Látum það nú vera. Tillagan sem slík hefði betur gleymst í heild sinni.

Gullfiskaminni, er það ekki einmitt svona?

Ekki bara hjá Vigdísi, heldur hjá hinum sex sem kvittuðu undir gjörninginn! Traustvekjandi?

Ég hefði átt að vita þetta sagði Vígdís, sem er lögfræðingur að mennt og samþykkti sjálf lögin á sínum tíma, sem hún svo steingleymdi að reikna með!

Gerist þetta nokkuð betra?

Réttast væri að Vigdís Hauksdóttir segði af sér þingmennsku eftir þetta stórheimskulega upphlaup, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og opinberun á vanþekkingu og ótrúlegri vankunnáttu í nýsettum lögum. Lögfræðingurinn sjálfur!

Almennilegur formaður flokks mundi reka hana úr flokknum, væri honum á annað borð annt um flokkinn sinn og hans standard. Það gerist auðvitað ekki, en ég er viss um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dauðskammast sín fyrir þessa uppákomu.

Þessi stúlkukind er einn af mörgum smánarblettunum sem draga virðingu Alþingis í svaðið um þessar mundir. Ekki veit ég í hvaða skotgröf hún er, en ljóst að þar nær drullusvaðið að hnjám, gott ef ekki upp á mið læri.

Þetta er ein hallærislegasta lýðskrumsuppákoma sem ég man eftir úr þingsögunni og er þá nokkuð langt til jafnað.

Þessir fluttu tillöguna heimskulegu og treystu sér til að ljá henni nöfn sín:

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður, en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgaraflokksins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG,  Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks.

Sannkallað þungavigtarlið. Allt með gullfiskaminni! Guð blessi Ísland!

Hvort á nú að hlæja eða gráta? 

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 23:32

3 identicon

Já Björn.

Það er best að enginn játi á sig mistök. Þannig er það alltaf hérna og við viljum náttúrulega halda því við! Annað væri kannski jafnvel uppbyggilegt.

Dagga (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 00:06

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað á að kjósa um þetta stórmál, annað er algerlega óásættanlegt. Það mun aldrei nást sátt um þetta ferli, sem á eftir að standa í að minnsta kosti tvö ár enn, ef ekki er kosið.

Þeir sem aðhyllast þetta ferli ættu ekki að þurfa að óttast kosningar ef þeir eru svo sannfærðir um niðurstöðun sem Björn Birgisson.

Við hinir sem erum á móti erum hins vegar verulega áhyggjufullir, þetta er í raun síðasti séns til að stöðva þessa óheillaþróun. Eftir að ESB hefur komið af stað hinni svo kölluðu kynningarstofu sinni, sem er í raun áróðursmaskína þeirra, verður vart aftur snúið. Sama hver niðurstaðan úr viðræðunum verður, mun enginn hafa getu til að standa gegn áróðri frá Brussel!! Þjóðverjar eru meistarar í þeirri grein!

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2010 kl. 09:26

5 identicon

Hörmulegt að jafn efnileg stjórnmálakona og Vigdís Hauksdóttir skuli sýna af sér slíka öfga og dómgreindarskort.

Mér hefur litist vel á það sem ég hef til hennar séð.

En sennilega gengur hún fyrst og fremst erinda kyrrstöðuaflanna sem hefta vilja allar breytingar og hafa gjörsamlega tapað sér í þjóðrembu og einangrunarhyggju.

Dapurlegt.

Karl (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 09:30

6 identicon

Brynjar.  Villtu ekki orð þetta á þrjá ólíka vegu, og ef þú ert fær um það, heldurðu að Hannes réði ekki við slíkt hið sama svona til að flækja málið fyrir ykkur spæjarana...????  Nema að leikurinn er til þess gerður hjá tríóinu að halda ykkur uppteknum við aukaatriðin og svarið skrifunum aldrei efnislega...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:33

7 identicon

Úpppsss... innleggið á undan fór í ferðalag...  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband