Þjóðaratkvæði til sáttar

Samfylkingunni hafnaði tillögu á alþingi i júlí 2009 um að fram færi þjóðaratkvæði um hvort Ísland sendi aðildarumsókn til Evrópusambandsins. Án umboðs þjóðarinnar sendi Samfylkingin og þingmenn Vg sem sviku stefnuskrá og kjósendur sína umsókn til Brussel. Afleiðingin var fyrirsjáanleg; umsóknin og aðlögunarferlið að Evrópusambandinu er pólitísk borgarastyrjöld sem yfirgnæfir önnur málefni.

Með þingsályktunartillögu Vigdísar Hauksdóttur og sex annarra þingmanna fær Samfylkingin tækifæri til að bæta fyrir mistökin sumarið 2009 þegar lagt var upp í ESB-leiðangur á fölskum forsendum. Þingmenn Vg ættu að hoppa hæð sína af kæti þar sem þeir geta núna rekið af sér slyðruorðið.

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur er til sátta. Ríkisstjórnarflokkarnir ættu að taka útréttri hönd.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En fyrst þarf að draga umsóknina til baka. Svo þurfa að líða 10 ár þar sem staðfestur er óyggjandi einlægur vilji 75% kjósenda fyrir því að ganga í Evrópusambandið.

En fyrst þarf að setja lög um að allar þjóðaratkvæðagreiðslur sem miðast að því að gefa kjósendum tækifæri á að kjósa lýðræðið undan þjóðinni, verði bannaðar.

Þá fyrst er hægt að skoða málið.  

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband