Verkalýðshreyfingin hefur sýnt ábyrgð

Misserin eftir hrun hefur verkalýðshreyfingin sýnt ábyrgð og ekki farið fram með kröfur um launahækkanir. Kreppan, mæld í atvinnuleysi, varð ekki djúp. Atvinnuleysi hér er rúm sjö prósent sem er lægra en í ESB-löndum þar sem hún mælist um tíu prósent.

Þolinmæði verkalýðshreyfingarinnar hlýtur að vera takmörk sett og veturinn sem í hönd fer gæti orðið erfiður. Tvö atriði sem ríkisstjórnin gæti gert til að skapa forsendur fyrir hóflegri og skynsamri niðurstöðu á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi að sýna dug og forystu í uppgjöri við hrunið. Stórkostlegt klúður alþingis, og Samfylkingar sérstaklega, á ráðherraábyrgð veit ekki á gott.

Í öðru lagi, og þetta er mikilvæga málið, er að ríkisstjórnin gefi trúverðug fyrirheit um að landið sé að rísa í efnahagslegu tilliti. Líklega er það óraunsætt að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gefi trúverðug fyrirheit.


mbl.is Fréttaskýring: Vilja hækka öll laun og tengja við aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Sem launamaður er maður auðvitað orðinn uggandi um sinn hag, sífellt dýrara verður að kaupa nauðsynjavörur og margir þurfa orðið matargjafir. Það er ömurlegt.

Mesta tragedían er þó sú að þessi ríkisstjórn er algerlega ófær um að leysa úr vandanum, sama hver litið er. Ef almenningur hefði ekki tekið sig saman og farið fram á þjóðaratkvæði um Icesave og svo fellt þá firru væri staðan enn verri. Fjármálaráðherra sem segir að hagvöxtur sé þegar samdráttur er enn ríkjandi er starfi sínu ekki vaxinn. Laug hann eða vissi hann ekki betur? Sama hvort svarið er, útkoman er sú að hann þarf að hætta. Ætli sé hægt að senda hann til Bretlands eða Hollands til að vinna af þjóðinni einkaskuldina Icesave? Steingrímur heldur einnig áfram að fá lán þó þau séu skaðleg og algerlega óþörf. Svo hefur Seðlabankinn stýrivextina alltof háa svo við þurfum alveg örugglega að greiða útlendingum formúu í vaxtakostnað :-) Frábært!!

Ríkisstjórnin gefur fyrirheit en þau eru flest einskis virði. Í mars sögðu ráðherrar að búið væri að leysa skuldavandann. Staðan nú sýnir glögglega að ríkisstjórnin skildi ekki vandann þá frekar en nú og getur þ.a.l. ekki leyst hann. Atvinnurekendur eru mjög svartsýnir og því ekki líklegt að þeir bæti við sig fólki nema síður sé. Svo er vert að benda á, eins og sumir bloggarar hafa tekið eftir, að verulegt falið atvinnuleysi er hér. Bankakerfið er enn alltof stórt sem og ríkið sjálft og sveitarfélögin. Hvað er það annað en atvinnubótavinna að kyngreina fjárlög? Í nánast sömu andrá er svo heilbrigðiskerfið nánast lagt niður og þar með mörg kvennastörf? Þarf þá fleiri femínista til að kyngreina fjárlögin svo þetta gerist ekki aftur? Hvenær lýkur kyngreiningunni?  Svo þarf ábyggilega líka ríkisrekna femínista til að passa upp á ríkissaksóknara.

Svo er þarft að hafa í huga að alls staðar í kringum okkur er staða mála heldur að skána en hér heldur samdrátturinn bara áfram :-( Er það nú Sjálfstæðisflokknum að kenna eða kannski AGS? Hvorum aðilanum skyldi nú ríkisstjórnin kenna um?

Jon (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband