Tengdir viðmælendur RÚV

RÚV dregur tilbaka frétt um mann sem tók lán, kenndi sjálfum sér um lántökuna og kvaðst sáttur við úrræði stjórnvalda. Ástæðan fyrir afturköllun fréttar er að maðurinn er tengdur stjórnmálaflokknum Vg. RÚV leggur hér línur um nýjan staðal fyrir fréttir.

Þegar RÚV fjallar næst um Evrópumál og talar hún ekki við Eirík Bergmann en hann er tengdur Evrópusambandinu ár og síð sem starfsmaður og styrkþegi. Annar talsmaður Evrópusambandsins, Baldur Þórhallsson, fær heldur ekki innhlaup í RÚV þar sem hann er varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Fróðlegt verður að fylgjast með samkvæmni RÚV í beitingu hins nýja staðals um hverjir komast í fréttir með sín mál.


mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allt í fína að tala við fólk sem hefur ákveðnar skoðanir og þá oft líka einhverjar tengingar hingað og þangað.

Það á bara ekki að láta eins og þetta fólk sé hlutlaust.

og þá sérstaklega að gæta þess að báðar hliðar mála fái að heyrast.

það kann ekki RUV.  'otrúlegt en satt.

Gott væri ef þetta myndi skána.

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Og þá væntanlega einnig Heimssýn og þá sem þar eru í forsvari. Eiga ekki sömu reglur að gilda um alla?

Sigurður Hrellir, 15.10.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Hvumpinn

Líka fróðlegt að vita hvort félagaskrá Heimóttar (Heimssýnar) verður til með slembiúrtaki úr þjóðskrá.  Frú Hvumpin fékk sent "Félagsbréf" Heimóttar áritað til sín.  Hún hefur aldrei gengið í þau samtök og hyggst ekki gera.

Hvumpinn, 15.10.2010 kl. 15:14

4 identicon

Mjög rétt hjá þér.

Þessari nýju línu verður ómögulegt að fylgja.

RÚV hefur þarna gefið á sér höggstað sem margir munu nýta óspart.

Meiriháttar mistök.

Karl (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

RÚV getur talað við Eirík og Baldur eða hvern sem er, en ef viðtalið er ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar ber að gera grein fyrir hverjir þeir eru og gefa andstæðum sjónarmiðum sama svigrúm.

Þessi krafa gæti þó verið þung í vöfum fyrir Hallgrím Thost sem raðar samfylkingarmönnum og ESB-sinnum í laugardagsþátt sinn.

Kynningin gæti hljómað einhvern veginn svona: Hjá mér í dag er samfylkingarforkólfurinn ólispóli, ESB-sinninn gunnatunna og samfylkingarþingmaðurinn og ESB sinninn aggigaggi. Við ætlum að fjalla um það sem hæst bar þessa viku: frábæra frammistöðu Össurar á þingi SÞ, vináttu viðræður um makrílveiðar við ESB og óábyrgar ásakanir á hendur Samfylkingunni um þátttöku í Hruninu. Líkleg vinnst ekki tími til að taka síðasta liðinn fyrir enda óþarfi því Samfylkingin var alls ekki þátttakandi í Hrunstjórninni.

Ragnhildur Kolka, 15.10.2010 kl. 16:15

6 Smámynd: Skarfurinn

Fannst þetta líka ótrúverðugt og furðulegt hjá þessum Tryggva sem RUV ræddi við. Maðurinn er búinn að nýta sér þau úrræði sem stjórnvöl bjóða eins og greiðsluaðlögun og frystingu lána og segist ánægður með þróunina. Svo í lokin segir hann ég á þó mína íbúð og er í góðum málum, en bíðið við skuldar maðurinn ekki rúmar 25 milljónir sem þurfti að frysta þar sem hann réð ekki við afborganir ? og miðað við myndir sem fylgdu fréttinni þá er sú upphæð sennilega hærri en verðið á kofanum; semsagt hann á ekki neitt í kofanum, bara risa skuld.

Skarfurinn, 15.10.2010 kl. 16:16

7 identicon

Alveg hárrétt athugað hjá þér Páll.

Þetta er alveg ótrúlegt og reyndar alveg nýr staðall hjá RÚV, af því að einn af viðmælendum RÚV í gærkvöldi hafði verið félagsmaður í VG og gengt þar einhverri trúnaðarstöðu, þá taldi eini og helsti ríkisfjölmiðill landsins að hann þyrfti að biðjast sérstakrar afsökunar á því að hafa haft viðtal við þennan "hlutdræga alþýðumann" og leyft honum að tjá skoðanir sínar hindrunarlaust.  Ég veit ekki betur en að fólk úr öllum stjórnmálaflokkunum hafi mjög mismunandi skoðanir á úrlausn þessa skulda- og húsnæðisvanda heimilanna. 

En engu líkara en þetta væri væri holdsveikur maður árið 1820, eða illræmdur félagi í hryðjuverkasamtökum eins og AL Quieda, þá biðjast þeir afsökunar á því að hafa leyft honum að segja sínar skoðanir.

En í mesta ágreiningsmáli Íslandssögunnar ESB umsókninni hefur þessi Ríkisfjölmiðill trekk í trekk haft einstefnu viðtöl ug áróðursumræður við hina og þessa svokallaða ESB "sérfræðinga" og ESB dindla sem svo hefur komið í ljós að eru allir skráðir og vel tengdir inn í Samfylkinguna, eina opinberlega ESB trúboðið á Íslandi.

Aldrei hafa þeir séð neina sérstka ástæðu til að biðjast einhverrar afsökunar á þeim ósóma og sífelldum og endurteknum hlutleysisbrotum sínum gagnvart ESB áróðri sínum.

En kannski einmitt þarna skjóta þeir sig í fatlaða fótinn illilega og verða berir af því að þessu verður að breyta, ef fólk á almennt að geta treyst þessum "óháða" en hlutdræga ESB ríkisrekna fréttamiðli !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 16:29

8 identicon

Er það tekið fram í Kastljósi að Helgi Seljan var kosningastjóri Samfylkingarinnar á Austurlandi...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 17:48

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Álit einhvers, sem tilheyrir "hættulegum" flokkum og sjónarmiðum að mati flokkaklíku-fólks úr öllum áttum segir mér að ef ekki verður hætt þessu leikskóla-þrefi um flokka-þetta og flokka-hitt getum við öll byrjað að grafa okkar eigin gröf í bókstaflegri merkingu! Og með hníf og gaffli en ekki skóflu eða gröfu!!!

Við Íslendingar högum okkur eins og hálf eða ó-vitar í tilgangslausum varnarslag flokka frekar en þjóðar?

þetta er tortímingar-aðferð þeirra sem hertekið hafa stjórnmálaflokkana á Íslandi ofanfrá með mútum og pennastrikum!!! Hernaðurinn má ekki sjást með verklegum hernaði og sprengjum í "siðmenntuðum bankaránum og hótana-kúgana-hernaði! það lítur ekki nógu vel út í mannréttinda-siðmenntar-rökfærslunni?

Hvenær kviknar á skilningar-peru Íslendinga (ekki flokka) á þessari ó-véfengjanlegu hryllings-staðreynd? Eigum við öll að deyja fyrst og endurfæðast til að skilja þetta

Við erum þjóð en ekki flokkar!!!

Stöndum saman sem þjóð!!! þannig hjálpum við okkar þjóð og öðrum þjóðum best! 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2010 kl. 17:50

10 identicon

Þetta er náttúrulega grín hlýtur að vera.

Fyrst þetta fína viðtal í sjónvarpsfréttum við áróðursmeistara Samfylkingar hvað æðislegt það sé að vera öryrki á Íslandi núna í kreppunni. (Svona þegar þjónustan lokar úti á landi og læknismenntaðir sérfræðingar koma ekki til Íslands vegna launa, skatta o.s.frv.).

---og svo; Akkúrat þetta sem þú skrifar Páll.  Það samrýmist ekki stefnu RÚV að bla bla bla...

Þetta RÚV!   hjálp!

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 19:18

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er aðeins forsmekkurinn.... því þegar "fjölmiðlastofa" (lesist RITSKOÐUN) verður komin á laggirnar verða allar fréttir svoan, þe.a.s. ef þetta vinstra-lið er enn við katlana...

Óskar Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 20:13

12 Smámynd: Dexter Morgan

Mér fannst líka eitthvað mjög skrítið þetta viðtal, og sagði við konuna; "að þessi væri öruglega á mála hjá Samfylkingunni eða VG". Enda var maðurinn eins og fífl í þessu viðtali og algjörlega úr takti við veruleikann í dag.

Dexter Morgan, 16.10.2010 kl. 01:11

13 identicon

"Dexter Morgan" o.fl.:

Þú ert ekki í neinni aðstöðu til þess að afskrifa það sem maðurinn sagði í viðtalinu. Hann veit meira um sín fjármál en þú og aðrir. Þú ert ekki í aðstöðu til þess að fullyrða neitt um þetta mál. Ef maðurinn segir úrræðin duga sér þá stendur það þar til einhver annar getur sannað að svo sé ekki með skjalfestum upplýsingum.

99% af þeim sem þurfa á úrræðum að halda í skuldamálum hafa kosið einhverja flokka áður, unnið fyrir flokka eða tengda aðila (einkaaðila eða opinbera aðila) eða hafa einhverja tiltekna lífsskoðun sem einhverjum skoðanafasistum út í bæ líkar ekki við. Og hvað með það? Það ógildir eki fullyrðingar þeirra um eigin fjármál.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband