Sjálfstæðisflokksþingmaður á leið í Samfylkingu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varð að segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum vegna afskrifta sem hún naut af lánum frá útrásarbankanum Kaupþingi.  Af sólarmerkjum að dæma er hún á leiðinni úr Sjálfstæðisflokknum í Samfylkinguna.

Þorgerður Katrín er styður umsókn Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu, eins og Evrópuvaktin hefur tíundað. Rökin fyrir stuðningi Þorgerðar Katrínar við umsóknina eru heldur klén, svo vægt sé til orða tekið. Hjörtur J. Guðmundsson sallar þau niður 

Nú segir Þorgerður að fyrst umsóknin hafi verið samþykkt sé ekkert annað að gera en að klára aðlögunarferlið að Evrópusambandinu. Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, gæti hún haldið því fram að það yrði að sætta sig við skattahækkanir vinstristjórnarinnar vegna þess að þær hefðu verið samþykktar á þingi.

Þorgerður Katrín skilur eftir sig sviðna jörð í Sjálfstæðisflokknum. Hún samdi við vinkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu um myndun hrunstjórnarinnar. 

Kratar hljóta að fagna heimkomu Þorgerðar Katrínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það getur hún ekki. Hún sagði á landsfundinum 2009, alveg eins og smástelpa, að hún myndi alltaf els.. en leiðrétti sig svo og sagði styðja Bjarna Benediktsson

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tel hana afa óvinsæla skil því ekki hvað það er sem heldur þessari konu í Sjálfstæðisflokknum ?

Jón Snæbjörnsson, 14.10.2010 kl. 13:33

3 identicon

Þetta breytir engu.

ÞKG fer ekki á þing aftur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Til þess hefur hún ekki stuðning, flokksmenn bíða eftir því að fá að hafna henni í prófkjöri.

Hún fer aldrei í framboð, hvað þá á þing fyrir samfylkinguna.

Hennar pólitíski ferill er senn á enda runninn.

Karl (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband