Jónas og valkvæða Evrópa

Jónas er þekktasta vörumerki íslenskra bloggheima. Þar stendur skrifað

Ísland er gengishrun, Evrópa er gengisfesta. Ísland er vaxtaokur, Evrópa er lágir vextir. Ísland er gerræði, Evrópa er skrifræði. Ísland er óregla, Evrópa er regla, Ísland er króna, Evrópa er evra. Ísland er gæludýraríki, Evrópa er jafnréttisríki. Ísland er bankahrun, Evrópa er bankafesta. Ísland er villimennska, Evrópa er siðmenning. Ísland er frændhygli, Evrópa er fagennska. Ísland er flokkshygli, Evrópa er fagmennska. Ísland er óráðsía, Evrópa er sparsemi. Hundruð eru skelfingu lostin yfir, að Evrópa taki völd af innlendum óþjóðalýð, sem hefur stjórnað Íslandi frá upphafi sjálfstæðis. 

Jónas dregur upp valkvæða mynd af Evrópu. Hann gleymir Auschwitch, fyrri heimsstyrjöld og seinni, nýlenduskeiði Evrópu. Grimmd, ofbeldi og áþján sem ríki Evrópusambandsins hafa staðið fyrir í gegnum aldirnar gerir alla íslenska yfirstétt allra tíma að kórdrengjum.

Valkvæð mynd af Evrópu er ekki sönn mynd af álfunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ný argument fyrir þá sem ekki vilja EU: Auschwitz, WW I og II. Nýlendurnar.

Oh, my God! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 20:02

2 identicon

En þessu, sem þú minnist á, lauk fyrir þó nokkrum áratugum í Evrópu. Íslenski óþjóðalýðurinn er hins vegar enn að.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 20:03

3 identicon

Fróðlegt væri að vita hvort maðurinn heldur að hann sé að segja eitthvað af viti eða hvort hann bullar svona til gamans.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 20:44

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rök Jónasar eru einhverra hluta vegna skynsamari en Auschwitch, WW1, WW2 og nýlendurökin hin nýrri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.10.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hann gleymir að fleiri danskir húsnæðiseigendur eru eignalausir en íslenskir.

Hann gleymir 1000-1400 nauðungaruppboðum á mánuði í Danmörku í samfleytt 6 ár.

Hann gleymir 40% fasteignahruni í Danmörku og einu 30% hruni á bara 25 árum.

Hann gleymir 500% stýrivöxtum í Svíþjóð

Hann gleymir hruni EMS 1992 

Hann gleymir því að Eystrasaltslöndin hafa nýlega sett heimsmet í kreppu. Hjá þeim hefur það verið verra að vera í ERM II en að vera Bandaríkin í kreppunni miklu 1930. Meira en 30% af hagkerfi þeirra er horfið.

Hann gleymir Írlandi með hrikalegu eignaleysi, fasteignahruni og bólugröfnum efnahag

Hann gleymir Spáni með 21% atvinnuleysi og örbyrgð og bólugreftri sem skrifast alfarið á reikning ECB.

Hann gleymir að á meðan hann hefur búið við besta atvinnuástand í Evrópu í 30 ár þá hefur það verið hörmulegt í ESB á meðan. Hörmulegt og hryllingur ÖLL árin.

Jónas er clueless kjáni sem les Andrés Önd og Tígulgosa fréttaheima. Hann ætti að skipta yfir í Sannar Sögur. 

Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2010 kl. 22:18

6 identicon

óskaplega eru hér margir á því að fólk og þjóðir breytist hratt til hins betra.

en það er af nógu að taka eins og Gunnar bendir á.

Og hvað er það skrifræði sem stendur fyrir; bannað að veiða sum dýr sjávar.  Þið verðið bara að borga Icesave. Af því bara. Það má ekki bora eftir olíu í sjónum(Bretar stoppa það).  Við ráðum hvað þið megið veiða mikið af sumum fiskum.  ...helst bara af bryggjunni.  Við ráðum, við ráðum, við ráðum yfir ykkur þarna langt í burtu...  Eins og með Íra.  þeir voru píndir til að bjarga bönkunum en nú eiga þeir líka að halda áfram að fá að borga brúsan.  að fullu.  því stóru fjárfestarnir eru í stóru evrópulöndunum...  Írar skulu sko fá að þjóðvæða tapið eftir gróðan með vöxtum.(Enda að verða gjaldþrota).

Er það skrifræði betra en gerræði, eða betur orðað betra en frelsi?

Sorglegt þegar clueless kjánar komast af stað.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:46

7 identicon

Í fyrsta lagi þá var ESB stofnað til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem höfundur pistilsins benti á.

Í öðru lagi þá varð ég t.d. ekki var við ofurvexti í Svíþjóð þegar ég bjó þar og efnahagslífið þar er mun stöðugra en hér.

Varðandi danina, er það eitthvað sem hægt er að rekja til ESB með hreinum rökum?  Og af hverju er svona nauðsynlegt að setja alla innkomuna sína í að eignast steinsteypu þegar bankakerfinu er treystandi fyrir sparnaðinum, ólíkt því sem hér hefur tíðkast?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:46

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Jónas er góður fulltrúi þeirra sem aðhyllast við-getum-þetta-ekki-sjálf rökin, sem er hættulegasti hugsunarháttur í heimi.

Setning eins og "Evrópa er fagmennska" er gersamlega úr takti við raunveruleikann, sem Írar geta borið vitni um. En það gerir hann einmitt að góðum talsmanni þeirra sem aðhyllast kratíska uppgjöf og aumingjaskap.

Haraldur Hansson, 14.10.2010 kl. 01:47

9 identicon

Það væri gagnlegt fyrir Jónas og aðra af sama sauðarhúsi að kynna sér málefni spillingarinnar innan ESB, áður en þeir gera sér þann ógreiða að úttala sig opinberlega um ágæti hennar.:

 http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

http://www.youtube.com/watch?v=0vBqyG6qYXE&feature=related

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband