Skuldarar eru óseðjandi

Gengisdómur lækkaði skuldir lántakenda í erlendri mynt um einhverja tugi milljarða króna. Skuldarar vilja í ofanálag fá 20 prósent afskriftir af skuldum sínum. Það mun hvergi nærri vera nóg fyrir þá skuldseigustu og þeir vilja meira en búnir með litla fingur og hvergi nærri hættir.

Það er misjafn sauður í mörgu fé. Heiðarlegt fólk og ráðvant sem keypti íbúðarhúsnæði á óheppilegum tíma á sanngjarna kröfu um leiðréttingu. Þeir sem aftur veðsettu íbúðarhús sín til að braska eða stunda líferni umfram efni eiga að fara í gjaldþrot. Innan um skuldara er fólk sem býr í 300-400 fermetra húsnæði og ekur á Range Rover. Á almenningur að gefa þessu fólki fé?

Umræðan um niðurfellingu skulda er á villigötum. Stjórnvöld eiga að hafa bein í nefinu og segja þeim sem skulda handan velsæmis að það er ekki hægt að koma til móts við óseðjandi þarfir þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það væri mikið sniðugra að fella niður skuldirnar þannig að hver skuldari fái felda niður ákveðna upphæð, til dæmis 5 milljónir.

Ef það er prósentuniðurfelling þá fær efnaða fólkið og mestu braskararnir hærri upphæð en aðrir.

Ólafur Jóhannsson, 10.10.2010 kl. 21:18

2 identicon

Er þetta ekki bara dautt spil.

Núna er þetta allt of seint.  Þessi kostnaður átti að leggjast á bókhald skuldayfirfærslna, en ekki núna þegar ríkið verður látið borga.  ...eða prenta peninga eins og Obama gerir.

Verður ekki bara að endurbyggja braggahverfi?

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll þér hefur orðið á í messunni. Það vantar hláturkallinn með þessari færslu. Það er stundum sagt að lítil þekking er hættuleg þekking. Það er einmitt vandi ráðherra ríkisstjórnarinnar. Við sem þurfum að fara yfir skuldavanda heimila þurfum stundum að hlusta á svona málflutning. Er lögnu hættur að svekkja mig. Skora á þig að setja hláturkallinn inn í færsluna. Annað skaðar orðspor þitt.

Sigurður Þorsteinsson, 10.10.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband