Fjölmiðlun samkvæmt ríkisvaldi

Fjölmiðlar brugðust á útrásartímum vegna þess að auðmenn sölsuðu undir sig fjölmiðla og gerðu þá að málgögnum sínum. RÚV-geldingurinn hoppaði með. Þegar stjórnvöld hugðust koma böndum á samþjöppun fjölmiðlavalds í höndum auðmanna kom til skjalanna fimmta herdeild auðræðisins, Samfylkingin, og kom í veg fyrir lagasetningu.

Þegar ríkisstjórn með Samfylkingu innanborðs hyggst setja lög um fjölmiðlun vekur tortryggni á líkan hátt og  ef brennuvargur semur brunavarnalög.

Með tilkomu netsins er fjölmiðlun frjálsari en hún hefur lengi verið. Fleiri geta stundað fjölmiðlun og þröskuldurinn inn á markaðinn er lægri en hann var.

Frumvarp sem með ákvæði um fjölmiðlastofu og ,,hatursorðræðu" er í ætt við forræðishugsun liðins tíma.


mbl.is Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpi á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það setur að mér ugg.

Sigurður Þórðarson, 7.10.2010 kl. 08:33

2 identicon

Þórbergur var dæmdur fyrir "hatursorðræðu" þegar hann sagði sannleikann um Hitler.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=4718&pageId=19804〈=is&q=mannor%F0%20Hitlers

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:40

3 identicon

Tek undir þetta.

Furðulegast finnst mér að taka á upp "eftirlit" með opinberum umræðum en á sama tíma er ekki tekið á eignarhaldi á fjölmiðlum.

Hvort skyldi nú vera mikilvægara?

Ráðherrann gengur augljóslega erinda samfylkingar og auðmanna (Jóns Ásgeirs) í þessu máli.

Hvað fá VG í staðinn fyrir stuðninginn við Jón Ásgeir, eiganda Samfylkingarinnar?

Karl (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband