Námskeið í að klúðra ríkisstjórn

Steingrímur J., Jóhanna Sig. og Össur eiga atvinnutækifæri eftir að stjórnin fellur og þeim verður sparkað út af þingi: Hvernig á að klúðra ríkisstjórn?

Í fyrsta hluta námskeiðsins yrði kennt hvernig á að leggja skakkan grunn að ríkisstjórnarsamstarfi, t.d. með því að beita væntanlegan samstarfsflokk fjárkúgun um að ekkert verði af samstarfi nema kjósendur séu sviknir.

Í öðrum hluta verður kennt hvernig á að kveikja ófriðarbál sem víðast í samfélaginu. Ef höfuðatvinnuvegir viðkomandi þjóðar eru í þokkalegu lagi þarf að leggja til atlögu við þá og skapa óvissu og úlfúð. Í þessum hluta er einnig farið yfir bitlingastarf í þágu spilltra stjórnmálaflokka og hvernig hægt er að möléta stjórnkerfið að innan með því að skipa flokkseðjót í feit embætti.

Þriðji hluti námskeiðs Steingríms J. et al fer ítarlega í hrokafulla framkomu en kunnátta á því sviði er forsenda fyrir einangrun í fílabeinsturni valdsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur inn í þennan hluta með fyrirlesturinn: Þið eruð ekki þjóðin.

Lokahlutinn er tilsögn í að kenna öðrum um eigin handvömm og vangetu. Maður byrjar á bönkunum, atvinnulífinu, stjórnarandstöðunni og fólkinu í landinu. Þegar annað þrýtur kennir maður samstarfsflokknum, gott ef ekki líka flokksfélögum.

Rúin trausti og dregin á hárinu úr stjórnarráðinu á að gnísta tönnum og láta öllum illum látum.

Fyrirspurnir hafa borist erlendis frá um fyrirhugað námskeið Steingríms J., Jóhönnu og Össurar. Ótilgreind ríki með langa reynslu af óstöðugu stjórnarfari telja sér hag af því að auka veltuhraða ríkisstjórna. 

 

 

 

 


mbl.is Fela sig á bak við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2010 kl. 06:50

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,

Inngangsskilyrðin í þennan "framhaldskúrs" verður auðvitað: "Námskeið í að fella efnahagskerfi þjóðar á 5 árum"  Kennarar:  Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson.

Eigðu samt góðan dag ;) 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.10.2010 kl. 07:01

3 identicon

Ég tel þetta veikt fólk.

Blindað af hatri og öfgum eftir algjörlega mislukkaðan stjórnmálaferil sem senn er á enda.

Fast í fortíðinni og hugmyndafræði sem var viðtekin fyrir ca 30 árum en hefur nú verið hafnað og þá ekki síst í nágrannalöndum Íslendinga.

Þau Jóhanna og Steingrímur eru tragískar fígúrúr og dómur sögunnar yfir þeim verður litlu betri en yfir Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Halldóri Ásgrímssyni og öðrum helstu sýkópötum hrunsins.   

Karl (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 08:18

4 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/bankamenn-gerdu-tillogur-til-ad-leysa-skuldavanda-heimilanna-strax-eftir-hrun-politiskt-othaegilegt-bref-aldrei-

Getur þetta verið satt????

Ef svo er, og það hljómar ekki ósenninilega þá gildir eftirfarandi sem vísindalega sannað;

Kratar eru nokk með því alversta sem gengur á tveimur fótum hér í heimi!

Jón Ásgeir Bjarnason, 6.10.2010 kl. 10:29

5 identicon

EF þessi frétt pressunnar er rétt er ljóst að þau Jóhanna, Steingrímur og vafalaust fleiri verða leidd fyrir landsdóm.

Karl (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 10:30

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Leidd?, Karl, ég  býst við að þau þurfi að teyma.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband