Glerþak Sjálfstæðisflokksins

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist stöðugt 35 prósent sem þýddi töluvert lægri fylgi í kosningum og staðfesting á afhroði flokksins við síðustu kosningar. Til að eiga raunhæfa möguleika á eðlilegum styrk, nærri 40 prósent, þarf flokkurinn að mælast yfir 40 prósent í könnunum. Tvær einfaldar skýringar eru á stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Í fyrsta lagi á flokkurinn óuppgert við hrunið. Á meðan þingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sitja gefur flokkurinn almenningi fingurinn.

Í öðru lagi nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki eyrum breiðu millistéttarinnar. Gamaldags stóriðjustefna og töfralausnir um lægri skatta er ekki sannfærandi málflutningur.

Móðurflokkur íslenskra stjórnmála er ekki að gera sig.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Enginn flokkur hefur gert hrunið upp betur en Sjálfstæðisflokkurinn.

Varðandi Þorgerði Katrínu þá er það eiginmaður hennar sem starfar í banka og hún gerir ekkert ólöglegt.

Varðandi Guðlaug Þór þá fylgdi hann öllum leikreglum og tók þátt í því umhverfi sem þá var í gangi og þótti ekkert óeðlilegt á þeim tíma. Hann hefur upplýst um þá styrktaraðila sem voru tilbúnir að upplýsa styrkina. Ef þú veist um einhver lög eða eitthvað sem þú geturt bent á að Guðlaugur hafi brotið væri fróðlegt að heyra það.

Hingað til hafa þetta bara verið upphrópanir af þinni hálfu og ekkert sem tönn er á festandi sem þetta fólk á að hafa gert af sér.

TómasHa, 4.10.2010 kl. 07:13

2 identicon

Þetta er stórkostlegt innlegg hjá Tómasiha.  Það sýnir betur en flest siðleysið sem hefur grafið um sig meðal þjóðarinnar.  það gengur út á að "EF EITTHVAÐ ER EKKI BEINLÍNIS BANNAÐ, ER ÞA Í GÓÐU LAGI"..

 Sennilega er ekkiert bannað að taka við 30 miljónum úr lófa útrásarliðsins.  Enginn lög gegn því.  Mér er til efs að til séu lög um mútur til stjórnmálaflokka.

-Er það þá í lagi?

Er allt í lagi ef að það sé ekki bannað meö lögum?  Hvað varðar Þorgerði Katrínu, þá er hún og kallinn hennar einn lögaðili og það sem kallinn gerir er líka á ábyrgð hennar.   Ef að fléttan hefið tekist, hefði Þorgerður grætt þúsundir miljóna.  

Er það bara í lagi?


Tómasha er á rangri braut.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 08:02

3 identicon

Löglegt en siðlaust kemur upp i huga mer. Málið er ekki hvort hlutinir seu loglegir heldur hver er siðferði einstaklingana. Það fylgdu margir lögum þarna en fèllu a siðferðisprófinu. Èg tel að þingið eigi að fara eftir hærri siðferði en aðrir og á það um alla sem þar sitja.

Es: skrifad a sima, kemur niður a stofum.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 08:52

4 identicon

Það sem er mjög aðkallandi núna eru kosningar, prófkjör, nýtt umboð fyrir fólk og flokka. Síðast var kosið til að refsa Sjálfstæðisflokknum sem vinstri mönnum tókst en enn og aftur sannast að þeirra stefna gengur ekki upp, eymdarstefna, skattpíning, sem sagt sósíallinn er gjaldþrotastefna. Það eru ekki bara Þorgerður og Guðlaugur sem þurfa nýtt umboð, það er fólk í Samfylkingunni og VG svo eitthvað sé.  

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:19

5 identicon

Rétt, Guðmundur Jónsson.

Kjarni málsins.

Rósa (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:50

6 identicon

Elsku bróðir,

þarna erum við loks sammála um eitthvað í íslenskri pólitík!

IMV

Inga sys (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:09

7 identicon

Athyglisverður öfugsnúningur hjá T.Ha. Hagfræði frá Hannesi? Og líklegast lært bókhald hjá Halldóri Ásgrímssyni, guð má svo vita hvar hann lærði restina, kannski hjá sjálfum hrunapáfanum. Gæti einnig hafa lært hjá Geir, að vita bara það sem að honum hafði verið logið, og gera svo ekki neitt, nema ráfa um í villu og svimandi hroka.

Robert (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:15

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst Páll óvenju góður í dag og ég lýsi yfir svipuðum hugleiðingum um Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst þó hægt að gagnrýna flokkinn fyrir að haga sér einsog "cult" eða sjértrúarsöfnuð þar sem ekki má deila á a) leiðtogana og b) trúarsetningarnar. Á meðan þjóðin telur aðskilnað ríkis og kirkju vera brýnt málefni þá býst ég við að jafnmargir telji aðskilnað ríkis og sjálfstæðisflokks jafn brýnann.

Gísli Ingvarsson, 4.10.2010 kl. 10:18

9 Smámynd: Óskar

já þessi flokkur hefur gert upp hrunið segir Tómas.  Þingmannalistinn er glæsilegur.  Á honum má finna kúlulánaþega, styrkþega, þjófsnaut, dæmdan þjóf og skattsvikara.  Allt hjá einum og sama flokknum.  Glæsilegt, akkúrat það sem við þurfum til að byggja upp nýtt Ísland.

Óskar, 4.10.2010 kl. 11:08

10 identicon

Því fyrr sem þeir ganga frá sýnum málum því betra, því þjóðin þar X-D til að leiða ríkisstjórnina, ekki satt? Hvenær hefur verið starfhæf stjónr á aðkomu X-D?

Palli (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:48

11 identicon

Það má telja eitt atriði til viðbótar Páll, þó að ég viti að það falli ekki að þínum skoðunum, en það er einstrengingsleg afstaða flokksins gegn ESB aðild, það er stórt mál hjá mörgum höfuðborgarsvæðisbúum sem annars kysu flokkinn.

Pétur (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:53

12 identicon

TómasHA virðist ekki vera skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Jón (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 12:38

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 en það er einstrengingsleg afstaða flokksins gegn ESB aðild, það er stórt mál hjá mörgum höfuðborgarsvæðisbúum sem annars kysu flokkinn.

Það væri ennþá meira tap fyrir flokkinn ef hann væri ekki með þessa einstrengingslegu afstöðu, jú það bættust við kannski nokkrir aðildarsinnar, en það myndu hverfa ennþá fleiri aðilar sem eru á móti aðild!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2010 kl. 12:46

14 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Auðvitað er það rétt að flokkurinn er kominn í alvarleg vanskil á hrunuppgjöri.

Alvarlegasti "drátturinn" situr upp í Hádegismóa og mundar fjaðurpenna við tvo aðra, og endurskrifar Íslandssöguna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.10.2010 kl. 19:12

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

útleggst líka;

Alvarlegasti "drátturinn" situr útí móa 

kastar stökum steinum upp í  hriplekt glerþakið

svo allt innan dyra er orðið morkið og myglað.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.10.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband