Vg og Sjálfstæðisflokkur

Vinstri grænir eru með siðferðislegt forskot á aðra stjórnmálaflokka af tveim ástæðum. Þeir eru óflekkaðir af hruninu og eru í forystu  fyrir pólitískt uppgjör við hrunstjórnina. Samfylkingin er á leið niður ræsið og getur enga björg sér veitt úr þessu.

Kjósendur styðja Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að efnahagspólitík Steingríms J. er ekki að gera sig gagnvart stórum hópum.

Lausnin er að Vg og Sjálfstæðisflokkurinn nái saman. Í bili lítur það út eins og olía og vatn, en leikjaröðin í íslenskri pólitík verður þvinguð næstu misserin.


mbl.is 48,8% ætla ekki að kjósa, skila auðu eða eru óvissir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Páll, VG er í forystu fyrir pólitísku uppgjöri við hrunstjórnina. Svo mikil áhersla er lögð á það mál að allt annað er látið reka á reiðanum.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að ekki hafi verið rétt að fara af stað með Atlanefndna, ekki vegna þess að ég telji ekki að þeir stjórnmálamenn sem hér voru við völd fyrir hrun séu flekklausir, heldur vegna þess að ég tel ýmis önnur mál brýnni. Einnig vegna þess að í þingi eru enn of margir sem málinu eru of tengdir og því varla hægt að ætlast til að raunhæf niðurstaða fáist.

Pólitískt uppgjör verður ekki fengið með Landsdóm, honum er einungis heimilt að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. Pólitískt uppgjör fer fram eftir öðrum leiðum, til dæmis hinni ágætu hrunskýrslu en hún tekur vel á því. Einnig getur pólitískt uppgjör farið fram með vinnu eins og Atlanefndin gerði og umræður um það innan þings. Margt gott kemur fram í skýrslu Atlanefndarinnar til bóta fyrir þing og störf þess.

Aðalmálið er þó að komast út úr kreppunni og ófært að eyða tíma þingsins í annað. Þegar við erum komin vel fyrir vind getum við snúið okkur að því aðfinna sökudólga. Ekki fyrr.

Þingmen og stjórnvöld hafa hrunskýrsluna til leiðbeiningar um hvað betur má fara í störfum þingsins og stjórnsýslu. Þeir eiga að fara að nýta sér það!

Gunnar Heiðarsson, 27.9.2010 kl. 10:14

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er mafía. Hann er aldrei lausn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 11:21

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er merkilegt nokk eina von Íslands um einhverjar lausnir eða framþróun Elín.

Sjáður bara Svíþjóð.

Eina landið í Skandinavíu þar sem eitthvað gengur í dag.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 11:47

4 identicon

Býður Sjálfstæðisflokkurinn fram í Svíþjóð? Sjáðu bara Reykjanesbæ.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:19

5 identicon

Alltaf hægt að finna einhvern til að benda á.  Álftanes?

Betri dæmi; Garðabær og Vestmannaeyjar.

Sjálfsstæðisflokkurinn á mest sameiginlegt með ráðandi pólitík í Svíþjóð.  Það er bara svo.  :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:35

6 identicon

Frábært dæmi sem þú nefnir. Sjálfstæðismaður í Garðabæ. Bjarni gerir stórt í brók og Steingrímur skúnkur Sigfússon kemur á harðahlaupum með milljarða á silfurfati. Heldurðu að þessi aðferð virki í praxís fyrir jón og gunnu?

http://www.dv.is/frettir/2009/12/9/brask-bjarna-ben-fengu-10-milljarda-ad-lani-fra-sjova/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:06

7 identicon

Steingrímur sendir Jón og Gunnu reikningin.

Það er stærsta próblemið.

...Vi har et problem.... eins og þeir segja í Svíþjóð.

Er hægt að leysa það?

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:17

8 identicon

Já. Burt með þessa flokka. Góð byrjun.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:44

9 identicon

Útrásarvíkingarnir eiga hrunið svo til skuldslaust, rændu ekki bara bankana heldur öll bitastæð fyrirtæki og skyldu eftir sig sviðna jörð. Alþingismenn (líka VG)sváfu vissulega á verðinum en ENGIN hafði sama hugmyndaflug og útrásavíkingarnir. Sjálfstæðisstefnan er eina vonin út úr þessum vandræðum. Stefna VG er eymdarstefna, sósíaldruslustefna sem aldrei gengur upp og hefur hvergi gert. Kosningar strax, þurfum að hreinsa til í öllum flokkum, Sjálfstæðisflokkinn í forystu, öflugan einkageira og verðmætasköpun á öllum sviðum.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 21:12

10 identicon

Ég get ekki ímyndað mér að samstarf Vg og Sjálfst.flokks gangi upp. Efnahagsstefna Vg gengur út á ríkisafskipti og hækkanir skatta. Það ætti einhver góður maður að útskýra fyrir Vg hvaða áhrif skattahækkanir hafa. Svo virðist stór hluti Vg vera á móti karlmönnum. Svo mætti sami eða annar góður maður benda Vg á að efnahagsstefna þeirra hefur engu skilað undanfarna mánuði öðru en samdrætti, Vg eru eins í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu, þeir eru á móti öllu. Efnahagsstefna Sf er ESB en við sjáum á t.d. Grikklandi hvernig sú efnahagsstefna hefur virkað.

Þegar formaður stjórnmálaflokks heldur því fram að hagvöxtur sé þegar í reynd verulegur samdráttur er er ekki stjórntækur. Segir fyrrnefndur formaður ósatt eða veit hann ekki betur? Hvort er verra? Annar framámaður í sama flokki segir að eignameira fólk eigi bara að snáfa úr landi. Svo eru þessir herramenn ekkert grillaðir fyrir þetta í fjölmiðlum? Ætla blaðamenn ekkert að breyta sínum vinnubrögðum, ætla þeir að gera nákvæmlega eins og á árunum fyrir hrun? Þeir eru algerlega gagnrýnislausir á nánast allt og eru sífellt að hleypa einhverjum gapuxum að með órökstuddar skoðanir sem gefa svo almenningi fjárhagsleg ráð en eru svo sjálfir ófærir um að passa upp á eigin fjárhag. Er þetta nokkuð grínmynd?

Helgi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband