Þjóðaratkvæði um aðlögun að ESB

Ísland er í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið þar sem lög og reglur sambandsins eru jafnt og þétt teknar upp eftir því sem aðildarviðræðum vindur fram. Þegar samningur liggur fyrir, eftir tvö til fjögur ár, er Ísland í raun þegar innlimað í Evrópusambandið og aðeins táknræn þjóðratkvæðagreiðsla eftir. Í samfélaginu er reiði gagnvart þessu ferli sem er andstætt lýðræðislegum sjónarmiðum og umboðslaust þar sem alþingi samþykkti  16. júlí 2009 aðeins að sækja um aðild en ekki hefja aðlögun að Evrópusambandinu.

Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir og Höskuldur Þórhallsson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag og boða tillögu á alþingi um að efnt verði til þjóðaratkvæðis um það hvort aðlögunarviðræðum við ESB skuli haldið áfram.

Tillaga tvímenningana er til sátta. Þjóðin fær tækifæri að taka upplýsta afstöðu til þess hvort hún vilji halda áfram aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Hugmyndin er að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningum til stjórnlagaþings þann 27. nóvember. Stjórnarflokkarnir hljóta að grípa tækifærið fegins hendi að fá almenna umræðu og niðurstöðu um mikilvægt álitamál í samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband