Hírósímasamsærið

Kratar í búningi Alþýðuflokksins voru alltaf minni söfnuður en sósíalistar í Alþýðubandalaginu. Stofnun Samfylkingar og Vg um aldamót breytti þessum hlutföllum. Í forystu Vg varð til hugmynd um hvernig mætti leiða Samfylkinguna til slátrunar. Plottið gekk út á að láta Samfylkinguna krefjast þess að fá að keyra áfram gargandi vitlausa pólitík og fara svo langt út á berangur að of seint yrði að snúa við þegar heimskan yrði öllum ljós. Samfylkingin stæði einangruð og auðvelt gereyðingarskotmark.

Undarlegur aðdragandi að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið til umræðu eftir uppljóstrun á samfylkingarfundi Jóns Baldvins.Ýmislegt er óskýrt hvernig það atvikaðist að Vg féllst á kröfu Samfylkingar um að umsóknin væri forsenda fyrir stjórnarmyndun.

Kenningin um Hírósímasamsærið gerir ráð fyrir djúpplotti þar sem tveir menn aftast í stafrófinu léku pólitískan hráskinnaleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ertu að meina Össur og Ögmund?

Þetta hugtak, Hiroshima-samsæri hef ég aldrei heyrt áður. En passar vel við svona plott. Vandamálið er að plottið getur auðveldlega bitnað á Vinstri grænum sjálfum eins og boomerang. Því að þá standa þeir eftir eins og flokkur sem ekki er hægt að treysta.

Vendetta, 6.9.2010 kl. 18:56

2 identicon

Steingrímur J. hefur sennilega skaðað Vinstri græn meira en hrunið Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna til samans.  Skaðinn á eftir að koma enn betur  í ljós þegar Icesave og ESB samsærið með Bretum og Hollendingum upplýsist endanlega.  Samfylkingin á þó eftir að fara sýnu verr þegar þjóðin sér svart á hvítu að Icesave og ESB eru sitt hvor hliðin á sama peningnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:20

3 Smámynd: Vendetta

Það sorglegasta er þó að flokkarnir sem ollu hruninu, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn (Íhaldið og Afturhaldið) eiga eftir að fá völdin enn á ný, einungis vegna dugleysis ríkisstjórnarflokkanna. Kjósendur geta þannig valið milli svarta dauða og kóleru. Enda þótt ný framboð fái nokkra menn á þing, er það ekki öruggt að þeir komist með í ríkisstjórn, né fái nein raunveruleg völd innan stjórnarsamstarfs með gömlu flokkunum. Og ekki margir virðast treysta þingmönnum Hreyfingarinnar, enda frömdu þeir pólítískt sjálfsmorð á eftirminnilegan hátt undireins eftir kosningarnar. Og á meðan ástandið er þannig, munu engar breytingar til batnaðar eiga sér stað.

Different faces, same old shit.

Vendetta, 6.9.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband