Alþingi veitti ekki umboð til aðlögunar

Sá hluti ríkisvaldsins sem er í höndum Samfylkingarinnar og heldur til streitu umsókn um aðild að Evrópusambandinu er umboðslaus frá alþingi.

  Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er eftirfarandi

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.

Hvergi í greinargerð meirihluta utanríkismálanefndar alþingis er gefin heimild til ríkisvaldsins að aðlaga stjórnsýslu okkar að lögum og reglum Evrópusambandsins. Eins og margoft hefur komið fram að aðeins ein leið inn í Evrópusambandið og það er aðlögunarleiðin.

 Af þessu leiðir að alþingi verður að afturkalla umsóknina um aðild að Evrópusambandinu - áður en samfylkingararmur ríkisvaldsins gerir einhverja vitleysu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill svo til að samkvæmt rýni ESB og íslenskra stjórnvalda er það einkum hagskýrslugerðinni sem er ábótavant og þarf að gera tæka til þátttöku í upplýstu og lýðræðislegu samfélagi. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu ESB um IPA styrkina. Megnið af því sem þar vantar upp á er hins vegar til að uppfylla EES samningana.

Hitt er svo annað mál að margt af því sem þú myndir kalla "aðlögun" verður í reynd betri, opnari og lýðræðislegri stjórnsýsla. Hér má nefna til dæmis að taka stjórnsýslu landbúnaðarins úr höndum Bændasamtakanna. En ég geri ráð fyrir að þú sért mér ósammála hér, og viljir láta hagsmunaaðilana valsa með upplýsingar og 10-15 milljarða árlega án eftirlits.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:22

2 identicon

Svo má náttúrlega benda á að "aðlögun" sem felst í því t.d. að koma á Landbúnaðarstofnun getur ekki farið fram nema með lagasetningu og því tilstuðlan Alþingis. "Aðlögun" sem felst í því að uppfylla ákvæði EES samningsins getur heldur ekki orðið án fjárveitingar og þar með að tilstuðlan Alþingis. Hvert er þá vandamálið? Þetta verður allt löglegt og þingið fær að hafa síðasta orðið eins og venjulega.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:37

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vandamálið, Ómar, er að þjóð og þing voru blekkt til að samþykkja umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Þú nefnir tiltölulega saklaus dæmi um hvað aðlögun gæti þýtt en ferlið er í blábyrjun og ESB bæði getur og mun koma með kröfur um frekari aðlögun. Göngum við þessa braut á enda verður Ísland komið í reynd inn í Evrópusambandið löngu áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.

Þér kannað þykja sem tilgangurinn helgi meðalið en það er ekki ábyrg afstaða. 

Páll Vilhjálmsson, 3.9.2010 kl. 13:43

4 identicon

Þetta er svo satt sem þú segir Páll.

gott að þú haldir þessu til streitu.

Annars merkilegt hvað ESB fólkið virðist forhert.  Það kann sjaldnast góðri lukku að stýra svo sem.  Sem betur fer.  

En á meðan þetta sviksamlega ferli er ekki dregið til baka verður fólk að hafa áhyggjur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:47

5 identicon

Þessi frétt var að koma á RÚV Greiðslur til bænda rangt færðar. Bætt stjórnsýsla þýðir einnig að hún geti ráðið við þær kröfur sem ESB gerir. Staða landbúnaðarins er slík að það er þjóðarnauðsyn að laga stjórnkerfi hans að ESB stöðlum og það sem fyrst. Það er alveg óháð aðildarumsókninni.

Markmiðið með ESB aðild hins vegar er að vera þátttakandi í sameiginlegum innri markaði, aðild að Evrunni, aðild að landbúnaðarstefnunni (með því hagræði fyrir neytendur sem því fylgir) og vera þátttakandi við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það þýðir sameiginlegar reglur - á því er alls engin launung. Sameiginlegu reglurnar eru eftirsóknarverðar. Það þýðir að Ísland þarf að laga sig að þeim reglum sem við og 27 önnur lönd hafa komið sér saman um að gagnist heildinni.

Undanþágur og annað slíkt yrði eingöngu á sviðum þar sem sameiginlegu reglurnar yrðu skaðlegar fyrir okkur. Verði þær svo miklar að Ísland geti ekki tekið fullan þátt í samstarfinu, þá er náttúrulega tómt mál að tala um aðild. Það yrði til dæmis fáránlegt að biðja um undanþágu vegna fiskveiðikerfisins. Markmiðið þar er að ná fram win-win niðurstöðu. Ekkert okkar hefur áhuga á að vera eða verða bónbjargarmenn í Evrópu. 

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:19

6 identicon

AF því ég hef tíma og þetta efni snertir mitt fag;

Landbúnaðarstefna ESB drepur 9000 Evrópubúa á ári.

http://www.bmj.com/content/336/7643/526.3.extract

--------

Þar fyrir utan.  Styrki ESB fær aðallega gamla lénsherra og landeigendaelítu Evrópu.

Lítið spennandi það.  Um það eru margar greinar til.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:42

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir ábendinguna, jonasgeir, ég feisbúkkaði hana.

Páll Vilhjálmsson, 3.9.2010 kl. 15:52

8 identicon

@jonasgeir

Með því að láta þjóðkirkjuna fá jarðirnar sínar aftur í kjölfar aðskilnaðar getum við semsagt slegið tvær flugur í einu höggi þegar við göngum í ESB :)

Varðandi tilvitnaða grein segir hún ekkert sem má skella á ESB. Hvað skyldi t.d. íslenskt feitmeti hafa drepið marga úr hjartasjúkdómum? Auðvitað má heimfæra þann manndauða uppá íslensku landbúnaðarstefnuna með sama hætti.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:53

9 identicon

Afsakið málvilluna: "herma upp á" ekki "heimfæra upp á"

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:58

10 identicon

Það var lítið Páll. :)

Afsakir reyndar klaufalegt orðalag varðandi landeigendur og gamla lénsherra Evrópu sem græða vel á styrkjakerfinu meðan venjulegir bændur bera lítið úr býtum.

--

Ómar.  Þú hefur augljóslega ekki lesið greinina.

Hún fjallar ekki um að dýrafita sé óholl.  Enda margt sem bendir til að dýrafita geti verið mjög svo holl.  Eins og sést á langlífi íslenskra lambakjötsæta og fisk auðvitað...

Það skiptir máli hvernig hún er framleidd.  Þar hjálpar ekki landbúnaðar-reglugerðarmaskína ESB. 

British Medical Journal lýgur ekki.  Jafnvel enn síður en mogginn....!!

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:28

11 identicon

Jonasgeir. Augljóslega hef ég ekki lesið greinina. Ég las blurbið í kynningunni, þetta virðist vera næringarfræði rannsókn, sem reynir að rekja tiltekna dauðdaga til neyslu mettaðrar fitu:

"The study attributes some 7000 deaths from cardiovascular causes and 2000 from stroke to CAP, which has a major influence on nutrition across Europe, including increasing the availability and consumption of products containing saturated fats (Bulletin of the World Health Organization doi: 10.2471/BLT.07.042069).

“CAP reforms are urgently required,” the authors write. “CAP, while established on the basis of sound public health principles, may now have become a hazard to public health throughout the EU and may be promoting inequalities in health through the types of food consumed."

Íslensk landbúnaðarstefna beinir einnig tilteknum fæðutegundum að fólki. Hér er feitt lambakjöt étið í meira mæli en annars staðar, grænmeti er rándýrt etc, rauðvín tollað upp í rjáfur. Hins vegar má reikna út frá tölunum, séu þær réttar, hversu margir Íslendingar myndu deyja ónauðsynlega ef þeir tækju upp mataræðið í Evrópu (það er náttúrlega ekki þarmeð sagt að Ísl. hætti að éta fisk). 9000/500 milljónir * 320 þúsund = 5,76, eða 0,3% af árlegum dauðsföllum hér á landi. Frómt frá sagt hefur þessi rannsókn ekkert um gildi aðildar að ESB að segja.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 17:04

12 identicon

Þetta er bara lítið dæmi um hvað landbúnaðarstefna ESB er gagnslaus og lítið eftirsóknarverð.

Ekki það að margir myndu deyja á Íslandi.  Það skil ég vel, þó það væri sorglegt kanski fyrir þá fáeinu sem lentu í úrtakinu.

Annars held ég að viðskiptaráðherra ætti alveg að geta lækkað rauðvínstollin án þess að ganga í ESB.

Var hann ekki annars að hækka hann?  Af hverju?

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 17:27

13 identicon

Blekkingarleikir og óheilindi Samfylkingarinnar getur ekki haft önnur áhrif en að allt þenkjandi fólk segir NEI TAKK, eins og í Icesave, þar sem útreiðin sem hún og útibúið VG fengu eru örugglega heimsmet.  Sök bítur sekan, og Samfylkingin og innlimunarsinnar verða uppteknir við að reyna að ljúga sig frá fyrri gjörðum og orðum og ekki síst að reyna að kenna þjóðinni ESB ensku eins og þeir vilja túlka hana, en engir aðrir.  Á meðan er ekki mikil hætta á að ef eitthvað jákvætt fylgir inngöngu verði ofaná.  Þeir sjá sjálfir um að grafa sér gröf og moka yfir.

Þeir sem vilja kynna sér Brussel dýrðarheiminn mæli ég með þessum breska fræðsluþætti, The Real Face of the Europion Union sem hefur farið mjög svo fyrir brjóstið á ESB elítunni.:

http://www.youtube.com/watch?v=zb37ZLfLtTA&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=HPUlyjGc6GM&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=nbQwSDKl55w&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=dnRd6rIV3X8&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=-NAUp-JdzjE&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=o7VEk3uccIw&feature=related

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband