Samfylkingin kennir bændum um hrunið

Í tölvupósti frá Samfylkingunni er gefið til kynna að bændur og landbúnaðurinn þurfi sérstaka yfirhalningu frá Evrópusambandinu vegna þess að skýrsla rannsóknanefndar alþingis hafi komist að raun um að pottur sé brotinn í stjórnsýslunni. Tölvupósturinn er sendur í dag frá ,,upplýsingahópi" Samfylkingarinnar og er viðbrögð við fréttum um andóf Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráherra gegn aðlögunarferlinu sem Ísland er í gagnvart Evrópusambandinu.

Í tölvupóstinum segir: ,,Ein af meginniðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýsla hér á landi hefur verið of veik." Þessari staðhæfingu er fylgt eftir með útskýringum um að IPA-áætlun ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins miði að því að bæta stjórnsýsluna.

Samninganefnd Íslands um landbúnaðarmál hefur þegar fengið að vita hversu brýnt það er að breyta stofnanakerfi landbúnaðarins. Hér er stuttur kafli úr þeim ranni

Gera þarf grundvallarbreytingar á stjórnsýslu landbúnaðarmála ef Ísland gengur í ESB. Aðildarríki ESB bera ábyrgð á framkvæmd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar (CAP) innanlands. Sökum þess að kerfi ESB er flóknara en hið íslenska  og ríkar kröfur eru gerðar um eftirlit með réttri framkvæmd kallar þetta á aukna stjórnsýslugetu og mannafla til framtíðar.

 

Hér er komin skýringin á því hvers vegna Samfylkingin þarf að kenna bændum um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Samfylkingin reynir að koma því inn hjá fólki að landbúnaðarkerfið á Íslandi sé ótækt og óalandi. Þetta er sami leikurinn og Samfylkingin stundar gagnvart sjávarútvegi. Markvisst er reynt að ófrægja undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar til réttlæta að þeim sé fórnað við inngöngu í Evrópusambandið.

Tölvupóstinum frá Samfylkingunni í dag lýkur með setningu sem gæti verið úr skáldsögu Orwells þar sem miðstýrt stjórnvald misþyrmir tungumálinu til að fá útkomu sem stríðir gegn heilbrigðri skynsemi:

 

Markmiðið er það sama og með sjálfum aðildarsamningum: Tryggja íslenska hagsmuni gagnvart ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar þessi blessaði stjórnarflokkur að fara að kemma bændum um einhverjar ófarir. Ég held að þetta lið verði nú að líta aðeins í kring um sig og sjá hver hefur valdið hverjum meiri óförum, bændur pólitíkusum eða pólitíkusar bændum. Ég held nú bara að þessir samfylkingarkálfar verði nú bara að finna sér nýja vinnu.

spritti (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband