Föstudagur, 13. ágúst 2010
Vinsælasti ráðherrann á höggstokk Jóhönnu
Utanþingsráðherrarnir eru vinsælustu ráðherrarnir samkvæmt mælingum og annar þeirra er kominn á höggstokk forsætisráðherra eftir því sem kvöldfréttir herma. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kom sjálfum sér í erfiða stöðu en það gerði kollegi hans, Árni Páll Árnason, sömuleiðis án þess að vera kallaður fyrir Jóhönnu.
Árni Páll er samflokksmaður Jóhönnu en Gylfi ekki. Af því leiðir að dýrkeyptara gæti orðið fyrir Jóhönnu að láta Gylfa róa en Árna Pál. Ásakanir um tvöfalt siðgæði verða komnar í loftið áður en Gylfi tekur af skrifborðinu sínu.
Á hinn bóginn standa kröfur upp á ríkisstjórnina að hún kannist við ábyrgð sína og hagi sér eins og lýðræðislega kjörið stjórnvald en ekki hátignir hafnar yfir almenning.
Athugasemdir
Það er einhver fjandinn í gangi hérna sem ég á erfitt með að láta passa. Ég kynntist Gylfa Magnússyni sem unglingi í Hagaskóla, þar sem ég kenndi bekknum hans ensku veturinn 1979 - 1980. Síðan lágu leiðir okkar saman aftur er ég var í MBA-námi í Háskóla Íslands fyrir þremur árum.
Sú niðurstaða að Gylfi Magnússon hafi vísvitandi logið að Alþingi passar bara engan veginn við þennan mann, svo einfalt er það. Best gæti ég trúað að hann sé í svipaðri stöðu og Björgvin G. Sigurðsson á sínum tíma og fái ekki að vita meira en honum er hollt, skv. mati verkstjóranna.
Flosi Kristjánsson, 13.8.2010 kl. 22:27
Flosi..ég er svo sammála greiningu Gunnars Helga á þeirri staðreynd..að Gylfi afvegaleiddi umræðuna á þingi..þannig er það bara..ef ekki..þá er hann ekki starfi sínu vaxinn.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.8.2010 kl. 22:56
Jú, félagar, fréttir síðkvöldsins eru að Gylfi sitji áfram - samkvæmt aðstoðarmanni hans.
Mér fannst eins og ég hafi heyrt hjúkkettið úr stjórnarráðinu hingað út á Nes, en það er líklega misskilningur.Páll Vilhjálmsson, 13.8.2010 kl. 23:34
Ef Gylfi er ekki samflokksmaður Jóhönnu, samflokksmaður hvers er hann þá?
Hvað er hann þá yfirleitt að gera í ríkisstjórn sem ráðherra peninga með Mávi hvers flugi menn geta fylgst með á YouTube?
Halldór Jónsson, 14.8.2010 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.