Ríkisbankar og ósamþykktir kröfuhafar

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis útskýrði í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld hvernig eignarhaldi Íslandsbanka er háttað. Kröfuhafar eiga 95 prósent hlut í Íslandsbanka sem er endurreistur Glitnir. En það liggur ekki fyrir hverjir kröfuhafar eru vegna þess að enn er ekki búið að meta kröfurnar til samþykktar og synjunar. Á meðan fer skilanefnd með eignarhaldið á Íslandsbanka.

Að sögn Árna getur tekið mörg ár að leysa úr réttmæti krafna í þrotabúið. Að líkum er eignarhaldi Arion banka á sömu forsendum.

Í reynd eiga skilanefndir bankanna og þær standa reikningsskil gerða sinna gagnvart ríkisvaldinu. Umræddir bankar eru því ríkisbankar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Bara þú farir nú ekki að segja Steingrími og þeirri heilögu frá þessu!

Dingli, 7.8.2010 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband