Sitjandi kjáni

Ögmundur líkir honum í Morgunblaðsgrein í dag við Sitjandi naut, sioux-indjánahöfðingja sem gat sér til frægðar á yngri árum að sigra Custer við Litla stórhorn. Víst er utanríkisráðherra víghreifur aðildarsinni og telur ekki eftir sér að beita ,,skapandi" blekkingum til að svæla Íslendinga inn í Brusselgrenið.

Líkingin við Sitjandi naut er vel til fundin. Á efri árum gerðist Sitjandi naut trúður í farandsýningu Vísunda-Villa um lífið á sléttunni fyrir daga siðmenningar hvíta mannsins.

Þýskir blaðamenn draga upp þá mynd af Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að hann sé kjáni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Maður fær bara aulahroll við að lesa það sem Stuttgarter Zeitung hefur að segja um ráðherrann okkar í Brussel. Ekki í fyrsta sinn sem Össur framkallar slíkt.

En að aukaatriðunum ... ég þykist muna það rétt að nafn indíánahöfðingjans hafi verið íslenskað Sitjandi tarfur í hinni frábæru bók Heygðu mitt hjarta við Undað hné. Það hljómar betur.

Haraldur Hansson, 6.8.2010 kl. 11:29

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Össur Skarphéðinsson þessi mesti trúður íslenskra stjórnmála fyrr og síðar verður þjóðinni enn og aftur til skammar.  

Hann gerir það heldur ekki endasleppt og nú með falsi og fláræði, blíðmælgi og fleðuskap baðar hann sigí "spot" ljósunum í Brussel til þess að reyna að troða þjóðinni inní ESB grenið.

Það er hlegið af þessum trúð og enginn trúir honum ekki þjóðin hans og ekki einu sinni ESB elítan.

Gunnlaugur I., 6.8.2010 kl. 11:37

3 identicon

Við hverju er að búast þegar fólk er ráðið til starfa við eitthvað sem þeir hafa enga þekkingu eða menntun í að sinna?  Allir þekkja afrek flugfreyjunnar og jarðfræðinemans.  Og hvað þá stúdentsins og Icesave glæsilegheitin.  Seinast toppaði íþróttakennari evrópska umferðarmannvirkjaeftirlitssérfræðinga sem lýstu Hvalfjarðargöngunum þau hættulegustu í allri Evrópu.  Nei - hey .... það passaði ekki... hann vissi um mun verri jarðgöng einhverstaðar.  Hann er einn þessara íslensku snillinga sem stjórna landi og þjóð.

Menntun og reynsla er vissulega ekki allt.  En þegar um þessa andans snillinga er að ræða, þá er til efa að hún myndi breyta nokkru.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband