Ríkisrök Íslands standa gegn ESB-aðild

Þjóðríki skapa sér sögu og á þeirri vegferð eru kjarnahagsmunir skilgreindir. Nágrannaþjóðir eiga oft sameignleg ríkisrök; Eystrasaltsþjóðirnar þrjár töldu brýnt að ganga í Evrópusambandið vegna aldarlangrar yfirgangsstefnu Rússa.

Ríkisrök Íslands eru að þjóðinni hefur best farnast þegar fullveldið hefur verið í hennar höndum. Föðurlegt forræði danskra yfirvalda frá miðöldum og fram til síðustu aldar var lærdómur sem þjóðin festi í minni. 

Nágrannaþjóðir okkar í austri og vestri hafa dregið sambærilegar ályktanir af sögu sinni. Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn hafna aðild að Evrópusambandinu.

Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Líka í ljósi þess að það berast hótanir frá Evrópu aftur og aftur..þeir vilja að við hættum hvalveiðum og svo núna síðast vilja þeir að við hættum makrílveiðum maður bara bíður eftir næsta skrefi...eigum við bara ekki að fara fram á að framleiðslu á Audi verði hætt!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.8.2010 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Þetta er röng túlkun á sögunni. Danir gerðu okkur aldrei neitt. Við vorum sjálfum okkur verst. Það var íslensk yfirstétt sem vildi sjálfstæðið til þess að geta staðið ein að kúgun á almúganum. Hagstjórnin hér eftir að sjálfstæðið var fengið hefur verið hörmungarsaga miðað við Danmörku.

Nei Ísland á heima í Evrópusambandinu. Eftir inngöngu verður stutt í það að Audi rafbílar verði framleiddir í verksmiðju á suðurlandi.

Það má alveg hætta að framleiða óseljanlegt hvalkjöt.

Guðmundur Karlsson, 5.8.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur Karlsson, ertu svona mikill "leðurhaus" að þú vitir ekki að við FRAMLEIÐUM EKKI hvalkjöt og hvaðan hefur þú að það sé óseljanlegt????

Jóhann Elíasson, 5.8.2010 kl. 14:27

4 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Það er of talað um fiskframleiðslu og kjötframleiðslu osfrv. á Íslensku. Þú veist það Jóhann (ég ætla ekki að uppnefna þig).

Ég ætla ekki að rífast um það hvort þetta kjöt sé óseljanlegt. Það eru margir sem halda því fram. En að hætta að veiða hval væri lítil fórn. Þetta er ekki stór hluti af landsframleiðslu.

Guðmundur Karlsson, 5.8.2010 kl. 14:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki rétt hjá þér Guðmundur að það sé talað um kjöt- og fisframleiðslu heldur er talað um kjöt- og fiskvinnslu.  Ég hef ekki heyrt marga aðra en þig og Árna Finnsson tala um að hvalkjöt sé óseljanlegt og ég er þér alls ekki sammála um að það að hætta hvalveiðum sé lítil fórn og ég tel það einnig mjög mikla fórn að afsala öllum auðlyndum landsins til ESB.  Reyndu ekki að halda því fram að ég þekki ekki til ESB.

Jóhann Elíasson, 5.8.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband