Tilraun til ærumorðs

Kona sem leitar réttar síns vegna rökstudds gruns um að ráðherra Samfylkingar hafi ráðið vanhæfan vin og samflokksmann í opinbert embætti sætir skipulegri atlögu að æru sinni. Í Eyjunni birtist í gærkvöldi frétt þar sem sagði í inngangi

Seinagangur í úrlausnum Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna er meðal þess sem varð til þess að Ásta Sigrún Helgadóttir varð ekki efst í hæfismati um nýjan forstöðumann Umboðsmanns skuldara.

Nafnlausar heimildir í stjórnarráðinu eru fyrir áburðinum. 

Samfylkingarvæðing stjórnsýslunnar heldur áfram.


mbl.is Vissi að Runólfur tapaði fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er einfaldlega að verða einn allsherjar viðbjóður !!!  Það ætla ég að vona að þjóðin verði búin að henda þessu hyski út úr stjórnarráðinu fyrir ágústlok !!

Sigurður Sigurðsson, 3.8.2010 kl. 12:51

2 identicon

Djöfuls drullusokkar sem þessar mannleysur stjórnarflokkanna eru.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:58

3 identicon

Fræðimenn skilgeina svona vinnubrögð, þar sem vanhæfir eistaklingar  s.s. flokksgæðingar, eru teknir fram fyrir, sem mannréttindabrot.

Ég kalla þetta valdníðslu og andlegt ofbeldi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við hendum þessu pakki út í haust þegar þingið kemur saman náið þið því við höfum ekkert val er það?

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 13:15

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Snýst þessi ráðning ekki meira um gjörning Árna Páls, en stjórnina ?

hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 13:19

6 identicon

Hvar er nú öskurkórinn frægi sem orgaði af öllum lífs og sálar kröftum við ráðningu Þorsteins Davíssonar ?? !!

 Steini litli skuldaði ekki krónu - hvað þá 500 MILLJÓNIR !

 "Grátið með mér gullnir strengir"  ..!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:20

7 identicon

Samfylkingin er komin að ystu nöf, gjörsamlega að fara með allt til andskotans, þetta er alveg með ólíkindum hvað Árni P kemst upp með að gera ekki neitt nema tóma vitlausu og við borgum þessum manni laun firrir það eitt að sína okkur hroka og valdníðslum

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:23

8 identicon

Tek undir með Kalla Sveins

Maður getur rétt ímyndað sér hvernig óhljóðin væru nú ef þetta væri Sjálfstæðis eða Framsóknar ráðherra að framkv. svona eo margar aðrar ráðningar sem þetta fólk hefur framkvæmt Hvar er nú grenjukórinn og allir bloggarar og svo líka mótmælendur, eða er svona miklu betra að láta vinstriflokka brjóta á sér en mið og hægri.

Ægir Ármannsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:28

9 identicon

Tek undir með ykkur öllum. 

Hvar er vilta vinstrið nú með grejandi neyðaróp?  Heyrist ekkert í þeim af því að "réttur" aðili var valinn af "réttum" ráðherra úr "réttum" stjórnmálaflokki'

Hvar eru femínstar núna?  Það heyrist ekki píp frá þeim heldur.  Femínistar hafa algjörlega stimplað sig út úr allfri umræum með þögn sinni.  Héðan í frá verður einfaldlega ekki tekið mark á þeim, einfaldlega vegna tvískynnungsháttar þeirra.

Barði Hamar (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:36

10 identicon

Já þetta var reglulega ótugtarlegt og sá sem kom þessari frétt af stað má skammast sín mikið. Stofnunin var fjársvelt og svo kenna þeir yfirmanni stofnunarinnar um að mál hafi verið á biðlista svo mánuðum skipti. Þetta er ömurlegt pólitískt trix.

Valsól (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:43

11 Smámynd: Óskar

Vælukór náhirðarinnar er hávær núna.

Óskar, 3.8.2010 kl. 14:40

12 identicon

Það heyrist ekki boffs í ofsafengnu sjálfskipuðu sérfræðingunum því ástandið og allt á Íslandi er bara tussufínt.

Helgi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 14:50

13 identicon

Það er gott að smámenni skemmta sér og eru svo skini skroppnir að ímynda sér að "ÞIÐ ERUÐ EKKI ÞJÓÐIN" sem fordæmir þennan sóðaskap hjá ríkisstjórninni og leyfa sér að kenna ósátta við "NÁHIRÐINA".  Það eru ekki nema ein gerð manna sem hafa yfir slíkum "húmor" að búa sem og erfðafræðilegum annmörkum að komast að slíkri niðurstöðu.  Árni hefði aldrei ráðið óhæfan vin sinn nema að stjórnin í það minnsta Baugsfylkingin hefði gefið grænt ljós á hana.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 15:42

14 identicon

Á öðrum vettvangi ritaði Guðmundur 2. Gunnarsson eftirfarandi um umsækjanda um stöðu héraðsdómara sem Árni Mathiesen gekk framhjá þegar hann kaus frekar að velja son Davíðs Oddssonar:

"Það vill svo til að kærandinn hefur [svo] 11 sinnum verið hafnað í störf fyrir þjóðina hjá dómsmálaráðuneytinu. Geri aðrir betur."

http://blog.eyjan.is/skafti/2010/04/24/hvers-vegna-lagdi-jon-asgeir-til-milljard/#comment-3635 

Það væri fróðlegt að fá rökstuðning frá Guðmundi hver nákvæmlega sé eðlismunurinn á þessum fabúleringum hans (sem smáfuglarnir á AMX og fleiri náhirðarmiðlar hafa einnig gripið á lofti og telja augljóslega tæra rökfimisnilld) og fabúleringunum hér fyrir ofan um Ástu Sigrúnu. Ég efa ekki að Guðmundur hefur þetta á reiðum höndum, sem og vel valdar persónulegar svívirðingar og ásakanir um að ég sé Baugsfylkingarsvín, svona til að krydda blönduna.

Guðmundur og aðrir náhirðarliðar eru hlálegir þegar þeir rembast sem rjúpa við staur til að reyna að réttlæta þessa skipun sonar Davíðs með kjafti og klóm, en leyfa sér síðan að drulla yfir núverandi stjórn fyrir þeirra embættisskipanir. Svo koma fleiri náhirðarliðar og væla og væla yfir því að vinstraliðið þegi yfir þessu Runólfsmáli. Umræða um umræðu virðist vera það eina sem þeir hafa áhuga á, en ekki málefni eða grundvallaratriði. Þegar lesið er á milli línanna hjá þeim er ljóst að þeir telja sjálfir engan mun á þessum ráðningum; þeir telja að svona ráðningar eigi að fá að vera pólitískar í friði, og það sé hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að standa á hliðarlínunum og púa yfir spillingunni og benda á að stuðningsmenn núverandi stjórnar hafi nú púað þegar þeir voru á hliðarlínunni. Þeir líta sumsé á þetta sem kappleik þar sem skipt er reglulega um hlutverk - en það er ekki hluti af reglum leiksins að hafa uppi faglega stjórnsýslu og drullast til að ráða hæfasta fólkið óháð flokkslínum ráðandi afla hverju sinni. O nei.

Hvort tveggja er svívirða; skipan Þorsteins Davíðssonar og skipan þessa Runólfs. Svona pólitískum ráðningum verður aldrei útrýmt nema að sem flestir mótmæli þeim harðlega þegar þær verða, og þá helst algjörlega þvert á flokkslínur.

Því miður virðast samt fáir geta verið sammála um þetta einfalda atriði - alltaf þarf að draga einhverjar helvítis flokkslínur og henda almennum prinsippum út um gluggann.

Svona er Ísland í dag, gott fólk. Svona hefur það alltaf verið. Til hamingju.

Mölur (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 15:45

15 identicon

Reiðastur er ég nú samt út í Árna Pál og flokk hans almennt fyrir að vera engu betri en þeir sem þau voru að drulla yfir á sínum með hástemmdum yfirlýsingum um hvernig þau myndu gera þetta betur! Farið hefur fé betra.

Mölur (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 15:50

16 identicon

Árni Páll og samferðafólk hans í þessari æðislegu "norrænu velferðarríkisstjórn" virðast stefna hraðbyri að því að toppa allan fyrri viðbjóð.

Leyfið þessari stjórn að klára kjörtímabilið og sl. tveir áratugir Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna munu fölna í samanburði við þann viðbjóð, spillingu og annað almennt drullumall sem kemur frá þessu samkrulli félagslegu kommúnistastjórnarinnar.

Páll (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 15:58

17 identicon

Viljiði heyra nýjasta og ljótasta skúbbið???

Bönkunum var ekki lagt til neitt nýtt egið fé við "endurreisnina... Egið féð átti að vera mismunurinn af stökkbreyttum vöxtum lánanna sem þar eru og upprunalegs höfuðstóls...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 16:27

18 identicon

Ekkert svar Guðmundur minn?

Annars gleymdi ég alveg þessu, sem er eiginlega enn betra en það sem ég hafði innan gæsalappa hér fyrir ofan:

"Hugsanlega er maðurinn úti á túni yfirleitt, þó að hann hafi 30 ára reynslu sem lögfræðingur. Reynsla hefur ekki endilega með hæfileika eða gæði að gera."

Hugsanlega já. O sei sei. Hvað veit maður?

Jú, það eitt allavega að það hlýtur að vera gefið að Þorsteinn var bestur, því hann var ráðinn - og Sjálfstæðismenn ráða samkvæmt skilgreiningu alltaf besta fólkið. Það er fyrst og fremst það sem hafa þarf í huga þegar rýnt er í atburðarásina.

En vel á minnst - þá er bara eftir að finna eitthvað níð um hin tvö sem metin voru hæfari en Þorsteinn. Þið náhirðarliðar hafið alveg klikkað á því!

Samt hlýtur þetta níð að vera til, því samkvæmt skilgreiningu er þetta fólk vanhæfara en Þorsteinn, fyrst hann var ráðinn! Til upprifjunar þá heitir þetta fólk Pétur Dam Leifsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Ég bind miklar vonir við að ykkur takist verkið ef þið bara leggið höfuðið í bleyti. Svo getið þið copy-pastað þetta um netið og klappað hver öðrum á bakið.

Mölur (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 17:22

19 identicon

Þú ert ágætur Mölur, stendur þína vakt og vel það.

Mörður (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 17:47

20 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

hvaða hvaða Palli minn..ertu svona svekkur að hafa hætt sem formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi og ert núna að missa af einhverju... ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2010 kl. 18:57

21 identicon

Mölur minn.  Takk fyrir að halda skrifum mínum til haga, og ekki ónýtt að getað leita til þín ef þarf að rifja upp.  Við þurfum stundum að sinna öðru en þér, og biðst ég velvirðingar á óásættanlegri forgangsröðuninni.  Slíkt gerist ekki aftur.  Þú byrjaðir ágætlega en skaust allt undan þér með að fullyrða mig náhirðarliða, um leið og þú varst fluttur í stóra vælubílnum eftir taugaáfall vegna möguleikans að þú yrðir þá réttnefndur Baugsnærbrókarhirðir eða eitthvað svipað.  Svona eins og  gölluð raketta sem fer aldrei á loft en springur með litlu púffi og miklum reyk.

En þú fellur eins og svo margir aðrir snillingarnir í gömlu þreyttu rökleysisgryfjuna.: 

"Svo skal böl bæta að benda á annað!"

Ég skrifaði orðrétt og þú gættir vel að birta ekki.:

"Auðvitað á drengurinn að gjalda þess að vera sonur Davíðs, og satt að segja skil ég ekki í honum að gefa svona færi á sér yfirleitt, þó svo að hann fái fyrstu einkunn í starfinu og að dómnefndin mat hann hæfan. Var það líka eftir pöntun Davíðs? Það vill svo til að kærandinn hefur 11 sinnum verið hafnað í störf fyrir þjóðina hjá dómsmálaráðuneytinu. Geri aðrir betur. Einhver ástæða hlýtur að stjórna því önnur en Þorsteinn og karl faðir hans. Eða hvað? Hugsanlega er maðurinn úti á túni yfirleitt, þó að hann hafi 30 ára reynslu sem lögfræðingur. Reynsla hefur ekki endilega með hæfileika eða gæði að gera."

Hvergi ver ég pólitískar klíkuráðningar né ráðningu Þorsteins, sem að vísu ég hafði fordæmt á sínum tíma, eins og allar slíkar ráðningar.  Ma. ráðningu Davíðs í Seðlabankann.  Ég segi að mér þykir það óskiljanlegt að Þorsteinn hafi látið sér detta það í hug að sækja um starfið og þá á ég auðvitað við vegna faðernisins.  Hann myndi aldrei njóta sannmælis ef hann hreppti starfið, sama hversu vel hann stæði sig, sem mun einmitt vera tilfellið.  Hann þykir hafa staðið sig afar vel sem komið er.  

Ég bendi á fáránleika þess að sá sem kærir ráðninguna hafði verið hafnað 11 sinnum við umsókn starfs hjá dómsmálaráðuneytinu af einhverjum ástæðum, sem gætu jafnframt verið ástæða þess að honum var hafnað í 12. sinn.  Hugsanlega þekkir þú ástæðuna...???  Það segir manni eitthvað er etv. aðviðkomandi sem dómnefndin þekkti og hefur ekki borið á torg. 

Sem betur fer er til ferli sem fagfólk endurmetur slíkar ráðningaákvarðanir, en því miður eru engir slíkir sem geta stöðvað óþverraskap ráðherra áður en skaðinn er skeður eins og í tilfelli Árna núna, svona eftir reynslu þjóðarinnar á slíkum ráðningum.  En auðvitað er spillingin er góð ef kratakommar eru þeir sem hana stunda eins og þú svo réttilega bendir okkur fáfróðari á. 

Snillingurinn Árni velur mann sem svo sannarlega er hæfastur til starfans vegna sérfræðiþekkingar í að skulda og það mun hærri upphæðir en þjóðin yfirleitt og kemur til með að borga ekki krónu af þeim.  Skuldarar munu örugglega hugsa sér gott til glóðarinnar að njóta leiðbeininga snillingsins.  Tilviljun ein er að sami Runólfur Ágústsson leiddi framboð Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur á Vesturlandi áður en hann sneri sér í fullu starfi að því að skuldsetja Háskólann á Bifröst með afar eftirminnilegum hætti. Runólfur var áður öflugur liðsmaður Alþýðubandalagsins þar til stofnunnar Baugsfylkingarinnar sem hann var í forystu við að stofna og hefur orðið áhrifamaður í henni og beitt sér mjög innan flokksins síðan.

Hann sýndi hversu mikill öðlingur og flokkshollur hann er þegar Ingibjörg Sólrún hafði ekki náði kjöri á þing en vildi komast þar inn hvað sem það kostaði.  Nýtt starf deildarforseta á Bifröst var smíðað og Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður ráðin í það án auglýsingar, ólíkt því sem tíðkaðist við ráðningar skólans.  Bryndís vék því af þingi og Ingibjörg Sólrún tók hennar sæti.  Snjallt og um leið eitt margbrotnasta pólitíska skítaplott sem þjóðin hefur fengið að kynnast.

Núna er komið að skuldadögum og sjálfur skuldarinn Runólfur er ráðinn skuldasérfræðingur lýðveldisins Nýja Íslands kratakommanna og sú staðreynda að hann er besti vinur Árna Pálls hefur ekkert með embættisveitinguna að gera, frekar en mikla flokkshollustuna að gera.  Hvorki Árna félagsmálaráðherra né Jóhönnu forsætisráðherra þótti nokkuð sérkennilegt að taka hann fram yfir konuna sem gegnt hefur nánast sama starfinu með bestu einkunn.  Eðlilega var Runólfur talinn mun hæfari af Baugsfylkingarmönnum sem umboðsmaður skuldara, enda hafði Ásta Sigrún Helgadóttir "hin ómögulega" aðeins ráðlagt skuldurum en aldrei staðið fyrir skuldsetningu að nokkru kaliberi eins og fyrrum rektorinn.  Þess vegna var eðlilega ákveðið að fara fram með öfluga ófrægingarherferð gegn henni, þó svo að hennar störf hafa hingað til verið sérstaklega lofuð og óumdeilanleg. 

Því miður er Runólfur búinn að segja af sér og það í beinni útsendingu Kastljóss og algerlega af ástæðulausu.

Steingrímur J. lenti í svipuðu atviki og Árni snillingur á fyrsta degi í stóli fjármálaráðherra þegar hann réði besta vin sinn sem stjórnarformanns bankaráðs Kaupþingsbanka/Arion.  Steingrímur hafði að vísu einn fárra Íslendinga "ekki minnstu hugmynd um" að vinurinn var jafnframt best þekktur fyrir vafasama umgengni við fjármuni annarra og í viðskiptum yfirleitt.  Hann lafði í starfi helmingi lengur en Runólfur, eða 2 daga.  Þetta er hið Nýja Ísland kratakomma.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:29

22 identicon

Ætla að óska Jóni Inga Cæsarssyni til hamingju með örugglega eitt gáfulegasta innleggið árið 2010 og jafnframt lýsa því yfir að Guði sé lof að framganga hans í Baugsfylkingunni hafi verið jafn aum og brosleg og raun ber vitni. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband