Ingibjörg Sólrún og klærnar sem eru úti

Í venjulegu árferði væri þorra landsmanna ánægjuefni að fyrrum utanríkisráðherra lýðveldisins kæmi til greina í formennsku fyrir alþjóðlega nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tímarnir eru ekki hversdags þessi misserin heldur sterklega litaðir af hruninu annars vegar og umræðu um hver ber þar ábyrgð og hins vegar framtíðarvegferð þjóðarinnar og hvort fullveldið haldist innanlands eða fari til Brussel.

Ingibjörg Sólrún er snar þáttur í hrunmenningunni. Hún gaf Baugi lögmæti í Borgarnesræðum og hún tók þátt í tækifærissinnaðri Evrópuumræðu innan Samfylkingar  sem leiddi til umsóknarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er mætur einstaklingur en líður fyrir pólitískt dómgreindarleysi.


mbl.is Kemur ekki að rannsókn SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held nú að flestum sé sama um hvað fyrrverandi stjórnmálamenn taka sér fyrir hendur.  Nema að því leiti að þeir hafa verið okkur ansi dýrir á fóðrum.  Enda sér maður ekki tilganginn með þessari stóru utanríkisembættismannaklíku.  Tími kominn til að kötta þetta batterí niður og hætta þessum atvinnuveiðum meðal alþjóða stofnana.

itg (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband