Fækkun banka forgangsmál

Landsbanki, Arion og Íslandsbanki eru endurreist þrotabú og það eru jafnframt Byr og Sparisjóður Keflavíkur. Öll þessi fjármálafyrirtæki eru sek um fyrirhyggjulausa útþenslu. Til að laga sig að breyttum aðstæðum þarf að fækka starfseiningum á fjármálamarkaði.

Nærtækt er að sameina Arion og Íslandsbanka og leggja niður Byr og Sparisjóðinn í Keflavík. 

Þar sem þess er kostur eiga sparisjóðir á landsbyggðinni að halda starfsemi sinni áfram.


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hér eru engir '' bankar'' aðeins bankastarfsmenn sem halda utan um '' lánasöfn'' gömlu bankanna ásamt því að reka tékkareikninga fyrir launamenn. Óþarfi er að vera með þessa starfsemi í svona viðamiklum umbúðum og engin þörf er á því að 5% vinnuaflsins '' starfi'' við þetta. Hér vantar banka eins og umheimurinn býr við.

Einar Guðjónsson, 2.8.2010 kl. 10:34

2 identicon

Steingrímur J. laug því að bankauppbyggingunni væru lokið 18.12. 2009. Það er af og frá að því verkefni er lokið, ekki frekar en hann laug því til að það væri vitað hverjir ættu þá.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/frettatilkynningar/nr/12745

Sagði við hrunið og segi enn, að það átti og á að láta bankana fara á hausinn og ríkið (almenningur) eigi ekki að koma nálægt að bjarga þeim.  Gott dæmi er sóðaskapurinn sem hefur fylgt rekstrinum eins og td. hvað Arion og Jón Ásgeir og óþverraskapinn sem hann stýrir sýnir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 12:41

3 identicon

Já ég er sammála þér með þetta, en það er heldur alls ekki sama hverjir verða eigendur, best væri að engir Íslendingar væru þar.  Hér ytra er fullyrt að þessir nýju bankar fari á hausinn, nú fljótlega, eitthvað virðast þeir vita. Áður en gömlu bankarnir fóru á hausinn, fullyrtu þessir sömu aðilar að Íslensku bankarnir færu á hausinn, eitthvað vissu þeir um það, þetta gekk eftir, þótt Þorgerður Katrín segði annað, og ráðlegði þeim að læra betur, svo þeir vissu hvað þeir væru að segja.

Robert (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 13:39

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælt veri fólkið eins og ég hef oft sagt þá fara bankarnir aftur yfir og það gat ekki endað öðruvísi vegna þess að kerfið var ekki lagað!

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband