Skapandi hugsun Össurar og ESB

Utanríkisráðherra óskar eftir samstarfi við Evrópusambandið til að  blekkja Íslendinga til fylgilags. Í grein 51. yfirlýsingarinnar segir að það kalli ,,á umtalsvert átak og skapandi hugsun" að finna hagsmunum Íslands stað í Evrópusambandinu.

Eins og fyrri daginn leikur Össur tveim skjöldum. Hér heima gagnrýnir hann kvótakerfið og vill það feigt. Í Brussel segir Össur að ekki megi hrófla við kerfinu þar sem það tryggi sjálfbæra nýtingu og sá hryggstykkið í efnahagskerfinu.

Skemmtilegasta setning yfirlýsingarinnar er eftirfarandi

Íslenska ríkisstjórnin stendur þétt að baki því ferli sem við nú hefjum.

Össur kann sannarlega skapandi hugsun.


mbl.is Tryggi forræði yfir auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur er enn að....

Hann tók þátt í að blekkja menn fyrir hrun, og hefur ekkert breytst!

Hann er bara veimiltíta og lygari !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta "plagg" sem skapandi hugsun Össurar, kann að leiða af sér, er samt í mótsögn við orð Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB. 

 "Plaggið" yrði undanþága frá regluverki ESB og því eingöngu nýtanlegt í skamman tíma. Enda sagði Stefan að varanlegar undanþágur verði ekki í boði.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.7.2010 kl. 16:33

3 identicon

Össur er dæmigerður íslenskur stjórnmálamaður.

Prinsiplaus og valdasjúkur vindhani.

Og braskari með bankabréf sem hann komst yfir með því að nýta aðstöðu sina.

Hörmulegt er að þessi maður sé í forystu fyrir aðlögun Íslands að ESB.

Hann einn mun duga til að koma í veg fyrir að þjóðin samþykki aðild.

Íslands óhamingju verður allt að vopni.

Karl (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Elle_

Steven Vanackere tók fram eftir svar Össurar, að ekki væri unnt að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsreglum ESB.

EKKI UNNT AÐ FÁ VARANLEGAR UNDANÞÁGUR.  Vilja nú ekki Evrópubandalagsmiðstýringarsinnar hætta að halda öðru fram??

http://www.evropuvaktin.is/frettir/15839/

Elle_, 27.7.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband