Aðeins aðlögun er í boð, annað er blekking

Á meðan umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki dregin tilbaka heldur aðlögunarferlið áfram.  Á vefsetri Evrópusambandsins er samantekt um hvernig aðlögunarviðræður ganga fyrir sig en reglurnar voru síðast endurskoðaðar árið 2007. Viðræðurnar ganga út á að skipuleggja hvernig umsóknarríki tekur upp lög og reglur Evrópusambandsins.

Hér heima hefur málflutningur aðildarsinna gengið út á að við ættum ,,kíkja í pakkann."  Öllum mál ljóst vera hvert innihaldið er. Evrópusambandið, með sínum kostum og göllum, er í boði og annað ekki. 

Undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins geta aðeins verið tímabundnar. Í opinberri umræðu á Íslandi hefur ekki verið sýnt fram á að hagsmunum landsins sem best þjónað með inngöngu. Þvert á móti standa rök til þess að óbætanlegur skaði munu hljótast af inngöngu.

Íslandi hefur vegna best þegar þjóðin fer með forræði sinna mála. Framsal fullveldis til meginlands Evrópu er ekki í þágu íslenskra hagsmuna.

Við eigum að draga umsóknina tilbaka. 


mbl.is Formlegar viðræður að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Væri það í mínu valdi,gerði ég það.

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2010 kl. 11:08

2 identicon

Aðlögun Íslands að regluverki innra markaðarins og aðlögun ESB að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég get alveg tekið undir að þetta séu aðlögunarviðræður, gagnkvæmar aðlögunarviðræður. Öðru nafni aðildarviðræður.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Dexter Morgan

Eina rétta í stöðunni í dag er eftirfarandi:

Utanþingstjórn sem fengi þau tvö verkefni; að afturkalla þessa svokölluðu "umskókn" í ESB, og fella "samninginn" um kaup Magma á HS orku úr gildi, og reka þá heim aftur.

Aðeins þannig geta Íslendingar haldið inn í framtíðina sáttir og stoltir, ekki sárir og svekktir.

Dexter Morgan, 26.7.2010 kl. 11:46

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég tek undir með síðasta ræðumanni

Garðar Valur Hallfreðsson, 26.7.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband