Aronska Svavars G.

Auðrónadeild sjálfstæðismanna og Samfylkingin eiga málefnalegt skjól í Fréttablaðinu. Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er kominn með fast horn á leiðarasíðu Baugsútgáfunnar. Í dag nálgast hann Evrópumálin frá sjónarhorni sem hét aronska þegar helsta deiluefni utanríkissamskipta landsins var afstaðan til NATO og herstöðvarinnar á Miðnesheiði.

Aronska var stefna um að taka gjald fyrir veru Bandaríkjahers hér á landi, eins konar leigugjald fyrir aðstöðu. Auðrónadeild sjálfstæðismanna þess tíma var hlynnt aronskunni en meginlínan í flokknum var að taka ekki gjald enda væri um samstarf lýðræðisríkja að ræða gegn ógninni frá Sovétríkjunum.

Svavar vill ,,láta reyna á umsóknarferlið" til að komast að því hvað Evrópusambandið býður. Fullveldi og forræði eigin mála er aukaatriði hjá Svavari G. sem einu sinni taldist til þeirra sem töldu þjóðfrelsi nokkurs virði.

Til vara teflir fyrrum formaður Alþýðubandalagsins fram þessu sjónarmiði: ,,Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild." Valkvæð heimska af þessu tagi er aumkunarverð. Evrópusambandið býður ekki upp á annað en aðlögunarferli, ,,accession process." Þegar Evrópusambandið fær til sín umsókn lítur það svo að staðfastur vilji sé hjá viðkomandi þjóða að fá inngöngu í sambandið.

Þegar búið er að samþykkja umsóknina í Brussel fer af stað aðlögunarferli og aðeins lítill hluti þess ferlis er samningaviðræður um tímabundnar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Aðalvinnan er fólgin í að umsóknarríkið aðlagi sig að reglum Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæði í lok þessa ferlis er markleysa því í reynd er viðkomandi ríkið þegar gengið í sambandið.

Dapurt hjá þér, Svavar Gestsson.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegur pistill, þetta er nýtt fyrir mér.

Hafa norðmenn aldrei fengið umsókn um inngöngu í ESB samþykkta í Brussel?

Þarf ekki að breyta stjórnarskrá umsóknarríkis til að það geti gengið inn í ESB? 

Jens (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 13:22

2 identicon

Norðmenn féllu frá umsókn þegar það var ljóst að Spánverjar og fleiri ríki fóru fram á að fá að fiska innan landhelgi þeirra.  Slík mistök að fara fram á slíkt áður en að inngöngu kemur eru talin hafa verið stórkostleg mistök innan ESB.  Það á ekki að henda í tilfelli Íslands svo að einhver Magma skítatrikk verða hönnuð.  ESB hefur iðulega breytt reglum og samningum þegar búið er að landa einfeldningunum.  Landhelgi Íslands er á stærð við Frakkland og hálft Þýskaland.  Að Evrópuskrímslið láti slíkt verða ónýtt að hálfu annarra þjóða en okkar, er jafn líklegt og að það uppgötvist að jörðin er flöt eftir alltsaman.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hér er ESB-texti um aðlögunarferlið.

http://europa.eu/legislation_summaries/enlargement/ongoing_enlargement/l14536_en.htm

Páll Vilhjálmsson, 12.7.2010 kl. 15:04

4 identicon

Umsókn er ekki það sama og aðild og getur ekki verið það.

Noregur hefur tvisvar sótt um aðild að ESB.

En stendur ennþá utan þess.

Umsókn er því ekki það sama og aðild.

Karl (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:24

5 identicon

Rétt Páll. Auðvitað verða menn þegar til lengdar lætur að lúta sömu lögmálum og aðrir innan svæðisins. Annað er bara þvæla sem menn reyna að ljúga inn á fólk. Að fara inní samband sem setur sameiginlegar reglur þýðir aðlögun þess sem er að koma. Tímabundið geta þeir boðið eitthvað, en það brestur allt til lengdar. Slíkt ætti að blasa við öllum og þeir sem segja annað gera það gegn betri vitund.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband