Vg slítur stjórninni vegna Magma

Vinstri grænum er ekki sætt í ríkisstjórn með Samfylkingarráðherra sem leiðbeinir útlendum braskara að fara á svig við íslensk lög sem vernda eiga þjóðarauðlindir. Magma-máli sýnir Samfylkinguna útsendara auðmanna sem nýta sér aðstæður á Íslandi til að eignast orkuauðlindir með ólögmætum hætti.

Siðleysi iðnaðarráð'herra og trúnaðarbrot gagnvart almenningi verður ekki réttlætt. Ráðherra er á launum hjá þjóðinni og þakkar fyrir sig með því að selja þjóðareigur í hendur útlendinga til að braska með.

Hér þarf að bregðast skjótt og örugglega við og stjórnarandstaðan verður að sýna manndóm. Vg slítur stjórninni og fær stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að mynda minnihlutastjórn. Þingkosningar fari fram í desember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Hér er talað á sömu lund og í grein á vefsetri Kristinna stjórnmálasamtaka í gær. – Vekjum einnig athygli á annarri grein um þetta mál á þessari vefsíðu þar í dag: Ráðfrú Samfylkingar tók frumkvæði að því að brjóta niður varnir gegn því að útlend fyrirtæki leggi undir sig orkugeirann á Íslandi!

Kristin stjórnmálasamtök, 11.7.2010 kl. 11:10

2 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála þessu.  Og ekki við öðru að búast frá þessari Samfylkingarstelpu sem hjálpaði Björgólfi Thor ICESAVE-MEISTARA  OG -SKULDARA við að opna gagnaver í landinu með ríkisstyrkjum og/eða skattaafsláttum og með þeim orðum að það væri sama hvaðan gott kæmi.  Kona þessi kann ekki að skammast sín frekar en hennar samflokkslið í heild.  Hin siðspillta fylking notar öll tækirfæri við að gefa og selja landið undan fótum landsmanna. 

Elle_, 11.7.2010 kl. 11:30

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Er ekki að skilja af hverju VG-liðar samþykkja allt það sem Samfylking framkvæmir..með því móti eru VG-liðar að veita þessu samþykki...alveg magnað.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 11:35

4 Smámynd: Vendetta

Ef minnið svíkur mig ekki, þá sætti einmitt Steingrímur fyrir nokkrum mánuðum síðan gagnrýni fyrir að gera ekkert í málinu. Sem þýðir að hann og aðrir stjórnarliðar hefðu getað komið í veg fyrir þetta svindl. Þar eð ég geri ekki ráð fyrir að ráðherrar í ríkisstjórn séu þroskaheftir, þá gefur auga leið að þegar þeir trassa að setja lög og reglur gegn aðgerðum sem smábarn gæti séð fyrir (stofnun skúffufyrirtækja hefur grasserað sl. hálfa öld), þá eru þeir annað hvort duglausir og þar með óhæfir í embætti eða þá að þeir eru samþykkir því að farið sé í kringum lögin.

Og nú fyrst á að fara að grípa um rassgatið þegar skíturinn er kominn upp fyrir axlir. Að mínu áliti væru blautar borðtuskur skilvirkari en ráðherrar núverandi ríkisstjórnar. Mér finnst, að ekki aðeins eigi Katrín Júlíusdóttir að segja af sér, heldur líka Steingrímur, sem er orðinn svo auðmjúkur og bljúgur þjónn Samfylkingarinnar, að það fer að minna á sögulokin í "Animal Farm" með Steingrím í hlutverki svínsins Napóleóns, sem sveik málstaðinn.

Vendetta, 11.7.2010 kl. 11:57

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki veit ég af hverju þú vilt veita VG minnihlutaumboð. Finnst þér virkilega að Steingrímur sé að ráða við verkefnin í Fjármálaráðuneytinu?  Eða Jón Bjarnason í Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðuneytinu?  Staðreyndin er að VG hafa engar lausnir við svona kerfishruni. Þeir eru ágætir í stjórnarandstöðu, en lengra nær það ekki, Enda mun fylgi þeirra falla hratt niður í 10% kjörfylgið.  Stjórnmálamenn sem átta sig ekki á eigin takmörkunum þurfa að stíga til hliðar. Þeir eiga að láta hæfustu mennina gegna ráðherraembættum. Ragna Árnadóttir er dæmi um hæfan ráðherra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.7.2010 kl. 12:03

6 Smámynd: Elle_

Já, Steingrímur er hættulegur JÁ-maður Samfylkingarinnar og hann verður að fylgja þeim úr stjórn.   VG hefur fylgt fullkomlega með Samfylkingarskrípinu í EU og Icesave og fjarstæða að það lagist með sama fólkið í VG, með örfáum undantekningum, kannski. 

Elle_, 11.7.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað ertu búinn að slíta stjórnarsamstarfinu oft á sl 12 mánuðum Páll ?

Alveg örugglega ekki undir 46 sinnum...

hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 13:26

8 identicon

Páll

kynntu þér málið og skrifaðu annan pistil. Þessi er endaleysa. Óskhyggjan hefur orðið öllum veruleikatengslum yfirsterkari.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband