Svikamylla Jóns Ásgeirs og Arion

Hagar eru í eigu Arion banka en Jón Ágeir og Baugsfjölskyldan fær að stýra fyrirtækinu sem stundar fákeppnisverslun á matvörumarkaði auk annarra umsvifa. Velta Haga er notuð til að tryggja fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs framhaldslíf. Hagar kaupa nær eingöngu auglýsingar í Fréttablaðinu sem er í persónulegri eigu Jóns Ásgeirs.

Jón Ásgeir rak á sínum tíma framkvæmdastjóra Bonus Stores í Bandaríkjunum fyrir að stunda viðskipti við eigið fyrirtæki. Arion banki lætur sér vel líka að Jón Ásgeir stundi viðskiptahætti sem eru ekkert annað en svikamylla.

Arion banki heldur lífi í viðskiptasiðferði sem kom okkur á kaldan klaka.


mbl.is Nær allar auglýsingar í Fréttablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú breytir fyrirsögninni á skífuritinu úr "Heilsíðuauglýsingar Haga" í  "Lestur blaða hjá aldurshópinum 16-35" þá lítur það alveg eins út. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir vali á auglýsingamiðli?

Ekki myndi ég auglýsa í morgunblaðinu ef ég væri að reyna að fanga athygli þeirra sem lesa ekki blaðið. Það væri hreinlega heimskulegt.

mbk,

Ólafur S (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ólafur S, í fréttinni segir eftirfarandi

Á sama tímabili keyptu 100 stærstu fyrirtæki landsins, sem ekki eru í eigu Haga, ígildi tæplega fjögur þúsund heilsíðna af auglýsingum. Þar var dreifingin mun jafnari, eða 60% í Fréttablaðinu og 40% í Morgunblaðinu

Þessu til viðbótar: Hvers vegna ætti matvöruverslun að sækjast eftir aldurshópnum 16 - 35 ára? Það er hópurinn sem býr hjá hótel mömmu og fer ekki út í matvörubúð.

Páll Vilhjálmsson, 9.7.2010 kl. 09:46

3 identicon

Þetta kallar á opinbera rannsókn.

Hvar er nú liðið sem krafist hefur opinberra rannsókna af ýmsu tilefni síðustu ár?

Tek fram að ég hef tekið undir þær kröfur flestar.

Stuðningurinn sem JÁJ/Hagar/Fjölmiðlar nýtur er óeðlilegur og hlýtur því að vekja tortryggni hvar í flokki sem menn kunna að standa.

Hvernig væri nú að spóla upp úr hjólförum flokkstrúarinnar?

Opinbera rannsókn strax.

Steinunn (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:01

4 identicon

110.000 Íslendingar lesa Morgunblaðið á hverjum degi, eða 35%.  Að reyna að gera lítið úr þeim lestri er fáránlega þunnt.  Varðandi aldursdreifinguna, þá má örugglega gera ráð fyrir að sá aldurshópur sem hefur farið verst úr kreppunni og hefur minnst peningaráð eru einmitt 16 - 35 ára, sem jafnframt geta ekki leyft sér þann munað að borga fyrir áskrift blaðsins.  Það eru nákvæmlega engin haldbær rök sem segja að menn eiga að auglýsa í Fréttablaðinu umfram Moggann.  Þau sem eigendurnir nota sem afsökun er að þeir auglýsa aðeins í mest lesnu miðlunum.  Mbl.is er langmest lesni vefmiðillinn og þeir næstu langt undir með innlit.  Samt auglýsir Arion bankinn ekki þar með Haga fyrirtækin heldur í mun minni sem eru í eigu Jóns Ásgeirs.  Pressan.is og Vísir.is.  Sama á við um að þeir auglýsa ekki hjá Rúv, heldur Stöð2 og Baugsljósvakamiðlunum sem hafa mun minni áhorf.  Stendur ekki stafur við staf í þessum kjánalegu útskýringum.  Ef þetta er þeirra hreina og tæra viðskiptasnilld, þá er ekki nema von að þeir eru með allt niðrum sig sem þeir hafa komið nálægt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband