ESB-aðild til áhrifaleysis

Fámennur hópur aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum harmar að landsfundur flokksins hafnaði ESB-leiðangri Samfylkingar til að leiða Ísland til áhrifaleysis í Brussel. Ísland fengi innan við 1 prósent af þingmönnum á Evrópuþinginu og áhrif í framkvæmdastjórninni eru viðlíka.

Líkt og þorri aðildarsinna beitir þessi hópur blekkingum um að viðræður séu í boði og það verði að ,,kíkja í pakkann." Í fyrsta lagi eru viðræður ekki í boði heldur aðlögunarferli og í öðru lagi er löngu vitað hvað er í pakkanum. Evrópusambandið er í pakkanum.

Þeir sem eru svo veruleikafirrtir að halda að 27 aðildarþjóðir ESB muni breyta sambandinu til að fá Ísland í félagsskapinn eru ekki heppilegt leiðarljós um hagsmuni íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Harma samþykkt landsfundar um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklegast er það algerlega rétt að það verða engir samningar - bara aðlögun.
Ef svo ólíklega vildi til að samið væri um eitthvað skipta það heldur ekki máli því að lögum ESB yrði einfaldlega breytt til að fella einhver sérákvæði úr gildi um leið og undirskriftinn væri þornuð á samningnum.

 Það er með ólíkindum hversu blindir ESB sinnar eru á hvernig það starfar.

Okkur vegnar sennilega best með að gera lögin hérna á klakanum þannig að það sé tryggt að auðlindir verði ekki teknar af þjóðinni og fara svo í samstarf við NAFTA og Kínverja.  Tryggja að þeir geti ekki eignast auðlindir en eiga viðskipti við þá með okkar afurðir - vatn, fiskur, orka - olía?.

Iffi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju má ekki lyfta asklokinu ?

Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Iffi af hverju ættum við ekki njóta þess sem landið gefur okkur sem og afraksturs þess sem eftir stendur, þetta er Landið okkar og við Þjóðin ...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 21:35

4 identicon

Auðvitað hljótum við "snillingarnir" fá eitthvað mikið flottara uppúr "pakkanum", enda hellingur af milljörðum sem hann kostar okkur. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú þarft ekki að fá askinn Finnur til að sjá hvað er í honum.  Þjónninn er búinn að vera að bjóða þér matseðilinn í 15 ár svo þú getir séð hvað er í boði.  Ég mæli með því að þú lesir matseðilinn áður en þú pantar.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.7.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband