ESB-moldvarpan í Vg

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vg heldur á lofti lyginni um að Ísland sé á leið í viðræður við Evrópusambandi þegar aðlögun er aðeins í boði. Í gær var tilkynnt að Íslendingum stæðu til boða fjórir milljarðar til að aðlaga stjórnsýsluna kröfum Evrópusambandsins.

Árni Þór lítur svo á að það sé heilagur réttur þjóðarinnar að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þegar búið er að aðlaga Ísland að Evrópusambandinu.

Árni Þór fótumtróð stefnu Vg að halda okkur utan Evrópusambandsins. Árni Þór situr á alþingi fyrir flokk sem gekk til kosninga með það á stefnuskrá sinni að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins.

Lýðræði byggir á heilindum. Án trúnaðar verður stjórnmálastarf svik og prettir. Þar er Árni Þór á heimavelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki rétt hjá mer að þeir séu afar nánir í samstarfinu Árni og meistari hans Steingrímur?

Það held ég svei mér þá að margar flugurnar suði um það....

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 11:54

2 identicon

Orð afhjúpa innri mann nú eins og endra nær. Nú er það moldvarpa, svik og prettir. Uppáhaldsorð Páls er svik.  Hvað kemur næst? Því miður er mér það ekki  mögulegt að gera efnislegar athugasemdir við tilfallaandi athugasemdir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 12:28

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Moldvarpa er svona frekar meinlaus lýsing á manni sem svikið hefur hugsjónir kjósenda sinna.

Sumir mundu jafnvel nota orðið landráðamaður, en það var vinsælt til brúks í þeim herbúðum sem Árni Þór kemur úr.

Ekki verður annað sagt en að Árni hafi sýnt hæfileika til að tileinka sér siði samferðamanna sinni.

Ragnhildur Kolka, 30.6.2010 kl. 13:17

4 identicon

Furðulegt að kjósendur VG skuli sætta sig við að þessi maður sitji enn á þingi í umboði þeirra.

Ekki síst í ljósi þess að Árni Þór komst yfir gríðarlegar fjárupphæðir með braski með bankabréf.

Þau bréf komst hann yfir í krafti stöðu sinnar sem stjórnmálamaður.

Furðulegt að almennir félagar í VG skuli sætta sig við þetta.

Eru flokksmenn orðnir samdauna lygunum, valdasýkinni og spillingunni.

P.S. Annar mikill "jafnaðarmaður", Össur Skarphéðnisson, sem er líka þekktur hugsjónamaður eins og Árni Þór komst einnig yfir tugi milljóna króna með sams konar braski með bankabréfin.

Þetta eru hugsjónamenn hins "Nýja Íslands".

Ógeðslegt.

Karl (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:04

5 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Árni Þór og Steingrímur Joð, vita ekki mun á sannleika og lygi... enda lygin og svikin í forgangi hjá þeim.

Birgir Viðar Halldórsson, 30.6.2010 kl. 16:10

6 Smámynd: Elle_

Kjósendur VG sætta sig ekki við að hafa moldvörpuna enn í flokknum.  Enginn hefur hlustað þó og losað flokkinn við hann og hina skemmdarvargana eins og Björn Val og Steingrím Jóhann. 

Elle_, 1.7.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband