Samfylkingar-Benni hótar grasrótinni

Fyrir síðustu þingkosningar hannaði og fjármagnaði Benedikt Jóhannesson í Talnakönnun auglýsingaherferð til stuðnings aðalstefnumáli Samfylkingarinnar - að koma Íslandi í Evrópusambandið. Benedikt gætti samfylkingarhagsmuna í Sjálfstæðisflokknum og beitti sér fyrir því að vilji flokksmanna kæmi ekki fram í ályktunum.

Kröfuharka Benedikts, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns og fáeinna fleiri um að kljúfa flokkinn ef afstaða meirihlutans kæmi fram í ályktunum leiddi til þess að forysta flokksins reyndi málamiðlun. Grasrót flokksins tók völdin og talaði skýrt: Ísland á að draga hið snarasta tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.

Benedikt er ekki ánægður og hótar enn klofningi. Hér er nafn á ný stjórnmálasamtök Benedikts og félaga: Samfylkingin II.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Best væri fyrir sjálfstæðismenn ef Benedikt stofnaði nýjan flokk. Það er hins vegar lítil hætta á slíku, hann veit sem er að ESB sinnar innan sjálfstæðismanna eru svo fáir að slíkur flokkur mundi ekki ná neinum völdum og því telur hann sér betur borgið innan Sjálfstæðisflokksins. Varla telja sjálfstæðismenn hann slíkan happafeng, að af honum megi ekki sjá!

Gunnar Heiðarsson, 27.6.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Samfylkingar-Páll hvað ertu með Samfylkinguna á heilanum?

Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 22:02

3 identicon

Páll skilur ekki það sem hann les eða vitnar í . benedikt hótar engu. Hann hvetur ekki heldur til þess að stofna nýjan flokk. Ég hvet menn til að lesa fréttina á Ruv.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Úr frétt RÚV

Í tölvupósti í dag til Sjálfstæðra Evrópusinna nefnir Benedikt að sumir vilji stofna nýjan flokk, en aðspurður um það hvort hann telji það koma til greina segist hann ekki hafa hvatt til þess.

Á mannamáli er þetta hótun.

Páll Vilhjálmsson, 27.6.2010 kl. 22:12

5 Smámynd: TómasHa

Hvers konar hótun er það? Liggur það ekki fyrri að það eru menn sem eru að vinna að stofnun á nýjum flokki?

http://www.visir.is/haetti-i-flokknum-eftir-landsfund/article/2010430681110

TómasHa, 27.6.2010 kl. 22:27

6 identicon

Á mannamáli: Benedikt hótar engu og hann hvetur ekki til stofnunar nýs flokks. Aðrir hafa gengið úr flokknum og lýst því yfir að þeir hyggist stofna nýjan flokk. Í tölvupóstinum segir Benedikt það sem allir vita og ef Páll vill túlka það sem hótun þá verður það að vera hans einkamál.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:31

7 identicon

Bara einu sinni enn, hvaða hagsmunir eru það sem Páll Vilhjálmsson, ríkisstarfsmaður, á með kvótakóngum innan LÍÚ og eigendafélagi bænda, með Lífsval sem aðalbakhjarl, í andstöðu við ESB aðild ???

Þú mátt skrifa þúsund pistla mín vegna , en segðu okkur hvað það er þú ert að verja með þessum félagasamtökum ?

Áttu kvóta ?

Ertu komin upp á Lísval ?

JR (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:32

8 identicon

Ég veit að þetta gleður Páll Vilhjálmsson , skrifa frá Jónasi Kristja´nssyni :

,,Einn milljarður í kostnað við umsókn um aðild að Evrópusambandinu er lítið fé. Að þeim kostnaði greiddum vitum við, hvernig okkar reglur eru öðruvísi en hjá siðuðu fólki. Við þurftum hvort sem er að fá að vita það, þótt þjóðin felli svo aðild. Við höfum áratugum saman talið okkur trú um, að siðareglur vestrænna þjóða gildi ekki um okkur. Sérstaða Íslands er það kallað. Ein allsherjar afsökun fyrir sérdrægni og spillingu, sem kom þjóðinni á kaldan klaka. Nú fáum við að vita, hvernig reglur Evrópumenn hafa, sem ekki fóru á hausinn. Við munum að vísu ekki læra af því, því að við kunnum ekki að læra."

http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=13814

JR (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:35

9 identicon

Hvað er plebbi á borð við pallavill wannabe blaðamann, að hreyta ónotum í eðalmann og engeying.

Varaðu þig bara, það kemur að því að ættin kuskar þig rækilega til.

krissi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:26

10 identicon

Hversvegna í ósköpunum leyfir þú bjánum eins og þessum síðasta hér að svara? blaðamaður

blaðamaður (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband