Ekki hægt að skila auðu í ESB-málinu

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki skilað auðu í ESB-málinu ef flokkurinn ætlar að gera sig gildandi í stjórnmálaumræðu hér á landi. Vegna hlutleysisstefnu flokksins er Ísland komið í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og það er Samfylkingin sem ein stýrir ferlinu.

Sjálfstæðisflokkurinn stimplar sig út úr þjóðmálaumræðunni með því að taka ekki afgerandi undir með þingsályktunartillögu um að Ísland eigi að draga umsóknina tilbaka. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður flokksins er aðalhöfundur tillögunnar en meðflutningsmenn hennar koma úr öllum flokkum á alþingi utan Samfylkingar.

Minnihlutahópur aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum getur ekki haldið meirihlutavilja flokksmanna og þjóðarinnar í gíslingu með hótunum um klofning. Forysta Sjálfstæðisflokksins á ekki að láta bjóða sér slíkan yfirgang.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þegar hefur Ragga Rikk (sennilega Rykk hér eftir) að taka rykk til vinstri og mæla með ESB með Norninni...

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband