Aðildarferli Össurar í skjóli Sjálfstæðisflokks

Utanríkisráðherra helst á stefnumáli sínu að setja Ísland í aðildarferli að Evrópusambandinu í skjóli hlutleysis Sjálfstæðisflokksins. Hávær minnihlutahópur í móðurflokki íslenskra stjórnmála hótar að kljúfa flokkinn ef samþykkt verður ályktun til stuðnings þingsályktunartillögu Unnar Brár Konráðsdóttur þingmanns um að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Samfylkingin eru einangruð í ESB-málinu. Hlutleysi Sjálfstæðisflokksins er síðasta hálmstrá Samfylkingarinnar.

Ísland er ekki í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. ESB býður aðeins upp á aðildarferli þar sem lög og reglur sambandsins eru tekin upp samhliða viðræðum. Þegar að þjóðaratkvæði kæmi stæðum við frammi fyrir orðnum hlut.

Framhaldið á Brusselför Samfylkingarinnar ræðst á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband