Aðeins ESB-sinni í framboði, gengur ekki

Þorsteinn Pálsson þáverandi ritstjóri Fréttablaðsins handvaldi Ólöfu Nordal þingmann til að hefja greinarflokk um Evrópusambandið fyrir tveim árum. Ólöf skrifaði fyrir tveim árum að aðeins væri tímaspurning hvenær Ísland stæði frammi fyrir aðild að ESB.

Dagurinn kom 16. júlí 2009 þegar Samfylkingin þröngvaði í gegnum alþingi ályktun um að sækja um aðild. Ólöf hefur mest lítið haft sig í frammi í andófi gegn samfylkingarumsókninni enda að líkum; Ólöf talar í hálfvelgju rétt eins og margir aðildarsinnar sem þora ekki að sýna sinn rétta lit.

Um 70-80 prósent sjálfstæðismanna er mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ólöf Nordal getur aldrei orðið fulltrúi þessa hóps.


mbl.is Hvetja Ragnheiði Elínu til að bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll.  Ef menn vilja hlut Sjálfstæðis flokksins í einhverju gagni við næstu kosningar þá ættu þar ráðandi að sverja af sér Evrópusambands væntingar með skýrum hætti. 

Ég er þess fullviss að það munu margir fylgja mér í því að sitja frekar í stjórnlausu landi en undir alræði Evrópusambandsins.  

Svo er bara að vona að þeirra loforð haldi betur en Steingríms.  Líst  vel á Ragnheiði, sé ekki betur en að hún sé með einn fána en Ólöf með tvo.

 

   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 13:08

2 identicon

Ragnheiður er flott í þetta. Hún er arður ESB andstæðingur. http://www2.xd.is/?action=skodanir_sjalfstaedismanna&id=78699  

Benni (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:11

3 identicon

Hrólfur,

Hvaða alræði er það sem þú talar um. Eru sem sagt allar lýðræðisþjóðir Evrópu f. utan Noreg og Ísland undir alræði Evrópusambandsins.

Muna að vera í sambandi við raunveruleikann áður en þú segir hluti.

Egill A. (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband