Niðurbrot stjórnmálanna

Stjórnmálakerfi landsins er að leysast upp. Forsætisráðherra leggur fram stjórnarfrumvarp sem ráðherra berst gegn; helmingur ríkisstjórnarinnar berst fyrir aðild að ESB en hinn helmingurinn er á móti; aðalatvinnuvegur landsins er í uppnámi vegna niðurrifsaðgerða stjórnvalda; auðrónar útrásarinnar sitja enn á þingi og þjóðin notar tækifæri sem gefast til að hafna stjórnmálastéttinni.

Örvæntingin sem kemur fram í brigslyrðum manna í milli á þingi er birtingarform upplausnarinnar. Alþingi eins og það er skipað í dag getur ekki nýst þjóðinni til endurreisnar.

Kosningar eru vettvangurinn til að þjóðin velji sér nýja fulltrúa á löggjafarsamkomuna.  


mbl.is Þurfti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin hlustaði en ekki sá, valdi og kvelst nú af þeim sökum.

Heimskramannaráð.... er þar sem Alþingi var áður.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 17:47

2 identicon

Mjög skilmerkileg og rétt lýsing.

Stjórnmálakerfið er að hrynja vegna innri veikleika, hæfileikaleysis og siðblindu stjórnmálastéttarinnar.

Kosningar verða óhjákvæmilegar.

Til að hreinsa úr skítinn.

Steinunn (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 19:57

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Eru engin takmörg fyrir lágkúru Alþingismann á Íslandi. Hvort sem viðkomandi heitir Sigurður Kár eða Björn Valur eða eitthvað annað þá er greinilegt að málefni skipta þetta fólk engu máli heldur hitt að troða skóinn hvort af öðru, ía að Gróusökum og tala um allt annað en það sem landi og þjóð er til gagns og sóma.  Tók þetta fólk ekki eftir því sem gerðis í sveitarstjórnakostningunum? Þetta ólk er að grafa eigin gröf og úrslit næstu alþingiskosnina verðu endurtekning á því sem gerðist í sveitarstjórnarkostningum í Reykjavík, Akureyri og fleiri sveitarfélögum.  Ég er farinn að trúa því sem Bjarni heitinn Benedikstsson sagði á sínum tíma, að því verr sem alþingismenn eru launaðir því meiri líkur til að til þeirra starfa veljist fólk sem hefur sýnt það og sannað að það hefur getur aflað sér tekna með dugnaði sínum og manndómi. Einnig má í því sambandi minnast orða Plató, að ekki verð vel stjórnað fyrr en þeir stjórna sem ekki vilja stjórna.

Tómas H Sveinsson, 11.6.2010 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband