Þjófótt ríkisstjórn með enga tiltrú

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var með byr í seglin fyrir ári, þegar hún var mynduð. Þjóðin gerði ráð fyrir að til skerðinga kæmi á lífskjörum og var tilbúin að herða mittisólina. Á móti vildi þjóðin fá stjórnvald sem stæði í ístaðinu gagnvart óbilgjörnum kröfum erlendis frá, væri hreinskilin um stöðu mála og einbeitti sér að lykilmálum endurreisnarinnar. Í fjórum stórum málaflokkum hefur ríkisstjórnin brugðist gersamlega.

Í fyrsta lagi lagðist ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hundflöt fyrir kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu og greip ekki til þeirra varna sem eðlilegt er að hafa í frammi. Í öðru lagi var sértrúarmál Samfylkingarinnar gert að stefnumáli Íslands með umsókninni um aðild að ESB. Hvorki er raunsannur þingmeirihluti fyrir umsókninni né þjóðarvilji að baki. Umsóknin stríðsyfirlýsing stjórnar gegn þjóðinni.

Í þriðja lagi er ríkisstjórnin ekki með neina stefnu um hvernig atvinnulífið eigi að líta út til framtíðar. Í skjóli stefnuleysis starfa siðblindir auðmenn áfram eins og ekkert hafi í skorist  með stuðningi huldubankanna sem endurreistir voru á grunni þeirra gömlu. Í fjórða og síðasta lagi vantar skýra afstöðu í málefnum heimilanna. Ríkisstjórnin þyrlar upp moldviðri og talar um 50 aðgerðir eða fleiri til bjargar heimilunum. Í stað einfaldra skilaboða um stöðu mála og einfaldar almennar aðgerðir hefur ríkisstjórnin valið blekkingarleið.

Tiltrú þjóðarinnar á ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er í lágmarki og verður ekki endurreist. Ríkisstjórninni verður mokað úr stjórnarráðinu öðru hvoru megin við næstu áramót og verður landhreinsun af. 


mbl.is „Nánast hreinn þjófnaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband