Dagur fyndni

Samtöl stjórnmálamanns við framboð sem hefur ísbjörn í Húsdýragarðinum á dagskrá og vill taka róna í fóstur hlýtur að vera skemmtilegt - einkum ef maður er búinn að tapa sjálfsvirðingunni og verið niðurlægður í kosningum.

Dagur B. ætlar að vekja Reykjavík. Líklega með hlátrasköllum.

Spurningin er hver hlær á kostnað hvers?


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey dúlla...

Þeir sögðu að ættleiðing róna hafi verið grín ekki alvöru, enda hver þarf að ættleiða róna.. 

Eins og þeir sögðu, ef það þyrfti að ættleiða róna þá sýnir það bara hvað kerfið hérna er skíttt, rónarnir hafa engan stað til að leita á.. of fá plass í gistiskýlinu .

Þeir notuðu skemmtilegt grín eins og ísbjörn og ættleiðingu róna til þess að ná athygli fjölmiðla. ÞAÐ TÓKST, enda snillingar. 

Einnig gerðu þeir það til þess að fá svona fólk eins og þig til að halda að þetta væri alveg aðal stefnumál þeirra. 

en 20.000 manna sáu í gegnum gjörninginn, en ekki þú 

DÚLLI þú

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:09

2 identicon

Já, rétt hjá þér Berglind, hver þarf að ættleiða róna. Þeir hafa kannski haldið að þetta táknaði að eitthvað yrði gert fyrir þá.

Þeir eru örugglega með ENN betri sjálfsmynd eftir þetta. Ekki nóg með að hafa sett líf sitt undir stútinn, heldur verða þeir svo brandari á atkvæðaveiðum fólks sem vill fá betur launaða vinnu!

DÚLLA þú!

Ófeigur (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:14

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert alveg yndislega neikvæður Páll. Þetta sníst um að ættleiða ekki ísbirni og hvali, og ekki setja "róna" í búr...mikið held ég að það taki langan tíma fyrir sumt fólk að kveikja á perunni. Venjulegt fólk með venjulega hugsun verður hvíld frá "alvöru" stjórnmálamönnum sem hafa gert í buxurnar og og reyna að vera málefnalegir þegar þeir færa rök fyrir því að það sé engin lykt af þeim...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 01:49

4 identicon

Óskar

Er þá ekki Dagurinn búinn?

Andri Björn Róbertsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þannig að í hvert sinn sem Besti flokkurinn kemur með bjánalegar og óraunhæfar tillögur við stjórn borgarinnar og þeim er sýnt fram á það, þá segja þeir bara: "neee, bara djók!".

Þegar stjórnartíð Besta flokksins verður gerð upp að loknu kjörtímabilinu, þarf væntanlega að koma út handbók um það hvernig á að skilja grínið.... fyrir okkur hin sem föttum það ekki.

Einhver hér að ofan kallar þetta snilld

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2010 kl. 11:52

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jú, Dagurinn er búin. Það þarf nú þegar handbók til að skilja alla aðra flokka nema Besta Flokkinn. Hann skilja allir sem eru jarðtengdir...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 11:58

7 identicon

Tuttugu þúsund sex hundruð sextíu og sex kjósendur létu Gnarrarann hafa sig að fíflum - ótrúlegt !

 Reykvíkingar eiga eftir að upplifa margar grátlegar uppákomur næstu 4 árin.

 Enn - þeim verður að svíða sem undir míga !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 13:24

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kemur Kalli Sveins Nostradamus með ódaulega speki...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband