Stjórnmálaskrípó í boði Samfylkingar

Samfylkingin heldur pólitíska farsanum í Reykjavík gangandi með auglýstum leynifundum með Besta flokknum. Jón Gnarr fékk Dag B. með sér í ljósmyndapósu til að taka við sápukúltþáttum á mynddiski. Við það tilefni er haft eftir kosningastjóra grínflokksins

Búast má því að viðræðurnar fari nú fyrst á flug, þegar fulltrúi Samfylkingarinnar hefur fengið þættina Wire til áhorfs. 

Almenningur er líklegur til að virða það við Samfylkinguna að hífa íslensk stjórnmál úr ræsinu og yfir í fáráðlingaveröldina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu pælt í því hvað "sápukúltþættirnir á mynddiski" fjalla um???

Ég skal spara þér ómakið með mjög stuttri lýsingu:

The Wire fjalla um samspil stjórnmála, skriffinnsku, eigna borgarinnar, glæpa og fjármálamarkaðar í borginni Baltimore. (nánar á http://en.wikipedia.org/wiki/The_wire)

Sérðu virkilega ekki hvað Jón á við með því að krefjast þess að fólk horfi á The Wire áður en gengið er til samninga???

Gunnar G (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér upplýsinguna, Gunnar G. Ég hef haldið að Gnarr og félagar eru að grínast og þeir sem tala við þá í alvöru framlengja grínið. Ertu ósammála?

Páll Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 17:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Páll, það er svo gaman á þessum fundum, að Dagur vill bara koma aftur og aftur. Gnarr reitir af sér brandarana og klapptýrum hans þykir Dagur líka dálítið kjút.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 18:06

4 identicon

Já, ég er ósammála - að vissu leyti.

Ég skil þetta þannig að Gnarrinn sé að benda á að stjórn borgarinnar hafi ekki verið í lagi og heimtar því að samningsaðili horfi á þætti um hafnaryfirvöld, skriffinsku og borgarstjórn og rauða þráðinn sem tengir það allt: glæpi.

Ég skil þetta því þannig að Gnarrinn sé að grínast - en þessu gríni fylgir töluverð alvara og beinlínis ádeila á hvernig hlutirnir hafa verið.  Í þessu samhengi má spyrja af hverju menn hafa verið svo "graðir" í gegn um tíðina að komast í stjórn Faxaflóhafna - kannski er svarið í títt nefndum þáttum.

Gnarrinn hefði getað heimtað að Dagur horfi á Barbapapa, en það hefði líklega verið grín eins og þú skilur það - held ég  (þó má lesa úr Barbapapa áherslur á kærleik og virðingu við umhverfi sitt).  Ég hefði heimtað að hann horfði á Barbie-mynd ef grínið væri þannig.

Ég tek þó undir að Dagur og félagar virka soldið mikið þurfandi í þessu sambandi, og það er engum manni hollt - minnir mann á vestramynd þar sem vondi kallinn skipar smælingjum að dansa.

Ég verð þó að taka fram að ég hef aldrei séð téða þætti, en hef bæði heyrt um þá og lesið - og lesningin af wikipediu er ágæt.

Gunnar G (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:38

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég held að Jón Gnarr sé taka Dag B eins Öddi Blö gerði í þáttunum á stöð 2: Tekinn (Punk´d á ensku).

og þetta er ekki búið. Jón Gnarr á eftir að atast í sjálfstæðisflokknum líka og afhjúpar svo og niðurlægir báðaflokkanna eftir viku eða tvær.

Fannar frá Rifi, 3.6.2010 kl. 23:36

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég vona að Fannar frá Rifi hafi rétt fyrir sér og að minn þankagangur um þessar mundir stafi af húmorsleysi en satt að segja þá er ég nokkuð viss um að Jón Gunnar hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera eða muni gera og svo finnst þjóðinni stórkostlega fyndið þegar hann segir það bara berum orðum og hver er þá "tekinn" og hvar ;) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.6.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband