Glöggur Mörður

Mörður Árnason er nýorðinn þingmaður og rétt að óska honum til hamingju með það. Mörður er ekki allra og hefur aldrei verið en af fáum í Samfylkingunni hugsar hann sjálfstætt. Í pistli dagsins vekur hann hann athygli á að úrslitin í gær voru þau verstu í sögu Samfylkingarinnar.

Samfylkingin er að náttúru og upplagi 20 prósent flokkur. Það er virðingarverð staða að sem gefur færi á að vera minnihlutaaðili að meirihlutastjórn og hnikað málum sínum áfram.

Aftur verða náttúruhörmungar þegar fimmtungsflokkur reynir að þröngva sérmálum sínum upp á meirihluta þjóðarinnar.

Sum mál eru annað hvort eða. ESB-umsóknin er annað hvort eða en ekki beggja blands. Þegar Samfylkingin reynir að nauðga ESB-aðild upp á þjóðina svarar hún með því að gera flokkinn að tíu prósent flokki.

Mörður, reyndu að koma vitinu fyrir félaga þína í þingflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála, það á að kalla hlutina eins og þeir eru, eins og Mörður gerir.

Má ég þá segja; Spegil á þig Páll, og reyndu að koma vitinu fyrir stórsóknarfélögunum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.5.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jenný Stef., þú verður að útskýra fyrir mér hvað þú átt við með ,,stórsóknarfélögum."

Páll Vilhjálmsson, 30.5.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Oddviti D listans í Reykjavík braust á með fagnaðarlátum og lýsti listann í stórsókn, sama gerði formaðurinn í viðtali síðar um kvöldið.

Þarf ekki að skipta um linsu í þeirra stjórnmálagleraugum?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.5.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Elle_

Já, skrýtið hvað fólk þreytist ekki á að klína Sjálftæðisflokknum upp á þá sem koma honum EKKERT við.  Og sama fólkið aftur og aftur. 

Elle_, 31.5.2010 kl. 00:39

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Páll hefur staðið sig prýðilega að skamma "hrekkjusvínin",  líka í D flokknum.  Hann hefur og þann fágæta eiginleika að geta mært hina og þessa sem "koma honum ekkert við", eins og Mörð hér.

Þess vegna  bauð ég honum spegilinn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.5.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband